Íslendingur - 13.04.1863, Síða 2

Íslendingur - 13.04.1863, Síða 2
178 tala um, að það þurfi langan tíma (a: hefð) lil þess, að þeir geti öðlast rjett til amtmannaembætta, sem hin nú gildandi lög engan aðgang heimila til þeirra, og þykjastgeta styrkt þessa meiningumeð ýmsum skrifstofu- legum fregnum og veðurmerkjum. Væri þessi tilgáta rjett, getur það að vísu verið, að sumum fyndist þeir nokk- uð hart leiknir, en það er bót í máli, að þetta mundi ó- brigðult merki þess, að Islendingnm mundi ekki eins star- sýnt á ágæti háskólans eptir sem áður, og mundu taka sig betur fram um það, að leggja fje til lagaskóla á ís- ' landi, svo allur jöfnuður gæti komizt á. Mætti þá segja um þetta líkt og Ilallur á Síðu sagði forðum, að hann vildi leggja son sinn Ljót til sátta, og að vísu væri sá enginn góður íslendingur, er ekki vildi það til vinna, að honum væri nokkuð að þröngvað, ef líkindi væru til þess, að íslendingar stígu einu feti nær því, að losast við þá hina andlegu ánauð, að verða að leita til háskólans í Kaup- mannahöfn, til þess að geta orðið valdsmenn á Islandi. |>á er nú enn eitt atriðið, sem stendur í sambandi við þetta og er því náskylt, og er það launaleysi það, sem sumir hinna íslenzku embættismanna eiga að berjast við. }>að er ekki nóg að neyða þá til að leita sjer menntunar í öðru landi við háskólann, þvert á móti vilja óg ósk þeirra og allra Isiendinga yíir höfuð. Nei I þetta er ekki nóg handa oss íslendingum, ekki nærri nóg. Við það verður að bætast það, að mörg embætti og opinber starfi sjeu hjer svo illa og naumt launuð, að eigi sje viðunandi, nema ef það væri til þess að svelta sig til heilsubótar, en þessa þurfum vjer íslendingar ekki framar með en Danir, nema ef það ætti að vera til þess, að vjer gætum sparað oss lœkna og lcelcnaskóla*. Vjer höfum nú talið ýmislegt, sem mönnum kann að virðast, að standi í sáralitlu sambandi við aðalefni at- hugasemda vorra í þessari grein, hins lærða skóla á Is- • landi. En oss sýnist nú ekki svo, og vjer þorum að full- yrða að vjer höfum rjett fyrir oss. Hvað er eðlileglegra en að menntunarlöngunin hverfl og dvíni í því landi, þar sem öll tilhögun á umboðslegri stjórn, lagaskipun og dómsvaldi liggur í hreint óskiljaniegum dvala og dróma? Sá sannleiki slendur fastari en fjöllin, að vjer lærum fyrir líflð (non scholœ sed vitœ discimus) og lííið merkir hjer ekki líf hvers einstaks út af fyrir sig, heldur miklu frem- ur líf hans samtvinnað lífl þess fjelags eður þjoðar, sem hann er einn liður eða limur af. J>egar því þjóðlíflð er dautt og í dvala, deyr og menntalíf hins einstaka og allra yfir höfuð, en skipuleg stjórn, lög og dómar eru álíka ó- missandi fyrir þjóðlífið, eins og atorka, vilji og skynsemi fyrir hinn einstaka. Ilvað liggur enn fremur berara fyrir heilbrigðri skynsemi, en að menntagyðjurnar og dýrkendur þeirra geti eigi þriflst í því landi, þar sem allar æðri vís- indastofnanir vanta, og þar sem menn jafnvel eigi geta öðlazt næga menntun til embætta, nema þeir fari utan,og eyði þar dýrmætustu æskuárum til að nema eintómar al- mennar setningar og útlenda fræði á annarlegri tungu? Helgi þjóðernisins er og helgi hins einstaka; eins og plant- an þrífst miður í jörð, sem hún er óvön, þannig hnignar og mannlegum anda, ef bann er slitinn frá hinu andlega skauti fósturjarðarinnar. J>ví mundi sonur hins nafnfræga spekings og ræðumanns Giceros hafa óskað þess af föð- ur sínum, að hann skrifaði um það á latínumáli, sem hann var búinn að rita honum á gríska tungu, ef hann hefði eigi sjeð, að hann mundi betur skynja kenningu föður síns, ef hún birtist á móðurmáli sínu, og fundið til þess, að Athenuborg, sem þó var móðir og aðseturstaður vís- indanna, ekki gat fullnægt hans rómverska anda? Hvað 1) íiú eru þú orbiu hætt laun ýrnsra