Íslendingur - 20.02.1863, Qupperneq 2

Íslendingur - 20.02.1863, Qupperneq 2
146 skal í, eru fullgjör þá eru þau mörkuð með snærisvað þvert og endilangt, og eiga raðirnar að liggja skáhallt yfir beðið, því að þá verður rýmra í beðinu fyrir plönturnar. Síðan eru plönturnar stungnar upp úr stíunni þannig, að moldarhnaus fylgi hverri þeirra, og lagðar í skál og fluttar með varúð þangað, sem þær eiga að setjast niður. Holurnar fyrir plönlurnar gjöra menn með hendinni, og skulu þær vera svo djúpar, að rótin geti staðið þráð- bein, svo er moldinni vandlega þríst utan að henni, og vatni hellt yfir plöntuna svo miklu, að hún vel rótvökni; helzt skyldu menn sæta því lagi, að planta þegar út lítur fyrir regn; en ef ekki má fresta plöntuninni skal gjöra það á kvöldin eptir miðjan aptan. Arfi skal helzt nemast burt undir regn, en að öðrum kosti er nauðsynlegt að vökva á eptir, því að við arfa- námið losnar jarðvegurinn svo, að jurtunum getur orðið hætta búin í langvinnum þurrkum. Ur káli og kartöplum má að mestu leyti uppræta arfann með hreykijárni1 *, og er það mikið hægra og fljótlegra en að gjöra það með fingrunum eingöngu. það er eitt af því sem heyrir til reglulegri garðyrkju, að hafa »sáðskipti«, það er að segja, yrkja á víxl jurta- tegundirnar, en rækta ekki ár eptir ár sömu jurt á sama bletti. |>að þola ekki sumar jurtir mjög feitan jarðveg, og þess vegna eru þær ræktaðar á þeim bletti, sem taddur hefur verið árið fyrir, og þá ræktaður með hinum gráð- ugari jurtategundum, er þurfa feitan jarðveg til að þrosk- ast í. Af þessari ástæðu, ætti að skipta görðunum sund- ur í 2 reiti jafnstóra, helzt með garðlagi, því það hagar þá undir eins til skýlis; og skal svo beraá garðhelming- ana til skiptis, eins og áður er á vikið. Snemmgróið hvítkál (Spidskaal) er sú káltegund er efnaðir bændur ættu að yrkja dálítið af; því það er með liinum bragðbeztu káltegundum, og sprettur hjer í öllum árum með góðri hirðingu. því er sáð i vermibeð fyrri part maimánaðar, og plantað út um fardagaleyti með 3/4 al. millibili á hvern veg í þann part gárðsins er nýtaddur er; þegar kálblöðin eru orðin 6 þ. há, þá á að sópamold- inni vandlega upp með þeim á alla vegu, og er það fljót- legast með hreykijárni, og skal vandlega nema allan arfa burt um leið; þetta ítrekar maður seinna ef þörf gjörist, •g geti maður komið því við að vökva káiið um leið með haugvatni, eða kúamykju, sem hrærð er sundur í vatni, flýtir það mjög fyrir þroska hvítkálsins. — Eptir höfuðdag má fara að blaða það, og á það mjög vel við allan mjólk- urmat (þó er það lika opt haft í kjötsúpur) og er því vafa- laust bezt fallið til að blanda með skyri af ölium kál- tegundum. f>að verður að taka það upp úr garðinum áð- ur en fer að frjósa til muna, en að vetrinum til verð- ur það ekki geymt nema soðið og fergt niður í íláti. — Áf snemmgrónu hvítkáli eru til margar kyngreinir, og er hið svo nefnda sykurkál og Jórvíkurkál talið með beztu tegundum þess. Blákálib (Savoikaal) er einnig þess vert, að það sje yrkt, því það spretlur lijer, og er rnjög bragðgott; það á að öllu leyti að sæta sömu meðferð sem kálið, og má hæði hafa það í mjólkurgrauta, og í kjötsúpur. Grœnkálið (Grönkaal) hefur þann kost fram yfir aðr- ar káltegundir, að það þolir frost, og það verður einmitt hragðbetra, þegar það hefur frosið; en þó þolir það ekki að standa úti j garðinum lengur en fram að miðjum vetri, því vetrarhlákur, er koma uppúr hörðum frostum 1) pat) er Jiríliyrnd jírnp'ata, hjer nin bil 9 jþuinl. á hvern vcg, og niec) beittum eggjum; úr iniejn einnar brúiiarinuar gengur táugi beygií- ur í rjett horn vfib jarnplötunni, sein er rekinn upp í skapt, sem þarf aíi vera svo lángt, a'b ms?)ur geti