Íslendingur - 04.07.1862, Síða 1

Íslendingur - 04.07.1862, Síða 1
 ÞRIÐJA ÁR. 4. jílt M ® ÍJtlendíar frjettir frá 12. apríl til byrjunar júnímánaðar. Danmörlc. J>á er utanríkisráðgjafi konungs vors hafði fengið tilkynningu um þær ályktir sambandsþings- ins í Frakkafurðu, ervjerfyr höfum um getið, ritaði hann brjef (25. apríl) erindsrekum Dana bjá binum stórveldun- um, samt sendiboðum þeirra við hirð Svía- og Holllend- inga-konunga, og sýndiþarfram á, að þjóðverjarnú hefðu vikið þrætumálinu í geigvænlegt horf, er þeir vildu bendla Sljesvík við það, og bæru upp ályktanir og yfirlysingar á sambandsþinginu um þennan hluta Danmerkurríkis, sem væri hann eitt af sambandslöndunum. Enn fremur heimtu þeir af erindreka konungsins, að hann gildi andsvör kröf- um þeirra við umræður og ályktargjörðir á sjálfu þinginu, i stað þess að tilkynna honum þær í þjóðmálabrjefum (Noter) eður senda þær til ílutnings erindrekum sínum í Ivaupmannahöfn; eður í öðru máii, almennt ríkis- eður þjóðamál (intcrnationale Forhandlinger) væri hjer gjört að þýzku sambandsmáli. Ilann biður erindrekana skora á erlendar stjórnir, að þær gefi nákvæmlega gaum að þessu ágangsatferli fjóðverja, og láti sjer skiljast hvernig þeir hafi ekið sjer undan höfuðmálinu, sem sje skipun á stöðu Holtsetalands og Láenborgar en seilzt gripdeildarhöndum yfir takmörk J>ýzkalands og vilji ínetja allt Danmerkurríki í »göndulsslæðum sambandsins*. 1. dag maímán. lýsti sambandsþingið því yfir að mótbárur erindreka Danakon- ungs væru eigi að lögum eður rjettarvenju framfærðar, yrði þingið þess vegna að halda þær ómætar en sitja við þær kröfur, er það hefði vikið að stjórn Dana. Sendi- herrann færði enn rök til og sannaði með dæmum, að hann hefði rjettar eins krafið um aðgreiningu á stöðu sinni, sem erindreka fyrir hertogadæmin og fyrir Dan- merkurríki; sjer í lagi minnti hann enn þingið á lieim- ildarleysi þess um öll afskipti í Danmörku fyrir utan Holt- setaland og Láenborg. Mikill viðbúnaður er hafður til að taka við stúdentum frá Svíaríki og Noregi, en þeir koma til Kaupmannahafnar 11. júní. Ætlar konungur vor að halda þeim einn veizluna á sumarsetri sínu Fredensborg. Af nafnkenndum mönnum hafa látizt Ibsen, prófessor í líkskurðarfræði, og N. M. Petersen, prófessor í norðurlanda- málum við háskólann. Danir og allir norðurlandabúar eiga bjer að sjá á bak ágætasta manni fyrir lærdómssakir og eljunar er hann vann með að starfa sínum. Ilann rit- aði um fornöldina, af því hann ann svo miklu í lífi forn- manna, og um fornmálið, af því honum þótti, sem Easlc æskuvin hans, að það vera bæði fagurt og þróttmikið. Hann ljet aldrei letjast að brýna það fyrir löndum sínum hve mjög þeim ríði á að iðka fornmál vort, að þeir hefðu því betri föng á að svegja danska tungu úr enni þýzku bendu er ú hana er kominn. Aðalrit hans eru »Saga Danmerkur í heiðni«, -íslendingar erlendis og heima«, "Norræn Goðafræði« og »dönsk bókmenntasaga*. Stjórn- >n hefur boðið 200 iðnaðarmönnum far ókeypis til gripa- sýningarinnar í Lundúnaborg, og leggja þeir af stað eptir miðjan júnímánuð. Þýzkaland (Prússland). Svo fór um kosningarn- ar nýju á Prússlandi sem við var að búast, að nálega allir liinir sömu urðu kosnir, en elgi allfáir af stjórnarfylgjend- um