Íslendingur - 25.04.1863, Page 6
190
són hafði orðið fvrri til að ná góðu vígi við Harpers
Ferry, þar sem leið liggur yfir fljótið. Stóð þá taflið svo
nokkurn tíma þangað til í oktober, að Mac Clellan náði
þessu vígi og hjelt suður í Yirginíu; en 7.nóv. setti Lin-
coln hann frá hervöldum og fekk þau í hendur Burnside
hershöfðingja, átti nú að skríða til skara, og skyldi áhlaup
gjöra á Sunnanmenn í ýmsum fylkjum í sama mund. þá
var það, að meginherinn hittist hjá Friðriksborg við Rappa-
hannock-fljót í Virginíu, og varð þar hin mesta orusta;
Norðanmenn biðu ósigur og misstu 15000 dauðra manna
og særðra, og Ijetu hefjast undan norður á bóginn. f>á
fór skammdegið í hönd og kom þá nokkur kyrrð á ófrið-
inn þangað til daginn fór aptur að lengja. J>aí> segja menn,
að hvorki verði yfirforingjunum Mac Clellan eða Burnside
um kennt þó Norðanmönnum hafi gengið svo erfitt, sem
raun hefur á orðið, heldur sumum öðrum hershöfðingjum
Norðanmanna, og svo sjeu sumir herflokkar þeirra óhlýðn-
ir og kærulitlir og berjist með hangandi hendi. Síðan
Friðriksborgar orustan varð hefur ekkert sjerlegt borið til
tíðinda við herinn, en nú má með hverri ferð búast við
tíðinðum þaðan. Hoolcer heitir sá, sem nú hefur tekið
við yfirráðum Fótómaks-hersins eptir Burnside.
Innlendar frjettir.
Póstskipið, sem hingað kom 8. þ. m., lagði út hjeðan
til Kaupmannahafnar 19. þ. m. snemma dags; á því fóru
utan verzlunarmaður P. C. Knudtzon og kandid. med.
Magnús Pjetursson Stephensen. Tvo hina næstu daga
eptir að skipið fór var hjer bjartviðri og norðanátt, síðan
gekk vindur til austurs, en veðurátt má heita allgóð, þó
er talsverður snjór til sveita, og ailstaðar er talað um
heyskort. Fiskiafli má heita afbragðsgóður hjer á inn-
nesjum. Á sumardaginn fyrsta (23. þ. m.) var ágætt sjó-
veður, og mátti þá heita landburður á Seltjarnarnesi, og
fiskurinn vænn. Hjer eru komnir háir hlutir. Syðra er
víst talsvert minni flskiafli, þó vitum vjer það eigi glöggt.
Fyrir austan fjall er farið að fiskast þegar á sjóinn gefur,
og sagt var að næstl. mánudag hefði fiskast vel í f>or-
lákshöfn. í Vestmannaeyjum voru fyrir nokkru síðan
sagðir 3 hundraða hlutir. Að vestan er sagt fiskilítið. —
Austur með Söndum er sagður mikill trjáreki í vetur.
Skipkoma. Fyrir nokkrum dógum kom skip frá
Glasgow (áSkotlandi) til verzlunar Hendersons kaupmanns
hjer í Reykjavík, hlaðið alls konar vöru. Skipið er þrí-
mastrað, yfir 130 lestir á stærð. Bráðum er von & öðru
skipi til sömu verzlunar með við í hús það hið mikla, er hann
ætlar að byggja hjer í Reykjavík, þar sem bær Didriks
sál. Iínudsens stendur. Sagt er að húsið eigi að verða
40 ál. langt og 30 á breidd, tvíloptað og með »kvisti«;
þar á verzlunarbúð hans að vera, o. s. frv. 23. þ. m.
komu hingað 2 skip, annað er frakknesk fiskiskúta, eitt-
hvað biluð eða brákuð, liitt er frá Noregi með viðarfarm
til E. Siemsens. Bráðum kvað vera von á frakkneska
hergufuskipinu hingað og herskipinu danska. Sumir segja
að þetta danska skip eigi að liggja í Ilafnarfirði. Aðfara-
nóttina 25. þ. m. komu 2 skip, annað til Knudtzonsverzl-
unar í Ilafnarfirði frá Kaupmannahöfn, hitt er ofurlítil
skúta frá Ila'mborg með vöru til konsúls E. Siemsens, og
segja menn að Ketill hreppstjóri Ketilsson í Höf'num suð-
ur hafi keypt eða ætli að kaupa þá skútu.
