Íslendingur - 20.02.1863, Blaðsíða 8

Íslendingur - 20.02.1863, Blaðsíða 8
152 Mánudag 26. jan. 1863. (Jón Guðmundsson skipaður sóknari gegn Jónathan Sigurðssyni ur Dalasýsiu). Með Dalasýslu aukahjeraðsrjettar dómi, kveðnum upp 13 jan. f. á. er hinn ákærði Jónathan Sigurðsson fyrir ýmsan þjófnað dæmdur í betrunarhús í 3 ár, til að endur- gjalda constitueruðum amtmnnni Boga Thorarensen 1 rd. bónda Lopti Jónssyni 24 sk. og ekkjunni Margrjetu Sveins- dóttur 60 sk. og sömuleiðis til að greiða allan af máís- sókninni leiðandi kostnað, og þar á meðal í málsfærslu- laun fyrrum hreppstjóra Jóni Oddssyni 1 rd. en dómi þess- um hefur hlutaðeigandi amtmaður skotið til landsyfir- rjettarins. |>að er nú að vísu með egin játningu hins ákærða, sem kominn er yfir lögaldur í sakamáluin og eigi áður hefur verið ákærður nje dæmdur fyrir lagabrot, og öðr- um framkomnum upplýsingum nægilega sannað, að hann þrásinnis hafi gjört sig sekan í heimildarlausri töku á ýmsum munum, sem mestmegnis hafa verið matvæli og ætir hlutir, og það stundum úr lokuðum húsum og ílát- um. En þegar meta skal saknæmi hins ákjærða fyrir þessi afbrot sín, sem í sjálfu sjer bera á sjer öll þjófn- aðar einkenni, ber þess að geta, að sú spurning er kom- in fram undir málinu, hvort hinn ákærði muni hafa verið gjörða sinna ráðandi (tilregnelig). Ilefur nú hjeraðslækn- irinn, sem tvívegis hefur verið kvaddur til þess að gefa álit sitt um þetta atriði, að visu komizt tíl þeirrar niður- stöðu að svo væri. En þar sem landlækniriun, sem þessi álit hjeraðslæknisins hafa verið borin undir, afdráttarlaust hefur lýst því yfir, að það, eptir hinum framkomnu upp- lýsingum, sje með öllu vafasamt, hvort hinn ákærði, er líði af Entozoider, sje gjörða sinna ráðandi, þá treystist xjetturinn ekki til, eptir þessari skoðun landlæknisins, að kveða upp áfellisdóm yfir hinum ákærða, er því hlýtur að dæmast sýkn fyrir sóknarans ákærum í málinu, eins og líka kostnaður málsins ber að greiðast úr opinberum sjóði, og þar á meðal til sóknara og svaramanns hjer við rjett- iun 5 rd. til hvors tim sig, og hin ídæmdu málsfærslu- laun í hjeraði. Hvað skaðabæturnar snertirber undirrjett- arins dóm að staðfesta, þó þannig að iðgjöld til setts amt- manns Boga Thorarensens eptir ósk hans, hjer við rjettinn falli burtu. Meðferð og rekstur málsins í hjeraði hefur verið víta- laus, og sókn og vörn þess hjer við rjettinn lögmæt. Pví dœmist rjelt að vera: Iíinn ákœrði Jónathan Sigurðsson á fyrir sóknarans ákærum í þessu máli sýkn að vera. AUur af málinu löglega leíðandi kolstnaður, og þar á meðal til sóknara hjer við rjettinn málaflutningsmanns Jóns Guðmunds- sonar og svaramanns organista P. Guðjóhnsens 5 rd. til hvers um sig, greiðist úr opinberum sjóði. Um slcaða- hœtur Lopts Jónssonar og Margrjetar Sveinsdóttur á undirrjettarim dómur óraslcaður að standa. Hið ídæmda að greiða innan 8 vikna frá lögbirt- ingu dóms þessa undir aðför að lögum. Vatnsflóðið i Iteylcjavík 14. febr. 1863. Og sjá, himna raufirnar opnuðust, og þar kom hláka mikil. Og snjórinn varð á svipstundu að vatni. Og vötnin leituðu til sjáfar. En vötnin höfðu ekki framrás. Og það skeði svo, að