Norðanfari - 01.06.1863, Page 1

Norðanfari - 01.06.1863, Page 1
M «1.-84 1§«3 VOIUtAMIIil. Viðaiikalilað. Skipbrot og nianiiadpukknau. Mánudaginn hinn 4. dag maímánaöar 1803, lagði jeg á jaktinni „Anne Margrethe14, scm var 10£ lest aö stærð, ásamt 9 skipverjum mínum út af Rauíarhöfn á Melrakkasljettu, í landnorðan kuldagráði, en um kveldið kl. 10 var komið Iogn, var jeg J)á koinin 3 inílur í landnorður af Rifstanga, vörpuðum vjer þar akkerum, renduin út vaðarhöldum og láum þar til þess kl. 8 morguninn eptir, og höfðum eigi orðið varir hákarls, en þá komin sunnanhríð; leysti jcg þá og ætlaði mjer að sigla vestur að Grímsey, jafnframt og Ijet taka eitt rif úr hverju segli, en þegar siglt höfðum 3 mílur, vor- um vjer í norður aí miðri Sljettu; snjerist veðrið þá á svipstundu til norðurs með stúrhríð og særoki, svo allt ætlaði sundur að ganga, og ?igi annað sýnna enn að jaktinni mundi þá og þá lleygja um, áður en seglin næðust niður. Enginn kostur var annars en leita lands, sein veðrið stóð nú rjett upp á, en ómögulegt að færa segl. Þegar við höfðum alrifað seglin og klossrifað stórsegl og halað upp hálsinn, höíðum vjer horf á land- norður horn Sljettu: Vjer hjeldum að veðri þessu mundi bráðum slota, en oss brást það. Nú settum vjcr upp rifaða stagfokku og hleyptum undau suður með Sljettu, og ætluðum að ná Asmundarstaðavík, en vegna stór- sjóa urðum vjer að fara djúpt fyrir Asmundarstaða- eyjar, en af því leiddi, að þá þurfti að beita aptur app að landi, sem þó varð eigi fyrir rokinu og því að fokk- an fór að bila; inisstum því af víkinni. Það var því eigi annað til ráða, en hleypa inn á þistilijarðarflóan, og freista til, ef unnt væri, að ná Viðarvík, sem er sunnanvið Rakkanesið, vegna þess að þar er vægra brym í norðanátt enn á Þórshöfn, en þá er vjer ná- lægðumst tjeða vík. var rokið eiin svo mikið, að við ekkert varð ráðið, og að ekkert grillti frá sjer fyrir stórhríðinni, hrakti oss þaðan jafnskjótt. Hjer var nú eigi annað til úrræða en ileita Þórshafnar, þó kveld væri komið og náttmyrkrið þegar skollið á, eður að öðrum kosti að leggja austur í ílóann til drifs, sjer í lagi ef upp kynni að rofa, sem íjærri lór, því alltaf var sem veðrið og harkan harnaði og hafrótið úthverfð- ist æ meir, samt sem áður var það þó afráðið að leggja austur í fióann til drifs um stund og síðan til vesturs; og þegar góðan tíma hafði þannig rekið undan, þótt- umst vjer sjá þess merki, að ekki munduin langt undan landi, eða innar lega við Langanes, og Ijet nú horfa eptir þvf striki ijettast mundi á Pórshöfn; og jafn- snart setfur upp ril'aður „klyver", (þríhyrnt frainsegl) sem var danskt og að kalla óbrúkað; en það leið eigi lengi áður hann sviptist sundur, eins og væri blautur pappír, varð því að taka þetta segl niður, og setja fokkuna; þó hún biluð væri, að nýja upp aptur, er og svo svipt- ist bráðum í marga parta. Nú voru öll ráð þrotin til að geta hjargað sjer með seglum; skipaði jeg þá að taka niður fokkuræfilinn, en á rneðan á því stóð, sje jeg, sem var við stýriö, hvar óttalegur brotsjór ríður að, lá þá Jón bróðir ininn á þilfarinu til þess allt af að sjá hvað áttavitanum