Norðanfari - 01.05.1863, Blaðsíða 2

Norðanfari - 01.05.1863, Blaðsíða 2
2 liöfn en ella: en hitt sjá allir að því víðari sem verka- liringurinn er, því meiri verði störfin, og mundi mega gott kalla ef presturinn gæti vel af hendi leyst, einungis aukaverkin, einkum þá manndauða ár fyrir kætnu. Af þessu leiðir, að hann verður því fremur skuld- bundinn að forðast öll frávik, er prestar þurla þó stund- um að hafa sem aðrir, en því erfiðara að ná til ann- ara presta, að gegna hans verkum á meðan, og sjálf- sagt að jhann þyríti brátt að taka sjcr aðstoðarprest, ef hann vildi trúlcga rækja köllun sína, og sjáum vjer þá ekki hver hagur prestinum verður að breytingunni. Sama má segja um Ilóla- og Yiðvíkurbrauð: sem er eptir jarðatalsbókinni 30 rd. og sýnist það nú vera allgott brauð, hafi það verið viðunanlegt, meðan Við- vík lá undir Ríp hvað þá síðar ? en engu hægra yfir- ferðar, þegar Hofstaðasókn bætist við. Nú mega allir sjá, og einkum þeir sem trúað er fyrir kirkju- stjórninni, hvað það stendur í vegi fyrir prestaefnum að fá brauð, ef þeim er svo fækkað sem þessi öld ber með sjer, einkum þá litið er til stjórnarinnar aðgjörða; því af verkamannanna lækkun leiðir að kornskeran vanrækist. Þessu næst minnumst yjer á messufækkunina, sem sýnist þó ekki mega vera meiri en orðin er, einkum þar ekki ber að messa nema annanhvern helgidag, og vjer sjáum þó ýms forföll banna að því verði fram- gengt, bæði veðurátt »g annað, svo vel mætti kalla ef tölunni næði með þriðjahvern, og fer þetta einlægt í vöxt. Vjer sem til aldurs erum komnir munum þá tíð, að inessað var á hverju.m miðvikudegi á sjöviknaföstu, sem nú er aflagt; svo vitum vjer að ekki löngu áður, var 10 rnessudögum fækítað, auk jólanæturinnar, allt á þessari og næstliðinni öld1.. Nú mundum vjer verða að una við það sem koinið er, ef vjer misstum ei enn að nýju og gætum jafnast feirgið messu annanhvern helgi- dag. Aí messufækkun ogt stækkun á prestsins verka- hring leiðir að líkinduin skort á ungdómsins uppfræð- ingu, bæði í kirkjuin og við húsvitjanir, sem því miður, nú eru víðast næstum því ailagðar. JÞað liggur í aug- um uppi um alla verkamenn , að þeir þurfa að vinna fullt verk fyrir fullu kaupi, ef hvorigur á að verða vanhaldinn, sá sem leigir þá eða þeir sjálfir, og er þó rjettvíst ef úr tímanuin gengur svo verkiö minki, þá rýrni kaupið; Svo er það líka víst, ef vjer njótum sömu rjettinda og vjer eiguin uð njóta, að vjer megum borga prestinum þriðjungi minni verkalaun, þegar vjer missum þriðjung af hans verkui.a, án þess að vjer met- um hvað oss verður erfiðara að ná til hans til að gjöra aukaverkin, en vjer hölum hvergi heyrt gjört ráð fyrir þessum afföllum og vjer viljum hehlur ekki þá ráð- stöfun; vjer viljum uppJræðast í orðinu, án þess að inissa af þeim dögum sem vjer hofum, og borga eins og vjer höfum gjört. Pápistar sem nú eru að setja sig niður meðal vor telja ei eptir sjer að messa á mörg- um dögurn auk helgidaga vorra, og ættum vjer ekki að láta þá geta hrósað kirkjurækni sinni fram yfir vora, sem höfum hcilaga ritningu óafbakaða fyrir mælisnúru; en sú mundi verða raunin á, að ef klrkjufundirnir van- ræktust, mundu lestrar í heimahúsum líka vanrækjast, og þó þeir ekki vanræktust, þá vitum vjer engan stað eins vel til fallinn sem hús Drottins, að hrósa hans dásemdar verkura, og senda honum bainir vorar, hvar náðar meðulin einkanlega framhjóðast. Um þetta ler Dr. P. Pjetursson svo fögruin og sannfærandi orðum, að vjer getum ekki annað en vfsað til þeirra (sja hans prjedikanir bls. 539—40, prentaðar í Kaupmannahöfn 1856) þess óskum vjer og því viljum vjer með einingu fram fylgja. Loksins minnumst vjer á hina svo kolluðu konungs- jörð Viðvík — sem vjer kynnum betur við að kalla þjóð- eign þar — sem á að 'eggja hana til hins sameinaða brauðs Hóla, Viðvíkur og Hofstaða, til fullrar eignar, til ábýlis fyrir presíinn í brauðinu; að sönnu hefir prest- urinn