Íslendingur - 13.04.1863, Side 3
179
öllu Ieyti er byggð á þeim hinum sömu grundvallarregl-
um fyrir kennslu (Underviisningsplan) í hinum lærðu skól-
um, sem á seinni árum hafa verið viðhafðar í Danmörku,
á auðsjáanlega ekki fremur hjer en í Danmörku að kom-
ast hjá því, að fá þungan áfellisdóm fyrir þau hin almennu
skaðlegu og drepandi áhrif sem hún hlýtur að hafa á þá
menntun, sem um fleiri aldir hefcir dafnað svo velílandi
voru, og hefur verið eitt af því fáa ágæti vor íslendinga,
sem (ínjuria temporum) hinn beiski kaieikur tímans ekki
fjekk niður drepið. Vjer finnum ofur vel til þess, að þetta
er þungt ámæli um gildandi lagareglur, sem eptir eðli
sínu, hvernig sem þær að öðru leyti eru lagaðar, jafnan
hafa mikla helgi á sjer. Vjer hljótum þá og einnig að
játa, að vjer ættum að forðast að kveða upp ástæðulaus-
an eða ástæðulitinn sleggjudóm um slíkar reglur, þó
sumum kynni að hætta við að láta sjer það eigi fyrir
brjósti brenna. Svo menn nú sjái, að vjer að þessu leyti
sjeum samvizkusamir, eins og í því, að bera saman og
meta, svo enginn fái með rjettu hrakið aðgjörðir liins
seinasta alþingis vors og hinnar heiðruðn skólanefndar í
haust eð var í þessu velferðarmáli íslendinga og hinnar
íslenzku þjóðar, leyfum vjer oss fyrirfram, að leggja fyrir
almenningssjónir, í blaði voru uppástungur hins háltvirta
landa vors, B. Jóhnsens, eptir góðfúsu leyfi hans, sem
nú er og hefur verið rektor skólans um hríð, sem
hann sendi til stjórnarinnar í apríl 1861, og þvi fullu ári
áður en mál þetta um endurbót hins lærða skóla slapp af
vörum þjóðar vorrar. Ilver sá Islendingur (og þeir munu
flestir verða), sem þekkir til þess, í hverju ásigkomulagi
að rektor vor tók við latínuskólanum, hver sem hefur til-
flnningu fyrir því, að hann hefur, svo enginn fær móti
mælt, umskapað, þegar á allt er litið, mjög svo til hins
betra hinn eina griðastaðinn, sem hin unga og uppvaxandi
kynslóð meðal vor getur leitað í á skauti hinnar elskuðu
fósturjarðar, og numið þau fræði, sem forsjónin hefur
geflð þjóðunum til verkefnis, svo þær gætu barizt hinni
góðu baráttu til sæiu, frelsis og frama; hver sem enn
fremur metur það, að þessi landi vor, eptir margra ára úti-
vist erlendis, þar sem sannarlegt mannlegt og vísindalegt
ágæti eigi er virt að vettugi, stígur fæti sínum á fuilorð-
ins árum á ísland, fósturjörð hans og vor, til þess að sá
og láta spretta ávexti þekkingarinnar og reynslu hins
menntaða heims, já hver sá Islendingur leikur og lærður,
sem skynjar og metur þá, biðjum vjer að lesa með í-
liugun og athygli uppástungur rektors við lærða skólann
í Reyjavík B. Johnsens, sem hjer fvlgja á eptir, svo vjer
allir fáum skilið, óræk meðöl til þess, að hrinda þessu
velferðarmáli í rjett og þjóðlegt horf, þrátt fyrir allan
misskilning og afglöp einstakra manna, senj, annaðhvort
ekki vilja eða geta barizt drengilega undir merkjum hins
íslenzka þjóðernis.
