Íslendingur - 04.07.1862, Blaðsíða 8

Íslendingur - 04.07.1862, Blaðsíða 8
48 gróðurs, en snjór hefði legið á jörðu, og mannháir skafl- ar niður \ið flœðarmál. Er eigi furða þó landið sje fót- kalt þar norður, þegar svo viðrar hjer syðra sem nú er reynd á orðin. — Mannskaöar á sjá hafa orðið hjer syðra í vor. Snemma á vorvertíðinni fórst bátur af Akranesi með 4 mönnum, er allir týndust, þeir voru á heimleið úr beitu- fjöru; formaður hjet Gísli Gíslason frá Sýruparti á Akra- nesi. 18. júní fórst bátur í flskiróðri af Seltjarnarnesi, einnig með 4 mönnum og drukknuðu allir, formaður hjet jþórður Hinriksson, bóndi á Melshúsum í Reykjavíkursókn. 23. s. m. fórst annar bátur af Seltjarnarnesi í fiskiróðri með 3 mönnum, formaður var Sigurður bóndi Sæmunds- son frá I’resthúsum á Ejalarnesi, nýtur bóndi; hásetar hans voru 2 unglingspiltar báðir mannvænlegir, annar sonur Árna Björnssonar bónda í Brautarholti, hinn sonur Guðmundar bónda í lfáraneskoti í Kjós. — Kvefsóttin sem geysaði yfir hjer sunnanlands hvað stríðast í maímánuði, er nú því nær á enda, en mann- skæð varð hún í sumum sveitum í meira lagi. Vjer vit- um eigi, hve margir hafa úr henni dáið, því prestar skýra ekki frá því fyr en um árslok. En vel gjörðu prestar ef þeir tækju sig til og skýrðu oss frá slíkum hlutum, sem þeir eiga hægt með frá að skýra, og almenning varðar um. Að eins höfum vjerfrjett að í Útskálaprestakalli hafi andazt í þeirri sótt 15 manns; í Kálfatjarnarprestakalli 19 manns, þar af 18 á 12 dögum; í Garðaprestakalli 22; í Reykjavíkur 28 eða 30. í Ivjósarsýslu ætlum vjer að færri hafi dáið að tiltölu. Hel/.t dóu gamalmenni og ung- börn í sótt þessari. Af þeim sem dáið hafa á þessu tímabili í Gullbringusýslu teljum vjer nafnkenndasta þessa: madame fmrdísi Björnsdóttur í Yiðey; hún sálaðist 28. maímán. á 3. ári hins níunda tugar. Hún var ekkjasjera Guðna Guðmundssonar, fyrrum prests að Olafsvöllum á Skeiðum, og systir hins nafnkennda merkismanns f>órðar sál. kansellíráðs Björnssonar á Garði, sýslumanns í f»ing- eyjarsýslu. Hún hafði um mörg ár dvalizt hjá sekretera O. M. Stephensen og frú hans Sigríði, bróðurdóttur sinni, og var afbragðs kona á sinni tíð. Önnur merkiskona dó suður í Njarðvíkum öndverðlega í júnímánuði, Helga Árna- dóttir, kona Óiafs bónda Björnssonar í Innri-Njarðvík. Hún var á sjötugs aldri, hafði áður verið gipt Ólafi Ás- bjarnarsyni, föður þeirra Sveinbjarnar kaupmanns í Kefla- vík, Ásbjarnar hreppstjóra í Njarðvík og þeirra systkyna; hún var ágæt kona í sinni röð. Norður í Húnavatnssýslu hefur þó sótt þessi orðið hvað mannskæðust, að því er frjetzt hefur, og Ilúnvetn- ingar ekki einir heldur allt landið missti þar einn sinn merkasta og bezta mann, þar sem sjera Jón Jónsson i Steinnesi, prestur til f>ingeyraklausturs og prófastur í Ilúnavatnssýslu andaðist 2.júní þ. á. eptir fárra daga hel- sótt. Hann fæddist á Ytrahóli í Húnavatnssýslu 17. nóv. 1808; kom í Bessastaðaskóla 1828, útskrifaðist þaðan 1833; fór þá til Steingríms biskups Jónssonar, og var hjá honum til 1841. f>á vígðist hann til fdngeyrabrauðs eptir föður sinn Jón prófast Pjetursson, og hefur þjónað því síðan til dauðadags. Hann var ágætur gáfumaður, göfuglyndur og hreinlyndur, og í alla staði einn af mestu og merkustu embættismönnum þessa lands um sína daga. Hann var manna heilsutæpastur, en þó skorti aldrei fjör nje fylgi. Ilann lætur eptir ekkju og G börn, eldri sonur hans er kominn í Reykjavíkurskóla. Frjetzt hefur og að sjera Einar Brvnjúlfsson Sivertsen í Gufudal, albróðir sjera Sigurðar á Útskálum og hálfbróðir Helga biskups, sje lát- inn; hann mun hafa