Íslendingur - 20.02.1863, Blaðsíða 3

Íslendingur - 20.02.1863, Blaðsíða 3
nu, svo smáar og trjenaðar, að þær líkjast fremur rót undan hvítkáli eða grænkáli enn kálrófum, og verða opt og tíðum fyrir þá sök óhafandi til manneldis? Nœpur (Roer) eru margskonar og eru þessar helzt yrktar í görðum : 1, hin alþekkta hvíta snúðmyndaða maí- rófa, 2. hin gula holienzka maírófa, 3. hin rauða vestur- álfurófa, 4. hin langa hvíta haustrófa, og 5. hin almenna bótvelska rófa. Ilinar 3 fyrstnefndu kyngreinir eru snemm- grónar en geymast ekki óskemmdar nema framan af vetri, þær eru því brúkaðar seinni part sumars, og á haustin. J>essar rófur eiga bezt við nýmjólkurmat, og sjeu þær matreiddar eins og yflrjarðar kálrabbí, verða þær bragð- góðar og saðsamar. Einnig má hafa þær í blóðmör sjeu þær soðnar, stappaðar, og síðan hrærðar saman við blóðið. Hinar tvær síðarnefndu rófutegundir eiga helzt við kjöt- mat; og af því þær eru síðgrónar, eru þær hafðar til vetrarforða. Ilinum snemmgrónu rófum sáir maður hjer um bil í miðjum maí, eða svo fljótt að klakalaust er, með 6 þuml. millibili; það má fara að brúka þær í lok júlí- mánaðar. Aptur sá menn þeim um fardagaleyti, til að hafa nýar rófur allan seinni part sumars. Haustrófunni, og þeirri bótvelsku sá menn aflíðandi fardögum með 9 þuml. millibili, og teknar upp seinni part septembers, og geymdar eins og kálrabbarófur. Blöðin af öllum næpna- tegundum eru gott kúafóður ásamt með öðru fóðri. |>ær eiga að ræktast í þeim helming garðsins, sem ekki var borið á, eða í sama reitinn og kartöpíurnar. Eeddikur (Ræddiker) eiga það skilið, að menn yrktu ögn af þeim, því þær eru álitnarmjög hollar, og eru svo viljugar á að spretta, að furðu gegnir, þar sem þó þeirra eiginlega föðurland er Kína; það eru til af þeim 2höfuð- tegundir nl. sumar og vetrar reddikur. Menn sá sumar- reddikunum frá miðjum maímánuði með hálfsmánaðar millibili fram undir Jónsmessu, svo menn geti haft þær ferskar úr garðinum, frá því í júlímánuði, og þaðan af allt sumarið, með 4 þuml. millibili. Yetrar reddikunum er sáð laust fyrir Jónsmessu með 6 þuinlunga millibili. Reddikurnar eru skornar í sneiðar, sáð á þær salti einum tíma áður þær eru borðaðar, og etnar svo hráar ofan á smurðu brauði; þær eiga að ræktast í sama reitnum og næpurnar. Gulrótin (Gulerödder) er ein af jurtum þeim, erefna- menn ættu að rækta sjer til sælgætis; fyrir þær má ekki pæla grynnra en 15 þumlunga; þeim er sáð í miðjum maí, með 4—5 þumlunga miilibili. þær eru teknar upp í lok septembermánaðar; blöðin eru skorin af þeim og gefin kúm; en rótin er geymd eins og kálrófur. Hin stóra Altringham-gulrót, er ein af hinum beztu tegund- um hennar. J>ær skulu ræktast í sama reitnum og næp- urnar. Steinseljurólin eða Pjeturselja (Petersillerod) errækt- uð á sama hátt og gulrótin, nema hvað blöðin eru látin fylgja rótinni á haustin, þvi þau eru höfð í súpu eins og rótin, og líka er tilbúin úr þeim ídýfa, til að hafa með fiski. f>að eykur mjög vöxt þeirra að sá sóti í rákirnar ásamt með fræinu, eða þá að sá sóti yfir beð þegar nýbúið er að rífa arfan úr þeim, og útlit er fyrir vætu. Piparrótin (Peberrod) er ein af jurtuin þeim, er vex bjer í öllum árum, og af því hún er höfð í ídýfur, sem eiga vel við soðfiski, þá má álíta hana nauðsynlega fyrir hvert heimili; oglíka er hún höfð til dýralækninga. Henni er plantað í míðjum maí í tvær raðir y4 al frá beðbrún- unum með 3/4 al millibili, rótunum er plantað skáhalt þannig: að neðri endi rótarinnar liggi 4 þumlunga djúpt undir yfirborði beðsins, enn efri endi rótarinnar eins