Íslendingur - 25.04.1863, Side 3

Íslendingur - 25.04.1863, Side 3
187 fylgdu, ogsem konungsúrskurður 17. maí 1805 segir, að ekki skuli útborgast fyrst um sinn. Eptir efnahag íslend- inga eru 40 ölmusur engan veginn of margar, og margra alda reynsla sannar, að þær verða að vera svo margar. J>að var mjóg ísjárvert að hætta að veita þessar 16 ölm- usur, og þótt ekki væri nema um tíma, og það virðist sanngjörn krafa, að þær fáist aptur. Dómar yílrdómstns Mánud. 30. marz 1863. I. I sök |>orsteins Ilelgasonar gegn Markúsi Björnssyni. (P. M. sótti fyrir þorstein, J. G. varði fyrir Markús). Undirrót til þessa máls er sú, að þorsteinn bóndi Helgason á Ha!a í Ölfusi hafði árið 1859 misst frá sjer hund sinn, er Tigull var nefndur; flæktist rakkinn að heimili prestsins sjera Björns Jónssonar á Eyrarbakka og ílengdist þar; en í sumar er var 14. júlí, fór þorsteinn að útibúi prestsins, er að Borg heitir, þar sem hundurinn þá var hjá syni hans Markúsi Björnssyni, til að sækja hundinn; lýsir hann eigu sína og hefur hann á burt með sjer heimleiðis; en er hann er kominn á Eyrarbakka, kemur Markús þar til hans og vill taka af honum hund- inn, en er þorsteinn eigi vill láta hann lausan, urðu rysk- ingar milli þeirra út af hundinum. f>orsteinn stefnir út af þessu Markúsi fyrir pólitirjett, og krefst þar, að hann fyrir ofríki það, er hann hefði sýnt hjer við þetta tæki- færi, yrði sektaður, en Markús heimtaði aptur á móti, að kærandinn beiddi sig fyrirgefningar á nokkrum illyrðum, er hann hefði í þetta skipti valið sjer, og að hann bætti fyrir þau og eins fyrir högg, er hann þá hefði veitt sjer. í fyrsta sinní, sem þingað var í málinu, mætti og prestur- inn sjera Björn, sagði, að þorsteinn hefði látið sig fá hundinn, og að Markús sonur sinn hefði þá eigi gjört annað,’ en gegnt skyldu siuni sem föðurs, húsbónda og eiganda þess urpþrætta rakka, þegar hann hefði viljað ná aptur hundinum frá þorsteini; svo krafðist hann og, að J>orsteinn kallaði aptur nokkur illmæli, er hann 14. júlí s. á. hefði valið konu sinni, og sætti útlátum fyrir þau; jafnframt þessu leiddi hann þar á þinginu nokkur vitni um það, að þorsteinn hefði fengið sjer huntjinn til eignar. í máli þessu kvað sýslumaðurinn í Árnessýslu 30. okt. næst á eptir svo látandi dóm upp: að aðalkærandinn J>. Helgason á Hala ætti sýkn að vera af kæru Intervenients- ins, prestsius sjera B. Jónssonar, en skyldi láta úti í sekt til Stokkseyrarhrepps fátækrasjóðs 5 rd., og greiða gagn- sækjandanum Markúsi Björnssyni á Eyrarbakka málskostn- að með 2 rd. r. rn., og ef hann innan rjettarins treystir sjer til með sáluhjálpareiði, eptir undangengna stefnu, að synja fyrir, að hann 14. júlí s. á. hefði á Eyrarbakka kallað gagnkæranda M. Björnsson, »fant«, »þjóf«, eða »lygara«, ætti hann í þessu atriði málsins sýkn að vera af ákæru gagnáfrýandans; en treysti þar á móti aðalkær- andi, þorsteinn Helgason sjer ekki til að vinna svofelldan eið, ætti fyrtjeð illyrði að vera dauð og maktarlaus, og ekki koma Markúsi Björnssyni til uokkurs skaða á hans góða rykti og mannorði, hvar að auki hann þá enn frem- ur ætti að greiðá í bsetur tii Stokkseyrarhrepps fátækra- sjóðs 5 rd. r. m. þessum dómi hefur nú J>orsteinn 22. des. f. á. stefnt fvrir landsyfirrjettinn, og gjört þá rjettarkröfu, að hann yrði þannig úr gildi felldur, að hann alveg verði dæmdur sýkn af kærum og kröfum Markúsar í máli þessu, en Markús dæmdur í hæfdegt sektargjald, og til að borga málskostnað með 20 rd. J>ar á móti hefur hinn stefndi Markús Björnsson kraftzt þess, að dómurinn verði staö- festur og áfrýandi skyldaður til að greiða honum máls- kostnað fyrir