Íslendingur - 01.11.1862, Qupperneq 1
ÞRIÐJA ÁR.
1. nóvemb.
O
Yjer höfum áður í »íslendingi«, og optar en einu
sinni, minnzt á komu útlendra ferðamanna hingað til lands
á sumrin, og bent lesendum vorum á þann hagnað, er
þar af gæti leitt, og leiði fyrir land vort; getur sá hagn-
aður, eins og gefur að skilja, verið með mörgu móti.
Hann getur ýmist komið skjótt og gengið mjög í augu;
en hann getur einnig komið smásaman, hœgt og seint,
ekki legið þegar í augum uppi, en orðið þó þjóð vorri,
þegar fram í sœkir, til hinna mestu nota. það er t. a.
m. fljótur hagnaður fyrir einstaka menn, þegar útlending-
ar fá þá til ýmissa starfa, fá þá til fylgdar víðs vegar um
landið, og greiða vel fyrir störf og fylgdir. það er hagur
fyrir einstakar sveitir og sýslur, þegar útlendir kaupmenn
koma hingað og kaupa af mönnum hesta svo hundruðum
skiptir fyrir œrið fje og flytja þá utan. En hitt er og
hagnaður, þó ekki liggi hann svo í augum uppi, eða
verði svo hœglega metinn til álna eður dala, þegar út-
lendir vísindamenn og frœðimenn sœkja oss heim, kvnn-
ast oss og vjer þeim, og flytja hingað ýmsar ágætar
frœðibœkur, er þeir gefa, bæði einstökum mönnum og
bókasöfnum í Reykjavík. þannig er fjöldi bóka kominn
hjer inn í landið, bæði frakkneskar, þjóðverskar og ensk-
ar; eru sumar þeirra beztu rit, og munu verða Iöndum
vorum fyr og síðar til hins mesta fróðleiks og gagns. En
þessir útlendu froeðimenn hafa og, sumir hverjir, kynnt
sjer íslenzkar bœkur og íslenzk frœði, og komið því til
leiðar, að þau verði kunn í útlöndum, þar sem þau áður
voru annaðhvort lítið kunn eða ókunn með öllu. þeir
breiða árlega út bókmenntir vorar í útlöndum, og vekja
þannig athygli annara þjóða á oss íslendingum, og er oss
það hinn mesti sómi. Hvað hefur ekki hinn starfsami og
margfróði prófessor Maurer gjört? Er það ekki honum
að miklu leyti að þakka, að hið mikla og merkilega æfin-
týrasafn Jóns Árnasonar kemst áprent? að líkindum hefði
það dregizt, ef Maurer hefði eigi hingað komið, og ef
hans hefði eigi notið að. Hvað hefur eigi ágætismaður-
inn dr. Dasent gjört, hann, sem hingað kom í fyrra og
í sumar? Hann hefur komið Njálssögu í enskan búning,
og vjer höfum lesið lofsorð það, er ýms ensk tímarit að
maklegleikum kveða yfir þeirri bók. Njálssaga verður nú
mönnum kunnug svo langt, sem lönd eru byggð; því að
ensk tunga gengur um allar heimsálfur. það hefur og
heyrzt, að dr. Dasent sje að snúa Laxdœlasögu á enska
tungu; og þegar sá rekspölur er kominn á, þá eru allar
líkur til, að fleiri af vorum ágætu fornsögum komist smátt
og smátt bæði á enska tungu og aðrar fleiri. Slíkt er
oss til mikils sóma, eins og vjer sögðum áður, en það
getur einnig verið oss til hagnaðar og gagns; því það
kemur oss í kunningsskap við hinar merkustu þjóðir, og
það á að vera oss sjálfum ein hin sterkasta hvöt til, að
snúa huga vorum betur en vjer gjörum að því, sem á-
gætast er og bezt á fósturjörðu vorri. það á að kenna
oss, að meta mikils og kynna oss vel, það sem bezt er
og fegurst í frœðum vorum fornum og nýjum; það á að
minna oss á, að meta Njálu og Eglu og Laxdœlu og Nor-
egskonungasögur, og allar hinar betri sögur vorar miklu
