Íslendingur - 12.03.1863, Blaðsíða 6
166
Rd. Jt /3
Fluttir 7575 » 7
4. Eign í pressum, letri og ýmsnm öðrum áhöldnm, farfa, tjöru og 45 rd. í múrsteini
og kalki, og 40 rd. í handriti ....................................................... 3138 2 1
5. Bækur, með þeirru söíuverði, fyrir......................................... 4659 4 12
6. í pnppír 16 ballar, 8 rís, 10 bækur, 12 arkir, fyrir.................................. 657 3 7
7. Ógoldin skuld til leturgjörðarmanns Fr. Brede í Kaupmannahöfn.....................
8. Innistandandi hjá Drewsen & Sönner í Kaupmannahöfn................................
9. í peningum hjá forstöðumanninum . . . ).................................
34
15
711
Samtals
var þetta arkatal:
Rd.
6947 »
16791 0
23738 »
1 11 1K7Q1 n g
8
2 arkir endir á
arkir af 2. árg. Hirðis byrjun; 13arkir Passíu-
En þar ekki var búið að fullprenta Sálmabók-
Athugagr. Af bókum þeim, sem prentaðar voru fvrir prentsmiðjuna á þessu ári,
Hallgrírnskveri II. útgáfu; 8 arkir af Hirðir 1. árg. endir; 3
sálmenna, 29. útg.; 21 ark af Sálmabókinni 12. útg. byrjun.
ina og 2. árg. Hirðis, þá var upplagið ekki af þessum bókum reiknað til peninga í eptirstöðvunum í þessum
reikningi. Á reikninginum sjest, að til hins nvja viðbætis og pakkhússins og smáviðgjörða á hinu eldra húsi,
hafa gengið 1009 rd. 2 mörk 12 sk., þar af er óbrúkað efni, mest í múrsteini fyrir 45 rd., selt fyrir 13 rd.
2 mörk 10 sk., og tjara til hinna eldri húsa 8 rd. 1 mark 8 sk., það sem því hefur gengið til viðgjörðar-
innar að dalatali er 942 rd. 4 mörk 10 sk.
Skrifstofu prentsmiðjunnar í Reykjavík, 31. desember 1858.
Einar J>órðarson.
Fá orð nm forng-ripasafnlð.
Vjer viljum leyfa oss, að vekja sjerlegt athygli landa
vorra fjær og nær á ritgjörð hr. kandidats Flelga Sigurðs-
sonar um ísienzkar fornmenjar og forngripasafn, er lesa
má í næst undangengnu No. íslendings. Hann hefur þar
hafizt máls á því efni, sem öllum íslendingum ætti að
vera annt um, og sem þeir ættu að styðja í orðiogverki;
hann hefur sýnt, að honum er alvara með þetta mál, þar
sem hann hefur gefið þá fornmenjagripi er hann átti, til
þess að grundvaila þesskonar safn. Vjer höfum heyrt, að
liann hafl þegarsnúið sjer til stiptsyfirvaldanna þessu máli
viðvíkjandi, og að þau hafl brugðizt vel viö og vottað
honum þakkir fyrir þá föðurlandsást, er hann þannig hafi
látið í Ijósi. En hjer við má ekki lenda. Oss virðjst
nauðsynlegt að stiptsyfirvöldin beitist nú fyrir málið, úr
því Helgi hefur beint því að þeim, og að þau gefi út ein-
hverja auglýsingu um eitthvert fyrirkomulag á því, ellegar
þá, ef þau þykjast ekki hafa köllun til þess, að þá taki
sig saman fáeinir menn i nefnd hjer í Reykjavík til að
stýra málinu og láta eitthvað úr því verða annað en ein-
tómt orðasafn og blaðamál. Slíkt mundu aðrar þjóðir
gjöra, og við því munu menn búast f öðrum löndum, að
einhver verði framkvæmdin, þegar þeir frjetta að byrjað
sje af einum manni svo drengilega, sem hann er þegar
búinn að sýna. J>að væri annars mjög merkilegt, ef' ís-
lendingar gæfi ekki gaum, og hann fullan og fastari, að
þessu þarfa og fagra fyrirtæki, að safna saman og geyma
á einum stað sem flestar fornmenjar sínar, og það í land-
inu sjálfu. I>ví að reynslan sýnir þó, að íslendingum hefur
ekki verið, og er enn þá ekki, svo fast í hendi með fje
og forngripi, þegar mælzt er til þess hvorstveggja frá út-
löndum. það hefur stundum lilið svo út eins og Islend-
ingar ættu ekkert föðurland, eða að minnsta kosti ætti
allstaðar annarstaðar heima, en á íslandi. Nú er mál tii
komið, að koma heim aptur, lina lítið' eitt á aiheimsást-
inni, en herða hjá sjer föðuriandsástina og ’láta hana
sjást í bróðurlegum samtökum til þarfiegra fyrirtækja ís-
landi til gagns og þjóðinni til sóma. — X. —
(Aðsenf).