Jarðskjálfti býsna harður fannst hjer nóttina milli
20. 21. þ. m. bálfum tíma eptir miðnætti, veður var
hægt með nokkurri snjókomu.
Mannalát. þann 19. þ. m. andaðist Bjarni Sírnon-
arson á Laugardælum í Flóa. Ilann var faðir þeirra
Guðmundar prests á Melum í Borgarfirði og Símonar
hreppstjóra í Gröf í Mosfellssveit og fleiri harna. Hann
mun hafa verið allt að því hálfáttræður að aldri, tvíkvænt-
ur, og er scinni kona lians enn á lífi. Hann var um
mörg ár hreppstjóri í llraungerðishrepp, manna knástur
og fjörmeslur og svo góðgjarn og gestrisinn, að honum
varð ekki meiri mótgjörð sýnd, en sneiða hjá heimili
hans, eða þyggja þar ekki greiða. Enda var löngum gest-
kvæmt í Laugardælum, þar sem það er i hinni mestu
þjóðbraut og einhver helzti ferjustaður við^Ölfusá.
Brauðaveitingar. Ilerra kandid. philologiæ, settum
skólakennara, Jóni þorkellssyni veitt skólakennaraembætti
við Reykjavíktir lærða skóla 21. desemberf. á. Studiosus
Jóni Jónssyni Reykjalín veitt þönglabakkabrauð í þing-
eyjarsýslu 15. þ. m. llann á að vígjast 26. þ. m.
Áskorun.
Hjer með leyfi jeg mjer að snúa mjer til landa minna,
með þeirri vinsamlegu hón, að þeir með skipum næst-
komandi sumar eða haust, gjöri svo vel, að gefa mjer vís-
bendingar um ailar þær fornleyfar á íslandi úr trje,
málmi, eða steini með rúnaletri, sem þeir vita af, eða
kunna að sjá, eða heyra umgetið um allt land, með ná-
kvæmri lýsingu af þeim, eða uppdráttum. þá, sem vilja
sýna mjer þá velvild, að verða við þessum tilmælum mín-
um, bið jeg að senda skýrslur sínar, annaðhvort sjálfum
mjer til Iíaupmannahafnar, eða prófessor P. Pjeturssyni í
Reykjavík, sem hefur lofað að koma þeim til mín. En
hina heiðruðu blaða útgefendur á íslandi bið jeg að veita
þessum línum inntöku í blöð sín.
Kaupmannahófn, 16 d. marzin. 1863.
Skúli Thorlacius.
Anglýsing.
Vjer undirskrifaðir tökum á móti ull, æðardún
og öðrum vörum, og seljum þær fyrir hið hæsta verð,
sem auðið er að fá í Englandi, og scndum til baka
borgunina í peningum með næstu gufuskipsferð til
Revkjavíkur. Aliar vörur sendar til oss verða að
vera með þessari utanáskript:
Messrs. Peacock Brothers,
Sunderland (England).
Care of Messrs. John Charles Robertson,
Grangemouth.
Peacock Brothers Commission Agents,
Sunderland
(England).
Samkvæmt tilmælum í ísl. n. 18. þ. á. hls. 144.
leyfi jeg mjer enn fremur ltjer með, að biðja alla þá kaup-
endur og útsölumenn bl. ísl, sem enn þá ekki liafa greitt
andvirði blaðsins — hvort heldur er fyrir 1. 2. eða 3.
árg. — að gjöra það nú, við fyrsta tækifæri; og vona
jeg að hlutaðeigendur verði þannig við þessum tilmælum,
að kaupendur hlaðsins hjer í næfsýslunum greiði borg-
uniná í næsta mánuði, en þeir í fjærliggjandi sýslum,
með ferðum sem verða hingað — bæði með alþingism.
og fl. — í júnímán. næstk.
Guðbrandur Guðbrandsson.
úteölumaílur 3. árg. ísl.
Ábyrgðarmaður: lirnidikt Sveinsson.
Preutabur í preutsraiíjuuni í Eeykjavík 1863. Einar p 6 r í> a rsori.