Íslendingur - 01.11.1862, Page 8
96
J>ví hálfu er snilldarlega hlaðið flutum steinum, á lengd
þeir lengstu, sem ná út úr lileðslubrúninni, eru 2 álnir 9
þuml., nálægt 1/a al. á hvern veg, lítið meiri á breidd en
á þykkt; felldar smásteinflísar á milli, þar sem ekki hef-
ur fallið alveg saman, og steinflísarnar svo fastskorðaðar
á milli, að þær nást ekki nema með verkfœrum. Einn
klettur í suðurvegg rúmsins er svo mikill, að við hugðum,
að 4-6 menn hefðu nóg með að velta honum þar í skrið-
unni. Norðurhliðin er lítið eitt farin að skekkjast, þar
sem gjört er yfir bœlið. Að utan er sumstaðar vaxin svört
engiskóf og grámosi. Höfðalagið hjeldum við vera í þann
endann, sem að klettinum snýr, og sem ekki er gjört
yflr, og auðsjeð er allt af hefur verið opið. þarerbotninn
vaxinn mosa, smágresi, blóðbjörg, burkna, sóley, maríu-
stakki. Að líkindum hefur sá, sem þar bjó, breitt feld
yfir þennan enda rúmsins. þegar hann settist upp, hefur
hann sjeð til alira, sem um veginn fóru aptur og fram,
hæði til þeirra, sem komið hafa utan af Melrakkasljettu
og Núpasveit, og sjeð út til sjávar út í Buðlungahöfn á norð-
urbóginn. Aptur á suðurbóginn til þeirra, sem hafa átt
leið út eptir og komið framan fjörðinn; þá sjest úr bœl-
inu frá núpnum vestur að Brunná, sem er alfaravegurinn;
enda eru munnmæli, að allir, sem fara urðu þennan veg,
hafl verið farnir að fara upp á núpnum; en þar er þó
enginn mannavegur, heldur afrjettarland Öxfirðinga. þó
að bœlisbúa hefði sótt fjöldi manns, var eigi fœrt að vinna
slíkt afarmenni sem Gretti, nema með skotum; því óðar
en hann var risinn á fœtur, var hann kominn upp í klett-
inn fyrir ofan höfðalagið, og verður þar eigi að sótt nema
á einn veginn, en það er ofan úr skriðunni, og lausagrjót
þar yfirgnæfaniegt, bæði stórt og smátt, núps-megin á
klettinum, til að verjast með, en standberg á þrjá vegu,
og að baki manns margar mannhæðir niður fyrir.
Ef þetta bœli er eptir þann, sem það er kennt við,
þá ætti það að vera 836 ára gamalt; því í Grettissögu
kap. 63 segir: »Grettir lá úti um sumarið á Möðrudals-
heiði, og í ýmsum stöðum; hann var og stundum á Reykja-
heiði.« — og var það árið 1026, að sögn Guðbrandar Vig-
fússonar (safn til sögu ísl. l.b. bls. 479); en í Grettis-
sögu er þessr'hvergi getið, að hann hafi látið fyrirber-
ast í Axarfjarðarnúpi.
Bessastöbum á Alptanesi 15. okt. 1802.
B. Björnson.
75
löndum, bæði í norðurálfu og öðrum heimsálfum; þannig
eru brýr á öllum hinum stœrstu ám í Norðurálfunni t. a.
m. Dóná, Rhín, og fl. En hin lengsta og merkilegasta
brú er sú, sem haustið 1860, 25:ágúst, var fullgjörð yfir
st. Laurenz-fljót í Norður-Ameríku. Fljót þetta kemurfrá
hinum miklu stöðuvötnum norðarlega í álfu þessari og
rennur til austurs út í Atlantshaf; það er ákaflega breitt
og vatnsmikið og stór skip sigla yfir 70 mílur vegar upp
eptir því. Fyrir norðan fijótið er Kanada, sem liggur
undir England, fyrir sunnan það eru Bandafylkin. Hinn
nafnkunni járnbrautasmiður Robert Stephenson kom fyrst-
ur upp með það, að ^etja brú á stórfljót þetta, og var
hyi'jað á brúargjörðinni 1855. Hún liggur yfir fljótið
undan borginni Montreal í Kanada. Brúin er 9250 feta
löng, öll úr járni og stendur á 24 grjótstöplum; þeir eru
lagaðir sem oddmjóir fleygar, og snúa oddarnir móti straum;
járnið í brú þessari vegur 20 millíónir punda; frá vatn-
inuupp að brúnni eru 98 fet; það er sagt, að brúin hafi
kostaðll milíónir ríkisdala, enda er hún hið mesta furðu-
fsJenzk (j’fmtýri á ensltu.
