Íslendingur - 13.04.1863, Page 1

Íslendingur - 13.04.1863, Page 1
ÞRIÐJA ÁR. Fáeinar athugasemdir, einkum um skólamenntun á Islandi. (Framhald). Hvað sem nú þessu líður, er það þó auðsætt, að það getur ekki í minnsta máta gjört það skilj- anlegt eður viðunandi, að vjer Islendingar skulum ekki allan þenna tíma hafa getað fengið innlendar vísinda- stofnanir, svo að vjer gætum numið það af eigin ramleik, sem alveg er ómissandi til þess, að nokkur veruleg þekk- ing geti þrifizt hjer á landi, og að hin lögskipuðu embætti geti orðið skipuð nokkurn veginn liæfuni mönnum. þetta mál var rætt á hinu fyrsta alþingi, og margsinnis ítrekað á hinum seinni þingum, og þann dag í dag situr við svo búið, nema hvað vjer höfum fengið prestaskólann. J>að sjá þó allir, að stjórnarfyrirkomulagið í Danmörku getur aldrei orðið þannig lagað, að það að lögum bægi oss ís- lendingum frá, að nemá það heima hjá oss, sem vjer nú nauðugir viljugir verðum að sækja yfir hafið 300 mílur, með svo miklum kostnaði, að sárfáir úngir menn, þó þeir hafi af gjafaranum alls góðs þegið bæði hæfilegleika og vilja til að menntast, geta með nokkru móti fyrir fátæktar sakir, endað lærdóm sinn við háskólann, og eru dæmin deginum ljósari um þetta. Af þessu flýtur það eðlilega, að sá sem eigi viil komast í prestsembœtti á íslandi, ell- egar þá vill verja æskuárum sínum og fje til þess að leyta sjer skólamenntunar, án þess að geta átt neina von á því, að komast í embætti, sem veiti honum atvinnu1, honum er alveg bægt frá að menntast hjer á landi, nema hann annaðhvort sje fjáður, eðtir þeir sem að honum standa, sem sjaldnast er, ellegar hann hafi hugrekki til þess að velta sjer inn í botnlausar skuldir, sem hann má ske vart fær goldið, áður en hann fer í gröfina! Af þessu leiðir aptur, að það er opt og einatt heimskinginn, sem fer til háskólans með fje sitt, er hann þar eyðir, án þess að fá mikið í aðra hönd nema dramb og regingsskap, en hið fátæka og gáfaða ungmenni situr heima. Hann starir á birtu menntunarinnar, sem hann aldrei fær sjeð augliti til auglitis, hann gengur í því Ijósi, sem hann eigi fær skiiið, og með þessum kostum þjóna báðir föðurlandinu og konunginum. Líti maður á prestaskólann, þá hefur hann einnig, þó hann sje í sjálfu sjer alveg ómissandi stofnun, einmitt einnig valdið því, að menn ss'ður eptir en áður leyta sjer menntunar hjer á landi, einmitt af þeirri ástæðu, að hann hefur, eins og eðlilegt var, bætt bæði við þann tíma og kostnað, sem áður útheimtist til að verða prestar á íslandi, án þess að prestsembættin hafi í hlutfalli við prestaskólakostnaðinn verið bætt að launum. Menn mega nú ekki taka þetta svo, að vjer sjeum að hafa á móti prestaskólanum; vjer höfum hent á það, svo menn sjái, hvernig það sem gott og nauðsynlegt er í sjálfu sjer, getur, þegar aðrar kringumstæður ekki eru lagaðar eptir því, orðið jafnvel sjálfu sjer að fótakefii. j>að sem auðsjáanlega með þurfti, þegar prestaskólinn 1) A'b þeir vilji voicla til þossa 4 Islandi, eru engin undur, og þaib því sibnr, sem vísindalegur starfl eingcingu gefur ekkert i aþra hónd til lífsframdráttar sc'kum fólksfæbarinnar. þeir hinir sömu, sem uienu segja at) lili og deyi fyrir vísindin í öbrum löndum, mundu kjnoka sjer vit) þessu, ef þeir væru hjer á landi. aPríl-M SS. komst á fót, var