meira, en hinar laklegu »fornaldarsögur«, sem sumar
hverjar eru ómerkilegar og ófagrar bæði að efni og orð-
fœri. það á að minna oss á, að meta hin fornu Eddu-
kvæði, og það, sem bezt er og fegurst í fornum og nýj-
um skáldskap vorum, miklu meira, en rímur vorar, sem
sumar hverjar eru rjettnefndar andlegar ófreskjur og af-
styrmi, og ekki í húsum hafandi, því þær trufla fegurðar-
tilfinninguna og spilla smekknum, og fyr en nokkurn varir,
koma hinir illu ávextir af slíkum óþverralestri fram íorð-
um og gjörðum manna. Yjer tölum þetta einkum til
hinnar ungu, uppvaxandi kynslóðar í landi voru; það er
köllun vor, sem til mennta höfum verið settir, að leiðbeina
einkum hinum yngri mönnum; og þeir eru enn ekki upp
úr því vaxnir, að gefa orðum vorum gaum, og liafa það
hugfast, sem vjer segjum, ef það er satt og miðar þeim
sjálfum til gagns og sóma. Fylgi menn dœmum hinna
glöggskyggnu útlendinga. þeir velja úr bókum vorum og
frœðum, það sem bezt er og einkennilegast, og snúa því
61
IIm þórisdal og frá ferð þeirra sjera Helga Gríms-
sonar og sjera Bjarnar Stefánssonar þangað, árið 1664.
(Framhald). En er af dró þeirri lægð og hærra bar
ú jöklinum, þá var ber svelljökull fannlaus, fulkir með
gjár og sprungur, og lágu flestar þvert fyrir þeim, svo
scm jöklinum hallaði norður, en þeir sóttu þá austur á
sem mest, og þessar gjár voru sumar fullar með vatn, og
flóði svo úr þeim ofan um jökulraufarnar, en sumt hvarf
aptur í fannir þar og þar, en sumstaðar riðu þeir vatnið
á svelli, svo sem á vordag, þá mikil leysing er i byggð-
um. Ei höfðu þeir tölu á gjám þessum, helzt fyrir það,
að þær voru engar, er ei mátti yiir komast, annaðhvort
hátt á jöklinum suður á endanum, eða lægra norður og
ofan' sumar voru ei stœrri en yfir mátti stökkva, eða fyrir
varð sneitt með öllu; og með þessu móti koinust þeir af
svellajöklinum. En það var ráð þeirra, ef nokkur væri
svo löng, að ei mætti fyrir komast á þeirra leið, að þeir
mundu bera í hana snjó, og troða hana svo mjög, að
hann yrði að brú, heldur en þeir hyifi iiá.
62
Nú tók aptur fönn við, og hana riðu þeir lengi; þar
var ás mikill og þungfœrt mjög, því veður var lengi dags
einkar-fagurt, heitt og blítt, og er þeir áttu skammt eitt
þangað, er þeir hugðu jökullinn mundi ei úr því liækka
austur á leið, þá setti gúlp á jökulinn á 2 hendur, fyrir
sunnan og norðan, en loptaði undir þvert austur yfir jök-
ulinn, svo heiðan sá himin rjett fyrir stefnu þeirra, bar
það svo til að jöklarnir eru tveim megin að miklu hærri,
en dœld þessi og lægð í jökulinn vissi þá auslur af. Ei
Ijettu klerkar ferð sinni við þetta, og kváðu það undur-
leysu, þólt þoka legðist á háfjöll. Um það bil heyrðtt
þeir árnið undir foetur sjer, en engin sáu þeir likindi til
vatns, gátu þeir, að á sú mundi falla norður í dallendi á
hájöklinum og þar deilast undir jöklinum, og ýmsa vegu
fram koma, því þeim þótti niðurinn miklu meiri að heyra,
en á sú ein mætti valda, er heim fellur úr jöklinum og
þeir höfðu yfir riðið. Eptir þetta sóttist jökullinn og
komu þeir á bera jörð, en ei gras, það var sljettur mó-
-grýtishryggur, svo sem gilþröm, og þaðan tók jöklinttm
89