Vjer gátum þess í íslendingi I. nr. 3, bls. 20, að
prófastur sjera Ólafur I’álsson hefði snúið á enska tungu
nokkrum íslenzkum æfintýrum og smásögum, sem síðau
hafa verið gefnar út á prenti í Skotlandi. Nú höfum
vjer sjeð þeirra getið, bæði í tímaritinu „the reformed
Presbyterian Magazine«, útkomnu í Edinaborg i ág. máu.
1862, og í dagblaðinu »íáe Manchester Examinem 2. sept.
1862, og hafa sögur þessar fengið þar mikið lof á sig.
Anglýsing'.
Eins og jeg hef auglýst að undanförnu, gefst hjer
með öllum til vitundar, sem kynnu að vilja kaupa fisk
þann, sem væntanlega tilfellur Kaldaðarnesspítala í Rang-
árvalla, Árness, Gullbringu og Kjósar og Borgarfjarðar-
sýslum samt Reyjavíkurbœ á næstkomandi vetrarvertíð
1863, að lysthafendur geta sent mjer skrifleg tilboð sín
um kaup á nefndum fiski í fyrgreindum sýslum, þannig
að þau sjeu til mín komin fyrir kl. 6 e. m. þann 31.
desember þ. á. En þau boð, sem siðar koma, verða
ekki tekin til greina. Um leið eru það tilmæli min, að
kaupendur vilji þegar í fyrstu til taka hið hæsta verð í
dalatali, er þeir vilji gefa fyrir livert skippund hart affisk-
inum, sem álitið er að samgildi 4 skippundum af honum
blautum, eptir fornri venju.
Skrifstofu Biskupsins yflr Isiandi, 25. oktáber 1862.
II. G. Thordersen.
Prestaköll.
Veitt: 9. f. m. liafnseyri, sjera Jóni Asgeirssyni
á Álptamýri. — S. d. Þóroddsstaður i Ivöldukinn, sjera
Þorsteini Jómsyni (frá Reykjahlíð), uppgjafarpresti frá
Vogsósum í Selvogi. — 31. f. m. Þykkabcejarklaustur,
sjera Jóni Sigurðssyni frá Kálfafelli á Síðu. — S. d.
Breiðuvíhurþing, sjera Guðmundi Guðmundssyni til Stað-
arhrauns.
Óveitt: 10. f. m. Alptamýri við Arnarfjörð’ í ísa-
fjarðarsýslu. — 31. f. m. Iváifafell á Síðu. — S. d. Stað-
arhraun.
Ábyrgðarmaður: Benidikt Svoinsson.
Prentafcur í prentsmibjnnni í Beykjavík 1862. Einar pórbarson.
76
verk, og erfiðleikinn var ógnarlegur að koma henni á,
bæði sökum þess, að botninn er ekki góður, ýmist sandur,
eða laust stórgrýti, og þar á ofan er íljótið geysi-vatns-
mikið, straumhart, og jakaferðin í leysingum ekkert smá-
ræði; og svo er sagt, að öllu samantöldu hafi fljótið brot-
ið hvern stöpul þrisvar, áður en brúin varð fullgjörð. Allt
fyrir þetla tókst mönnum að sigrastú stœrð og afli íljóts-
ins, og brúin stendur nú eins og tignarlegur minnisvarði
um hug og dug Engla og Ameríkumanna.
Englendingur einn ljet fyrir skömmu auglýsa á prenti,
að hann hjeti hverjum þeim œrnu fje, sem gæti gjört sig
einsýnan, en þó með litlum sársauka. Urðu þámargirtil
meðal lækna að vitja hans og hugðu að vinna til fjárins,
en ferðin varð ekki til fjár, því þeir komust brátt að því,
að maðurinn var blindur á báðum augum.