eiubættismauna. er loksins óumfiýjanlegra, en að menn sjeu tregir á, að sækjast eptir embættum í því landi, þar sem þau almennt og yfir höfuð eru svo illa launuð, að þau geta ekki veitt þeim sem í þeim eru, næga og sæmilega atvinnu, og því síðnr endurgoldið þeim hinn afarrnikla kostnað, sem er því samfara, að afla sjer hinna lögskipuðu hæfilegieika til þeirra? {>að getur alls eigi lijá því farið, að embættis- stjettin verði með þessu móti bæði óaðgengileg og óálit- leg, og svo háð annarlegum áhrifum, að hún að miklu leyti missi þýðingu sína. Af þessu sjest nú berlega, hvílíkur hraparlegur mis- skilningnr og fávizka það er, þegar menn eru að staglast á því, að það sje ekki unnt að koma hjer á fót innlend- um vísindastofnunum sökum þess, að engir muni verða til þess, að nerna í þeim, í staðinn fyrir að menn ættu að segja, eins og er, að sárfáir vilji verða til pess að lœra, af því pœr vanti í landinu. J>essi mótbára eður rjettara viðbára er ekkert annað en hausavígsl á orsök og afleiðing, sem hver heilvita maður getur þreifað á eins og höndunum á sjer, og það gegnirfurðu, að menn skuli, sem eiga að heita vitrir og menntaðir, hafa gjört þetta, og gjöra þetta að eins konar vöggukvæði á alþingi livað eptir annáð. J>ví verður reyndar ekki neitað, að þetta er eitt af hinum tígulegu axarsköptum, sem sumir menn hafa jafnan reidd og á lopti, til þess að þagga niður allan vilja og viðleitni manna i því, að hrinda liögum vorum í nýtt og verulega betra horf, en það er hörmulegt til þess að vita, að þessi hin breiðu spjótin skuli tíðkast svo mjög á aJpingi voru! Slíkir bardagar ættu með öllu að verða teknir af, því þeir eru til lítillar sæmdar sögu íslendinga og alþingis! f>ví liöfum vjer og minnst á alþingi vort í þessu sambandi, eins og vjer höfum gjört, að oss þykir, eptir því sem vjer bezt getum sjeð, að umræðurnar á því í þessum málum og fleirum öðrum, lýsi því miður eigi til hlýtar þeim hyggindum, umhugsun, skynsemi, röksemda- færslu, afli og eindrægni, sem alveg eru ómissandi til þess, að þýðing þess, helgi, máttur og megin blasi beint fyrir sjálfu því, stjórninni og þjóðinni. þingið verðurað draga að sjer athygli stjórnarinnar og þjóðarinnar með ljósi því, er leiptrar af sverði skynseminnar og sannleikans, og með aðdráttar afli hinnar sönnu föðurlandsástar. það ervissu- lega ekki nóg, kjæru landar! aö vjer eigum þing, að vjer komum á þing og tölum margt og mikið á þingi, hver eptir því, sem hann hefur bezt vit á i það og það skiptið. J>ví vjer höfum þá ábyrgð fyrir þinginu, stjórninni, þjóð- inni og sjálfum oss, að vjer ekkert leggjum til nema það, sem í sjáJfu sjer er rjett. j>að sem er rangt og það sem er óparft, verðnr að vera ósagt, ella missir þingið traust sitt hjá stjórn og þjóð, já hjá sjálfu sjer, því þetta eyðir hvort um sig kröptum þingsins, og bakar landi voru þar að auki þann koslnað, sem sannarlega ætti að verja til annars. J>að er hin aJmenna óræka sltynsamlega skoðun og vilji þjóðarinnar sem þingið á að leiða i ljós, mála- lengingar, umræður, og athugasemdir um annað en þetta eiga ekki við á þingum. Vjer hverfum nú aplur að aðalefninu, að hinum lærða skóla vorum. J>ó það sje nú, eins og vjer liöfum bentá, alveg ómótmælanlegt, að skorturinn á æðri vísinda- stofnunum hjer á Iandi, sje helzt um of öflug mótspirna ámáli því, að íslendingar leyti sjer almennrar menntunar, þá er nú samt ekki þar með búið. Ofan á þetta bætist, að tilhögun skólans eður rjettara sagt reglugjörð sú, sem um hríð hefur gilt um hann, er án efa þannig löguð, að torvelt nnmdi vera að ímynda sjer, hvernig hún gjæti verið miður löguð eptir sönnu gagni voru, innræti og öllu ásigkomulagi að fornu og ny(ju. Jessi reglugjörð, sem að

x

Íslendingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.