þumlungs djúpt. Áður enn þeim er plantað, sker mað- ur allar hlíðarrætur afþeim, og nuddar þær með ullarlepp, er það gjört til þess, svo blaðarætur vaxi því síður út úr þeim. I júnímánuði sópar maður moldunni ’/3 af lengd rótarinnar, og nuddar þær nú aptur með ullarleppnum, til að eyðileggja allar hliðarrætur, er kunna að vera farnar að vaxa. Seinast í september grefur maður ræturnar upp, sker mjóu ræturnar af, sem hafa vaxið út úr neðri enda höfuðrótarinnar; og þær, sem eru að gildleika við fjöðurstaf og hafa ‘/a álnar lengd og þar yfir, eru geymd- ar til útplöntunar til næsta vors; þær eru geymdar í þur- um sandi innan húss. Aðalrótin er geymd á sama hátt, og er hún höfð til heimilisþarfa. Piparrótin er ræktuð í sama reitnum og káltegundirnar þar sem hann er vel feitur og heldur raklendur, þó má ekki grunnvatnið stíga ofar enn alin frá yfirborði beðsins. Iíýr jeta blöðin af pipar-rótinni. J. B. (Aðsent). |>egar jeg Ias greinina í íslendingi um daginn : »hver endir á að verða á fjárkláðanum« ? verð jeg að segja, að mjer þótti vænt um að sjá það svart á hvítu og með svo Ijósum rökum, sem þar er sýnt, að alþingi vort seinast hefði þó sjeð ráð til þess á endanum að sameina niður- skurðar- og lækninga-menn, svo báðum sæmdi, og landi voru gegndi vel. Jeg varð því feginn, að sjá í íslendingi órækan vott þess, að útgefendur hans jafn margir og jafn menntaðir menn vildu af alefli styðja þetta atkvæði þings- ins. Já jeg þóttist nú alveg sannfærður um, að enginn Islendingur upp frá þessum degi mundjf telja lífið í kláða- maurinn á Islandi, úr því hinn háttvirti landlæknír vor vildi liann nú bráðfeigan, og að hann yrði af dögum ráðinn með öllu því móti, ervjer íslendingar höfum föng á, enda mundi hin alþekkta menntun og mannúð hans eigi hafa skynið í daprara ljósi meðal vor íslendinga, þó hann hefði nokkru fyr gjört glöggvan mun á maur og manneskjum. En því verr og miður dróg ekki alllítið úr þessari kjæti minni, er jeg las í þjóðólfi brjefið frá landlækninum og skólakennara Haldóri Friðrikssyni til ábyrgðarmanns ís- lendings, þar sem þeir lýsa því yfir, að þeim hafi gramizt sÆmjögvið grein þessaí íslendingi, aðþeiryrðu að segja sig úr fjelagi við hina aðra útgefendur blaðsins, því af þessu þóttist jeg mega ráða með fullkominni vissu, að þessir háttvirtu herrar enn sem fyrri vildu vera andvígir í kláðamálinu, jafnvel þó jeg eigi sæi jafnglöggt, hvort þeir ætli sjer nú enn á ný að framfylgja sinni »hirð- nesku» skoðun, annaðhvort í blaðinu þjóðólfi, ellegar þá í einhverju nýju blaði. |>að skyldi þó aldrei vera, að þessi spánýja uppástunga, sem gjörð var á liinum síðasta fundi suðuramtsins IIús- og Bústjórnarfjelags 28. dag f. m. um fjársýningar og mánaðarblað, eigi að verða töfrastafur sá, er vekji upp »Hirðir« sáluga? Sá draugur mundi ærið óvinsæll á Islandi, og hamingjulítill bitvargur í fje bænda! Yirði menn mjer til vorkunar, að þegar mjer bregð- ast góðar vonir um mikla menn, hættir mjer, ef til vill, um of til þess, að gruna þá um gæzku. f>að er nú og að vísu enn ein ástæða, sem hugsandi væri, að þessum herrum hefði þótt svo mikið af við þessa grein í fslendingi. Jeg get ekki neitað því, að því hefur verið fleygt af mörgum, að sumum af þeim háu herrum í Reykjavík þykji greinin heldur en ekki skorinorð um stjórnina, hvað kláðamálið snertir, jafnvel þó menn hafi heyrt þá sjálfa leggja fullt eins þunga dóma á gjörð- ir hennar á stundum, og það í þeim málum, sem minna varða velferð landsins, enda virðist það vorkun bæðifyrir

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.