kjörrækir og öðrum af »framfarafiokkinum« skipað í þeirra sæti. lláðgjafarnir sitja þó enn í stjórnarsessi og bafa fylgisblöð þeirra sagt, að þeir mundu svo við þroka hvern storm, sem flokkamenn gjörðu, því hærra bæri heill og heiður landsins og helgi konungdómsins en æsingar þeirra og kergja. Auðsætt er að »framfaramenn« Prússa bera eigi nafn með rentu, ef þeir eira því lengi að vera samvinnendur þeirrar stjórnar, er kveður fulltrúa þjóðar- innar vinna ríkinu ógagn og hnekkja rjetti konungsins. Enda er þegar farið að brydda á því, að hinir nýju þing- menn eigi ætla að verða óharðari í horn að taka en hin- ir fyrri. Nefnd hefur verið kosin til að semja ávarp til konungs, og er í frumvarpinu að eins talað um innanrík- ismál, en hvorki minnzt á málið við Dani eður kjörherr- ann í Ilessen (er vjer þegar munum geta um). Konungi er þar tjáð öll alúð og hollusta, einarðlega upp kveðnar óskir’ og þarfir þjóðarinnar, en stjórninni veitt drjúg á- þjettarorð fyrir aðferð hennar á undan kosningunum. Sagt, er að konungur muni tregur að skipta um ráðaneyti, en hitt muni lionum geðfeldara, að ráðgjafarnir slaki til við þingið í ýmsum málum, að því frá skildu að stytta liðs- göngutíma liermanna; en hann er á Prússlandi 3 ár, og má nœrri geta að atvinnuvegir landsins mega mikils við í sakna, þar er svo miklum hergrúa er uppi haldið. Lengi hafa Prússar haft illan augastað á höfðingja Iíjörhessinga fyrir þrá hans við þegna sína, eða hóti heldur gegn ráð- leggingum Prússastjórnar. Fyrir nokkru áttu nýjar kosn- ingar til fulltrúaþings að fara fram í Ilessen. Höfðu þegnar kjörherrans skotið máli sínu til sambandsþingsins, og fyrir flutning og framgöngu Prússa var því ályktað, að kjörherrann skyldi taka aptur boð sín tim kosningarnar og leiða í lög á ný stjórnarskipunina frá 1831. Auk þessa höfðu Prússar optlega sent honum boð og hótanir og um sömu mundir sendi konungur Willisen hershöfðingja með brjef til hans og erindagjörðir; en kjörherrann, sem heldur er maður skapstyggur, tók fálega, og að því sumir sögðu óvirðu- lega við sendiboðanum og brjefinu, svo nærri lá að hann kæmist í versta klandur við Prússakonung. Hvernig sem þessu hefur verið varið, þá þótti konungi svo mikið um, að hann kvaddi burt erindreka sinn frá Ilessen, og ljet þegar búa tvær herdeildir til atfara. Að vísu höfðu Aust- urríkismenn jákvætt Prússum á þinginu, en nú fór þeim ekki að lítast á blikuna; þótti þeim nú sem fleirum það koma fram að Prússar leituðu að átyllu til atfara, þó allt einræði í þeim efnum sje fyrirboðið í sambandslögunum. ltjeðu þeir því kjörherranum sem skjótast að láta skip- ast við samþykktir sambandsþingsins, og hlýddi hann ráð- um þeirra. Enda er sagt, að hann hafi ritað afsökunar- brjef til konungsins, og mun Prússum eigi þar auðið ineiri fengs eða frægðar að svo komnu. Við Frakka hafa þeir gjört verzlunarsamning og eru þegar búuir að fá þorrann af sambandsríkjunum til að gangast undir hin sömu einkamál; þykir Austurríkismönnum sjer lijer leikið í óþægilega skák, er sú breyting kemur á toll-lögin, að tekjur þeirra verða fyrir drjúgum halla, en sjálfum þeim, að kalla, þokað út úr "tollsambandi þjóðverja». 41

x

Íslendingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.