það, ef hann eigi átti að mínka vilja og getu íslendinga til að aíla sjer almennrar menntunar, var það, úr því laun presta eigi voru aukin i hlutfalli við kostnað þann sem flautaf honum, að jafnhliða honum hefði verið stofnaðir bæði laga- og læknaskóli. það vita sumsje allir, að hin verzlegu embætti og jafnvel læknaembættin líka eru launuð langt fram yfir prestaembættin, og í því augnabliki að aðgangurinn tii hinna miBur launuðu embætta var gjörð- ur örðugri en áður var, flaut það af sjálfu sjer, að Ijetta þurfti aðganginn til hinna betur launuðu, svo hin almenna menntalöngun á þessu fátæka landi ekki rjenaði. , Með þessu móti hefði hin fátæku ungmenni, og þeir sem að þeim stóðu, ekki getað sjeð það í hendi sjer fyrirfram, aðþeiraldrei gæti fengið launað æskuerfiði sitt nemameð vesöld og volæði. þar að auki er það auðsætt, að dreng- ur sem byrjar að læra, getur ekki þegar strax ákveðið sig tii vissra lærdómsgreina, og að hann þó á hinn bóginn ætti að geta haft fyrir augum einhvem veg, sem gengur honum í augu. En eins og taflið stendur nú og hefur staðið um hríð, má fullyrða, að enginn muni byrja að læra hjer á landi nema af einskonar gömlum vana. j>að er að skilja af þeim vana, sem knýr foreidrana til að rernbast við að koma sonum sínum í þá stöðu sem þeir eru í, hvort sem það í rauninni er tilvinnanda eður ekki. Vjer vitum ofurvel, að suraum sýnist þetta vera öfgar einar. j>eir staglast á þessari miklu menntun og lær-. dómi, sem menn eiga að fávið háskólann í Kaupmanna- höfn, og þeim kynja fjárstyrk sem Islendingar njóta þar. En það er þó satt bezt að segja, að hvorki getur háskól- inn látið oss íslendingum þá kennslu í tje, sem vjer þurf- um. t. a. m. í lögum vorum, sem nærri má geta, þar sem enginn lögfræðingur kann einu sinni lagamál vort, og styrkur sá, sem íslendingar hafa við háskólann, nemur ekkí meiru en í mesta lagi helmingnum af þeim afar- mikla kostnaði, sem hver og einn verður að bera einmitt og eingöngu fyrir þá sök, að hann neyðist til að afla sjer þeirrar menntunar, sem nú er skilyrði fyrir aðgangi til embætta á íslandi bæði í lögum og læknisfræði. j>að er annars eptirtektavert, að það lítur út fyrir það, eins og stjórnin sje farinn að sjá fram á, að háskólinn í Kaup- mannahöfn sje í allt öðrum skiiningi mælikvarði fyrir oss og Dani, hvað aðgang til embætta snertir. J>etta þykjumst vjer mega ráða af því, hvernig amtmannsembættinu fyrir vestan, og amtmanns- og stiptamtmannsembættinu fyrir sunnan hefur verið stjórnað núna um hríð. Eins og vjer höfum áður látið í ljósi í blaði voru (vjer viljum biðja lesendur að bera hjer saman íslending, 3. árg. 14. blað), hafa þeir íslendingar sótt um þessi embætti hvort um sig, sem bágt tnun verða að neita um það með rjettu, að þeir liafi þá hæiilegleika tii að bera, sem heirntað er af amtmannsefnum í Danmörku eptir venju og gildandi lögum. Samt sem áður hanga embættin óveittár frá ári, og það kveður svo ramt að, að bændurvorir eru farnir að stýnga saman nefjum um það, hvort skrifstofa sú í Danmörku, er fjallar um íslands málefni, muni vera að spara blek og penna er gengur tii þess, að koma þeim á framfæri sem fyrir >anga löngu eru búnir að sækja um þessl embætti. Aptur eru aðrir, sem 177

x

Íslendingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.