Uppástungur rektors:
Á skýrslum þeim, er ár hvert koma frá Reykjavíkur-
skóla, mun stjórnin hafa sjeð, að tala þeirra, er skólann
sækja, fer einlægt minnkandi, þó eigi sje mjög mikið að
því kveðið; og líti maður á hin seinustu 20 til 30 ár,
sjer maður en glöggvara, að aðsóknin að skólanum hjer
á landi er í rjenun, því Bessastaðaskóli, sern var fyrir 40
skólapiita, var eigi að eins fullskipaður, heldur fengu hann
færri en vildu árs árlega, svo piltar gengu í heimakennslu
sökum þess, að þeir eigi gátu komizt að skólanum, og
það er jafnvel hlutur, sem enginn fær í móti mælt, að á
binum seinast liðnu öldum hefur jafnvel þriðji liluti stú-
denta frú skólanurn eður skólunum á íslandi, (því lengst
af voru skólarnir tveir) orðiö til þess að stunda búnað,
eður aðra atvinnuvegi, í sfað þess að sækja um embætti,
sem nógir voru til að sækjast eptir, og eins og allir vita,
hafa þessir menn unnið landinu mikið gagn og gengið á
undan öðrum með góðu eptirdæmi, sem bezt sást á því,
að stjórnin veitti þeim í þakklætisskyni lausn frá gjöldum,
og það má með sanni segja, að vjer íslendingar megum
sakna þessara manna nú um stundir, er þekkíng og sönn
menntun á landinu er orðin mönnum ómissandi, þó eigi
sjeu þeir embættismenn fyrir sakir þess, að þjóðfrelsi
vort er nú meira, en áður var; en eins og taflið stendur
núna, mega menn búast við því, að skortur muni verða á
embættismannaefnum í landinu, nema því að eins að skoð-
un manna breytist því meir. f>að er það, sem allir sjá
og þreifa á, en sem jeg þó eigi mundi hreifa við, ef jeg
eigi þættist sjá ráð til þess að hrinda því í lag, og leyfl
jeg mjer þannig að taka það fram, er nú skal greina.
það sem þá fyrst og fremst veldur fæð þeirra, sem
í skólann gánga, er án efa það, að löngun og áhugi manna
hjer á landi gengur í aðra ált, en áður var, þó örðugt sje,
að sjá það fullglögt, hvort hugur manna nú er snúinn.
J>að mun þó óhætt að fullyrða, að menn hafi síðan siða-
bótin komst á hjer á landi, stundað með miklu kappi
latinska tungu, og að kunnáttan í henni hafl gengið svo
að segja munn frá munni og mann frá manni, sem hinir
lærðu klerkar vorir áttu mestan og beztan þátt í, er þeir
tóku að sjer bæði frændur sína og aðra unga og efnilega
menn, sem þeim geðjaðist vel að, til kennslu. |>essi hin
andlegu göfugmenni styttu vetrarvökurnar jöfnum höndum
með því að kenna æskumönnunum latínu, og kynna þeim
hina menntaríku rithöfunda Grikkja og Rómverja, og með því
að lesa fornsögur vorar fyrir hyski sínu og hjúum. Hinn
ungi menntamaður var þá eins gagnkunnugur hinu latínska
skáldi Virgilius og Njálu, eins og hinir á heimilinu
henni, og hann æfði sig eigi eingöngu í að rita latínu
í óbundnum stíl, heldur bjó til kvæði og kveðlinga á
latínumáli, eins og nú gjörist bæði á Englandi og Frakk-
landi. En það má um oss segja: nú er öldin önnur
(mutavit mentem populus). Vjer höfum Iagt Virgilius og
Horatius á kistubotninn, að því einu undanskildu, sem
kennt er af þeim í skólanum, sem bæði er lítið og hverf-
ur skjótt úr minni manna, einkum þegar menn eptir áfá
litla hvöt til þess, að halda því við líði. Jeg veit nú eigi
til þess, að menn hjer á landi hafl með neinu öðru bætt
upp þessa góðu og gömlu latínumenntun, svo sem með
náttúrusögu, mælingafræði eður öðrum vísindagreinum, er
menn nú á tímum leggja sjerstaklega alúð á. Að vísu
sjer maður, að fjöldi af ritum kemur á prent einkum á
seinni tímum, sem snerta stjórn landsins og sambandið
millum íslands og Danmerkur. Á landinu sjálfu eru tvær
prentsmiðjur, og ýms rit á islenzku eru gefin út í Iíaup-
mannahöfn, en menn kvarta yfir því, að lítið verði selt af
þessum ritum, sem þó eru þess efnis og innihalds, sem
menn geta gjört ráð fyrir að öllum þorra manna líki vel.
Jeg fæ því eigi betur sjeð, en að þekking og kunn-
átta í hinum gömlu málum, sem áður var hjer á landi og
gekk mann frá manni, sje á förum, án þess að nein
önnur vísindaleg iðn hafl komið í hennar stað, og veldur
þetta því fremur því, að menn sækja eigi skólann, sem
það, jafnvel þó að ölmusurnar hafi verið hækkaðar, gjörir
skólakostnaðinn fyrir þá, cr viija láta sonu sínalæra þre-
falt eður fjórfalt meiri, en hann elia væri, því á mcðan
prestar gáfu sig að kennslu, voru jaínan næg embættis-
mannaefni til, þar sem synir þeirra voru, og ef svo bar
við, að einhver af sóknarbörnum prestsins vildi koma syni
sínum til mennta, átti hann jafnan vísa hvöt og hægðar-
auka til þess, cr kenriarinn var við hendina. Aptur verða