þau söfnuðust öll saman í borginni, og þurr- lendið hvarf, og þar varð sjór mikill. Og vindurinn bljes á vatnið; og þar risu stórar öldur og æstust móti bú- slöðum manuanna. Og öll borgin skalf af ótta. Og borgar- h'ðurinn kallaði hátt og sagði: vjev forgöngum! En andi bæarstjórnarinnar sveifyfirvötnunum. Og andinn talaðibg sagði: vjer viljum láta gjöra mikinn fjölda skinnsokka, að mannanna synir geti vaðið til lands, svo að öllu fólki verði borgið. En þar var skinnekla mildl í því landi, og hjarðir sauðanna voru kaunum slegnar. Og bæarstjórnin talaði, og svo skeði það ekki, og bún bauð ogsvo stóð það þar ekki. Og bæarstjórnin leit allt hvað bún hafði ekki gjört, og sá það var harla gott. Og hún gekk aptur inn í sitt hús og hvíldist. — x — — Tíðarfar, skepnuhöld, aflabrögð. Yeð- uráttin er að vísu hvorki köld eða frostasöm, en þó er hún mjög óviðfeldin og óhagstæð, því að aldrei linnir umhleypingum og hretviðrum, sem hljóta að spilla öllum útigangspeningi. Frjezt hefur og, að útigangshross sje farin að hrökkva upp af hjer og hvar. Snemma á þorra barst bingað fregn um ftiegnt vetrarríki úr Strandasýslu, svo að jarðlaust liefði verið þar sumstaðar fyrir hesta síðan um veturnætur. Góð tíð sögð úr Norðurlandi ali- an fyrri part vetrar fram yfir nýár. Aílalaust á öllum Inn-nesjum hjer syðra, enda gefur aldrei á sjóinn; en suður í Garði fiskast þegar róa gefur, og þaðan er sagð- ur hákarlsafli góður, ef mönnum gæfi að stunda hann. þriðjudaginn 17. þ. m. hefur að h'kindum verið róið í Höfnum, en fregn er ekki enn af því komin, hvort fisk- ast hefur þar þann dag; áður var þar fiskilaust. — J>. 18. þ. m. var konungseignin Lundey (hún er á Kollafirði milli Kjalarness og Yiðeyar) hoðin á uppboös- þingi til leigu um 5 ára tíma, og bauð Sigurður Ingjalds- son bóndi í Hrólfskála á Seltjarnarnesi, hið hæsta boð, eður 74 rd. í árlegt eptirgjald. ------------ h Anglýsiiis Skiptafundur í dánarbúi kaupmanns sál. Th. Johnsens hjer úr bænum, verður að forfallalausu lialdinn á skrif- stofu bæjarfógeta í Reykjavík fimtudaginn þann 12. marz þ. á. kl. 4. e. m., og verður þar meðíij annars tekin á- lyktun um, hvað gjöra skuli við þær útistandandi skuldir dánarbúsins, sem enn eru ógreiddar. Skrifstofu bæjarfógeta í Ueykjavík, 12. febr. 18l>3. A. Thorsteinson. Með brjefi dags. 3. jan. þ. á, hefur herra prófaslur og dómkirkjuprestur Ó. Pálsson sent oss 7 rd. 37 skk., sem eru gjafir til Biflíufjelagsins; nl. frá Brautarholts og Saurbæjar sóknum ð rd. 9 skk., frá Mosfellssókn 28 sk., frá presti sira J. Guttormssyni í Móum 2 rd.; samtals 7 rd. 37. skk., Fyrir þessar gjafir vottum vjer hjer með gef- endunum innilega þökk. II. G. Thordersen. P. Pjetursson. Jón Fjetursson. Prestalcöll. Yeitt: 7. jan. Kálfafell á Síðu, sira Páli Pálssyni í Meðaliandsþingum. 7. febrúar Álptamýri í Yesturísa- fjarðarsýslu, sira Arngrími Bjarnasyni á Stað í Súganda- firði. Óveitt: |>önglabakki, Fljótshlíðarþing, Staðarhraun, Meðallandsþing, og Staður í Súgandafirði. / Ábyrgðarmaður: Benidikt Svcinsson. Pr«utatiur í prentstniííjtmiii í Reykjavík 1863, Eiriar pórtarscia.

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.