til Hóla og uú Viðvíkur, enga ljensjörð haft síðan 1802, að Hólastóls jarðir voru seldar, og engin eptir- skilin handa prestinum, og inundi einhver þeirra þó hafa verið sætileg fyrir hann; en þokkalegri landskuld sýnisf oss það svara, sem nú ér’árlega lagt til Hóla prests úr jarðabókarsjóðnum, nefnilega: 65 rd. 60 sk. en margur sjer það síðar sem átti að sjást fyrri, það kemur ekki til vorra kasta, sjái þeir fyrir því. En að Ijensjörðin Hjaltastaðir með hjáleigunum, skuli verða konungs eign það getum vjer síður þolað, þar hún er eign Flugumýrar- og Hofstaðabrauðs, þvf oss sýnist safnaðirnir eiga hana, þar hún er einungis í þeirra þarfir tillögð prestinum, sem einungis erþeirra verka maður. Hvað embættinu viðkemur, og hefir sitt brauð af þeirra hcndi í laun sinnar vinnu. Oss getur því ekki annað fundist, en vjer sjeum þeir rjettu aðilar málsins, við hverja hefði átt að semja um prest. kirkju ogljensjörð, heldur en að oss fornspurðum, gjöra gilda þessa ónær- gætnu uppástungu kirkju- og kennslustjórnarráðins. Að endingu óskum vjer og vonurn, umburðar lyndis, þó oss óinenntuðum bændum hafi óíirnlega tekist að rita, hvað form og orðfæri'snertir, cn að hift verði heldur álitið : að sannfæring og sannleiks ást hefur ráðið aJlri stefnu vorri, viljum vjer því allra þegnsamlegast biðja: að framanskrifaðar ástæður vorar verði nákvæmlega teknar til greina og að hin umrædda, í allra hæsta konungs- úrskurði frá 25. september 1854 ákveðna brauða sam- steyping verði ekki framkvæmd. Staddir á Ilofsstöðum, þann 24. apríl 1860. Undirskrifað af 57 mönnum. Aðal bænarskráin var beinlínis send stjórninni, en eptirrit af henni var sent stiptsyfirvöldunum, ásamt með- fylgjandi brjeíi er þannig var orðað: Síðan innbúar Flugumýrar- og Hofstaðasókna sáu af stjórnartíðindum íslands, að brauð þetta átti að leggj- »st niður, og sameinast við Miklabæ ög Silfrastaði, Hóla og Viövíkurbrauð, hefir hjá allflestuni innbúum fyrnefndra sókna, vakað megn kvíði og óánægja, yfir sameiningu þessari, ef hún fengi lramgang. og nú loksins hinn 24. þessa mánaðar, komu þeir sjer saman uin, aö halda íund í þessu tilliti, og var þá samin bænarskrá til kirkju- og kennslustjórnarráðsins um að brauðasamsteyping þessi, yrði ekki lramkvæind. Jafnframt þvf, að jeg samkvæmt því, sem mjer af sveitungum mínurn á fundinum, var íalið á hendur, í auðmýkt sendi liinuin háu stiptsyfirvöldum bænarskrá þá sem á fundinum var samin, og skýri frá : að annar samhljóða partur er sendur kirkju- og kennslustjómar- ráðinu í Kaupmannahöiii, leyfi jeg mjer að beiðast þess. að hin háu stiptsyfirvöld vildu senda áðurnefndu stjórnarráði, álit sitt um þetta efni, sem jeg dirfist að vona að verði meðmælt bænarskráiini, þar eð hún eins og þóknanlegast má sjá af henni, styðst við eindreginn vilja Hofstaða- og Flugumýrarsóknabúa, og nákvæma þekkingu þeirra á því, sein hjer til liagar, og sem engin von er á að þeir þekki eiris vel , er í fjarlægð búa; samt þareð jeg er þess fullviss, að hinum háu stipts- yfirvöldum, muni vera einkar annt, um uppfræðingu manna í kristindóms efnum; hverju eins og í bænar- skránni er sýnt fram á, að sameiiung þcssi, sökum stærðar á verkahring prestsins, auðsjáanlega yrði stórlega til tálmunar. — Með undirgeíni, í umboði fundarins. Hofdölum 28. apríl 1860. P. Jónsson. Þegar oss fór nú að lengja eptir svari frá stjórn- inni, tókum vjer það til ráðs, að senda bænarskrá til til alþingis svo liljóðandi: Háttvirtu eg heiðruðu alþingismenn I Þar eð vjer innbúar Hofstaða og Flugumýrar þinga brauðs, í Skagafjarðarsýslu, í fyrra vor í aprílmánuði 1860, sendum hinum háu stiptsyfirvöldum, og kiikju- og kenslustjórnarráðinu í Kaupmannahöfn, samhljóðandi bánarskrár, við eptirrit það, sem vjer látuin hjcr með

x

Norðanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðanfari
https://timarit.is/publication/88

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.