yfirdómi skaðlaust með 20 rd. r. m. J>ess ber fyrirfram að geta, að presturinn sjera Björn Jónsson. hefur eigi áfrýað dóminum, hvað kæru hans gegn áfrý- anda snertir, svo að þetta atriði málsins kemur þannig eigi til álita yfirdómsins. Að því leyti hjeraðsdómarinn þarnæst dæmir áfrýanda í 5 rd. sekt fyrir það, að hann, eins og hann sjálfur hef- ur viðurkennt og eitt vitni borið, hafl barið hinn stefnda 3 högg með svipuskapti sínu, er Markús vildi taka af honum hundinn, og vildi hindra för hans með því, að taka í tauma hestinum, sem hann reið, þá er þetta byggt á þeirri skoðun undirdómarans, að J>orsteinn hafl verið búinn að fá sjera Birni hundinn til eignar, og að því hafi verið í eðli sínu að Markús veitti áfrýandanum, er hann hafði tekið hundinn, eptirför til að ná honum aptur, ogv að J>orsteinn því hafl barið Markús sem saklausan mann. J>essu getur yfirdómurinn eigi orðið samdóma, þar eð hann eigi getur álitið, að það verði óhullt byggt á því í þessu máli, að hundurinn hafl verið orðinn eign sjera Björns, því að vísu hefur hann leitt 3 vitni um þetta at- riði, sem fyrgreint, en vitnisburður þeirra, eins og hann liggur fyrir, verður samkvæmt NL. 1 — 13—1 eigi álitinn sem fullt vitni, þegar af þeirri ástæðu, að þau eru einstök, eu þar af leiðir þá_.aptur, að hundurinn eigi verður á- litinn að hafa verið genginn út úr eign J>orsteins, þar sem það er viðurkennt, að hann áður hafi verið eign hans, eptir grundvallarreglunni í Jb. L. L. B. Kap. XXVI, í endanum, cfr. NL. 5—5—5 og DL. 5—5—3. En þeg- ar nú rjetturinn þannig verður eptir hinum framkomnu gögnum í þessu máli, að byggja á því, að áfrýandinn, er hann sótti hundinn að Borg, hafi leitað eignar sinnar, og það ekki heldur er upplýst eður sannað, að honum hafi verið veitt nokkur mótspyrna, er hann lýsti þar hundinn eign sína, og tók hann með sjer, þá fær rjetturinn eigi sjeð, að þessi aðferð hans varði honum við lög eptir Jb. KB. kap. 1., og NL. 1—2—3; og þar sem áfrýandinn, er hinn stefndi veitti honum eptirför, og ætlaði með of- beldi að hindra för hans, og taka af bonum hundinn, barði hann, er það eigi sannað, að hann hafl gjört meira að, en honum var nauðsynlegt og lög leyfa til þess að geta haldið áfram ferð sinni með eign sína, sem hinn stefndi eigi var bær um að hindra hann frá, og ber hann því samkvæmt grundvallarregl. NL. 6—12—1, að dæma sýknan af þeirri umræddu sekt, þar eð það heldur eigi gegn neitun áfrýanda er fullsannað, að hann hafl viðhaft um hinn stefnda þau illyrði, er hann hefur borð upp á hann, og ásakað hann fyrir, ber og eptir DL. 6—21—3 sambr. 6 — 21 — 1 og 2 að dæma hann sýknan af sekt þeirri, er dómarinn út af þeim hefur dæmt hann í. Hvað loksins þá kæru áfrýandans snertir, að hinn stefndi ólöglega hafl hindrað för hans, sem og sekt þá, er hann út af því krefst að hann verði dæmdur í, þáber þess að geta, að sjera Björn fyrir hjeraðsrjettinum hefur lýst því yfir, að Markús sonur sinn hafl eigi í þessu efni gjört annað eður meira, en að fullnægja vilja sinum, og þar eð nú hinn stefndi er hjú hans, virðist sem prestur- inn hafl átt eptir iandslögum að bera ábyrgðina af þessari gjö.rð hans, og áfrýjandinn að stefna honum ef hann á- leit sig meiddan við aðferð hans gegn sjer, en þetta er eigi að öðru leyti gjört; og hinn stefndi hlýtur þannig að dæmast sýkn af ákærum áfrýanda í þessari grein. fesstt samkvæmt ber undirrjettarins dómi þannig að breyta, að báðir málspartar dæmist sýknir hver fyrir annars á- kæiu í sök þessari; svo virðist og málskostnaður fyrir báðum rjettum eiga að falla niður.

x

Íslendingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.