sta%it) upprjettur rií) paí). spilla því mest; enn sje það tekið upp á haustin og sett saman með rótinni niður í hjall, eða sje rept yfir það í húsasundi, og þakið með torfi, má geyma það allan vetr- inn, einnig má geyma það fram á sumar með því að sjóða það niður í ílát og fergja síðan, það á einkum vel við kjötsúpur; en þó má hafa það í grauta úr mjólk, eða mjólkurblandi. Grænkálsfræinu er sáð í vanalega stíu í miðjum maí- mánuði og plantað út rjett fyrir jónsmessu í þann reit- inn, sem nýtaddur er, með 3/4 al millibili. Af grænkál- inu er hið lága krúsaða grænkál hið bezta. Brúnkálið (Brunkaal) sprettur hjer, og er alveg eins farið með það og grænkálið, og eins matreitt. Kálrabbi (Iíaalrabi) skiptizt í yfirjarðar og undirjarðar. Yfirjarðarkálrabbi er mikið bragðbetri, og á mikið betur við mjólk heldur en undirjarðarkálrabbinn eða kálrófan; því þegar hann er soðinn í gufu, eða söltu vatni, og vatn- inu helt af, og rófurnar stappaðar í sundur og helt mjólk á þær, og síðan soðnar, og festar með smágjörfu mjöli, eru þær hið mesta sælgæti. Blöðin má einnig sjóðanið- ur til vetrargeymslu. Undirjarðarkálrabinn, sem einnig er kallaður kálrófa eða gulrófa, og sem allur almenningur þekkir, gefur stærri ávöxt enn yfirjarðar kálrabbinn, og þolir einnig meirikulda, því hann er óskemmdur eptir 5 gráða frost; því hafaís- lendingar tekið við hann ástfústri, því bændur hafa um langan aldur yrkt kálrófuna næstum eingöngu, enda áhún það skilið, að henni sje sómi sýndur; því blöðin getur maður líka soðið niður tíl veturgeymslu til skyrdrýginda, eða þá saltað þau niður í ílát, og brúkað í kjötsúpur eins og grænkál; jafnvel þó þau komist ekki í samjöfnuð við yfirjarðarkálið nl. hvítkál og grænkál, hverki að bragðgæð- um, eða tii næringar. Kálrabbafræinu er sáð í vanalega stíu í miðjum maí, og plantað laust fyrir jónsmessuna með 3/4 al. millibili á hvern veg í þann reitinn er borið var á og haldið hreinum fyrir illgresi um gróðrartimann1. í það má einnig sá til kálfrófunnar, en þó hygg jeg viss- ast að sá henni fyrst í stíu einkum þegar illa vorar. Iválrabbinn er tekinn upp úr garðinum áður en fer að frjósa til muua, eða hjerumbil í lok septembermánaðar; en meðan þýður ganga ætti ekki að taka hann upp, alt fram í miðjan október. Kálrabbarófurnar ætti helzt að takast upp í þurru veðri og blöðin þá skorin af þeim, en þó ekki mjög nærri rófunni; en enga anga skal af þeim skera, því þeim er þá miklu hættara við að sýkjast um vetrartímann; bezt geymast þær í kjöllurum, eða í skemm- um, en svo verður að búa um þær, að þær frjósi ekki til muna; er því varlegast, sjeu þær geymdar í úthýsi, að hafa þuran sand, eða móösku á milli þeirra, og þekja þær með þurru torfi, og má þannig geyma þær langt fram á sumar; eða jafnvel árið um kring. Af hverutveggju kál- rabbanum eru til margar kyngreinir. Af yfirjarðarkál- rabbacru þessar tegundir beztar; hinn snemingróni enski, og Wínar kálrabbi; en af kálrofunni er hin gula og hvíta einkum höfð til manneldis, og er sú gula álilin betri. Jcg get nú ekki búizt við öðru, en bændum þyki jcg vera æði óspar á garðruminn, þegar jeg ræð þeim til að hafa ®/4 parta alinnar á mili kátplantnanna á hvern veg, því margir hafa ekki nema % partalinnar á milli þeirra; en jeg ætla einungis að spyrja þá hina sömu; hversvegna þeir í beztu árum einungis uppskeri kálrabbablöð, sem mjög lítil næring er í, í staðinn fyrir rófur, sem í góð- um árum verða hjer á suðurlandi frá 3 — 5 marka að vigt, en sem verða, þegar þær eru svona þjettar í beð- 1) f>at) er athngavert vib yflrjaríiarkálrabbanD, an hann uiá í blatiast um grótJrartímann pví pá trjenast hann.

x

Íslendingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.