J>egar jeg fór að lesa »J>jóðólf» 26. dag febrúar m.
þ. á. og sá hina fögru fyrirsögn. »J>rjár hugvekjur um
betriverkun og notkun sjáfarafla og sjófangs», sem vekur
svo miklar vonir hjá lesandanum, bjóst jeg sízt við af
öllu, að hitta þar aðrar cins klausur eins og klausuna
um fiskiverzlun herra C. F. Siemsens á Spáni, sem alls
eigi snertir þetta mál, en sem herra Svb. Ólafsen hefur
svo meistaralega tekist að skreyta svo fögrum litum, að
hugur lesandans ósjálfrátt leiðist til þess, að fara að hugsa
um aldingarðinu Eden. J>að má rita, segja, prenta og
lesa margt, en það verður lesandanum ógeðfellt, þegar
það sem ritað er, er borið lofi og smjaðri sem ails eng-
inn fótur er fyrir, því að það er öllum einsætt, að hver
sá kaupmaður, sem sendir íisk til Spánar og tekur til
þess að eins þann fiskinn, sem talinn verður góð verzlunar-
vara, gjörir það bæði sjer og kaupandanum í hag, svo að
varan verði útgengilegri á Spáni; en þetta er engin ný-
ung sern herra Siemsen hafi byrjað á; því að stórkaup-
maður P. C. Iínudtzon sendi mörgum árum áður en herra
Siemsen hóf verzlun á íslandi, valinn fisk til Spánar, með
því það er það land, þar sem fiskur er mest hafður til
matar, og þar sem hægast er að selja hann í stórkaupum;
eins og hann líka hefur í mörg ár keypt og flutt til út-
landa hrogn og sundmaga, en sú verzlun var áður ókunn
hjer á landi, og get jeg því eigi skilið í, að herra C. F.
Siemsen, sem fylgt hefur straumnum ei.ns og aðrir, og
eins og eðlilegt er, selur fisk sinn þar sem bezt gengur,
eigi, öðrum kaupmönnum fremtir, hinn órnetanlega heiður
og þakkir skildar af íbúum Suðurlands, fyrir þetta, því að
herra Svb. Olafsen nnin þó ekki ætla sjer að segja það
! neinum, að það sje herra Siemsen að þakka, að fiskurinn
er um þessi árin í svo háu verði; þar það einungis er
undir því komið, hvernig fiskiaflinn heppnast í Norvegi og
Newfoundlandi, og þartil hefuröll matvara með ári hvcrju
hækkað í verði yfir alla norðurálfu, svo eptir þessu er
ekki meira en sjálfsagt að fiskurinn bæði geti hækkað og
lækkað í verði án þess að einveldi sjerstaks manns ráði
við slíkt; jeg get til dæmis hjer upp á sagt og sannað,
að frá ári 1825 til 1830 kostaði í Ilanmörku 1 pund af
smjöri 12—16 sk. en nú kostar það 40—48 sk.; þá kost-
j aði 1 pund af kjöti 3—5 sk. en nú 12—16 sk.; 1 pund
af fleski 5—6 sk. en nú 20—22 sk. og þetta leiöir allt
á næstum óskiljanlegan hátt af ástæðunum eins og gæð-
um varanna, en enganveginn, herra Olafsen! af herra C.
F. Siemsen.
I mirz máu. 1863.
Vottur sannleiham.