verið rúmlega flmmtugur að aldri. — Nýtt tímarit. Norðri er, að minnsta kosti um stund, liðinn undir lok, og ritstjóri hans, alþingismaður Sveinn Skúlason sagt að muni ílytja sig búferlum til Reykjavíkur. En hinsvegar er komið á kreik nýtt hlað á Akurevri, í sama broti sem íslendingur, og heitir »Norð- anfario, blaðið lítur vel út bæði að ásýnd og efni. f>að kemur út 1 örk í mánuði, og eru þegar komnar 5; ár- gangurinn kostar 1 rd.; ritstjóri er Björn Jónsson áAkur- eyri, nafnkenndur maður, og gaf Norðra út um árið, áð- ur Sveinn kom til sögunnar. — Gufuskipið Arcturus fór hjeðan 23.júní. Með því fór kand. theol. Eiríkur Magnússon, sem veitt hafði verið Beruf.- prestakall,og kona hans til Lundúna. Sumir hafa sagt, að hann eigi kost á að verða þar prestur við kapellu, er Svíar, Norðmenn og Danir eiga íLundúnum; en ekki vitum vjer að svo stöddu sönnur á því. Hitt mun satt, að hann eigi að annast um, að rjett verði prentað á íslenzku hið nýja testa- menti, er biílíufjelagið enska ætlar að gefa út í Lundúnum nú í sumar.------------------------- Út af auglýsing þeirri frá Laugarness- og Klepps- eigendunum, er sjest í auglýsingarskápnum hjer í bæn- um, leyfum vjer oss að spyrja yður, herra bæjarfógeti, hvort alls konar auglýsingar, hvernig sem þær kynnu að vera úr garði gjörðar, verða teknar til auglýsingar í skáp- inn, eður einungis þær, sem þjer álítið lögum samkvæm- ar og þess vegna eruð samdóma. Oss stendur það á miklu að fá að vita yðar meinr ingu sem yfirvalds okkar í þessu efni, því annars vöðum vjer í villu og svíma um það, hverjar auglýsingarnar eru eptir yðar áliti löglegar og hverjar ekki, og leyfum oss því hjer með virðingarfyllzt að skora á yður að gefa oss i blöðunum, hið fyrsta hentugleikar yðar Ieyfa, opinbert svar upp á þetta. Keykjavik, 25. júm' 1862. Nokkrir Reykvíkingar. Auglýsingar. Síðan fyrir miðjan þennan mánuð hefur mig undir- skrifaðan vantað 8 hrúta, 7 veturgamla og 1 tvævetran, alla hvíta, með marki: stýft vinstra, scm jeg vegna veik- inda sem þá gengu ekki gat haft hemil á, en síðan þau minnkúðu, hef jeg ekki getað fundið þá, þó jeg daglega hafi leitað þeirra. Nú þó jeg hafi heyrt sagt, að allt fje hjeðan úr sýslu skuli rjett dræpt, ef það hittist í Árnes- sýslu, leyfi jeg mjer samt, að biðja hvern þann sem kvnni að hitta tjeða hrúta, að leiðbeina þeim og koma til mín, móti sanngjarnri borgun, og vona jeg að hver heiðvirður maður líti á þær ástæður, sem mæla með því, að jeg geti vænzt þess, þar jeg hvorki bafði hevrt neitt um ákvörðun Suðuramtsins hjer að lútandi, og að það ekki var hirðu- leysi, heldur veikindi sem orsökuðu að jeg ekki gat strax handsamað þá eða fundið, 0g framvegis skal jeg gæta þess, að fje mitt ekki sleppi. Uelliskoti, 24. júní 1862. Porsteinn Porsteinsson. — Vegna lasleika míns í vor, prentun alþingistíðind- anna og fleiri orsaka, hef jeg enn þá eigi getað látið prenta kirkjurjett þann, er jeg í vetur var að safna kaup- endum að, en jeg vona samt að hann geti komið út í sumar og að áskrifendurnir hafi biðlund við mig þangað Ul. Reykjavík, dag 16. júní 1862. Jón Pjetursson. Prestaköll. Oveitt: Pingeyrakl.brauð, eptir fornu mati 37 rd. 40 sk.; ekkja í brauðinu, sem nýtur náðarárs. Gufudalur, eptir fornu mati 42 rd. 36 sk.; ekkja í brauðinu, sem nýtur náðarárs. f>essi brauð eru auglýst 25. júnímán. J>ar að auki eru enn uppihangandi og ó- veitt þessi brauð: Breiðavíkurþing, þönglabakki, Prest- hólar og Fljótshlíðarþing. Ábyrgðarmaður: Benidikt Sveinsson. Preutalur í prentsmifcjuuui í Keykjavík 1862. Kiuar púrlbarson- i

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.