liði, því ekki varö sjeð á hann nema grúfa fast yfir honum. Jeg kallaði sein mátti og bað menn vara sig, og þegar hafði sleppt orðinu reið sjórinn yfir, er setti skipið á hliðina og á kaf; greip jeg þá í bakstaginn goluborða og hjelt mjer þar; sjór- inn hljóp í seglið; allt var á kafi og engan sá jeg manninn, varaði þetta litla stund, að jaktin lá á hlið- inni, og ekkert upp úr neina goluborðskeipurinn; en rjjetti sig þó smátt og sinátt við, keipaíull á þilfar- inu, en þegar út af henni fór að flæða, sá jeg sumt af mönnunum, og að tveir voru að skríða inn, sem út höfðu farið; sá jeg þá að enn vantaði 2 menn- ina Jón bróður minn og Jón frá Asi. í þessari andrá heyrði jeg til manns framanundir jaktinnni, og hljóp þegar þangað, var það þá Jón írá Ási, sem hafði náð þar kaðalenda, en í þeirri svipan kom sjór og sleit Jón af kaðlinuin og sást hann ekkiframar; ljet jeg þá varpa út akkerum til að halda skipinu upp í veðrið, sem vegna seglaleysis varð að Jiggja flatt fyrir brotsjóunum og veðrinu, og á hverja augnabliki, ekki annað líklegra en það mundi fara af kjölnum, og vjer allir skipverj- ar týnast. Er þetta allt bar að, var kl. hjerumbil 1 f. m. 6. maí. Meðan sandbotnin var, krakaði jaktina með 3 akkerum, er út voru komin, sem að hún laus væri æ lengra upp í boðana, þar til fór að taka við skerin og flúðirnar í botninum; en þá ekkert gat undan látið, kubbuðust festarnar liver af annari, og á meðan vor- um í versta brotinu hafði liver nóg með að halda sjer, en þegar koinið var upp í brymlöðrið sáuin við fyrst land, og landtakan ekki nema sker og urð, og þá hrökk í sundur seinasta festin, og í þeirri kviku barst jaktin langt upp og tók þá fyrst niðri, og í næsta ólagi en lengra og þá yfir mannhæðar há björg, og í hinu þriðja bar hana að tveimur skerjum, öðru að framan en hinu að aptan, hvar hún loksins nam staðar; var þá orðið svo grunnt með útsoginu, að næstum var þurrt ofanvið hana, en botnín þá að mestu Iiðaður undan henni, Ljet jeg þá einn manninn fara á kaðli í land; eptirþaðfór líka að falla út. Vjer sáum þá og, að strikið á átta- vitanum, er jeg haföi siglt eptir að landi, var einmitt upp á ÍMrshöln, og seglin haldið nokkrum mínútum lengur, hefði oss ekkert sakað. Fyrsta áfallið er vjer biðum, hefir vfst verið eina 1000 faðma undan landi, Jóhannes bóndinn á Syðralóni, sagði mjer, að í öll þau 20—30 ár hann væri búinn að vera þar, hefði aldrei jalnmikið brym komið sem nú, nema einu- sinni um haust. Allann tímann frá því jeg ætlaði að bjarga Jóni sáluga hal'ði jeg verið berhentur, þess vegna kól mig á höndurnar. í'á er við höfðum náð úr skip- inu hinu mesta af farangri okkar og komnir heim að Ytribrekkum, var kl. orðin G f. m. Gunnlaugur Guunlaugsson. Þakkarávörp. Jeg finn bæði það er skylda mín, og svo er það tilfinningu ininni Ijettir og þörf, að votta þeim heiðurs- mönnum, mitt innilegasta þakklæti bæði fyrir mig og háseta minna hönd, sem veittu þeim og mjer svo inann- úðlega hjálp og hjúkrun þegar vjer höfðum liðið skip- brot, eins og að oi'an er getið. Tel jeg fyrst heiðurshjónin Jón hreppstjóra og trjesmið Benjamínsson og konu hans Guðrúnu Hall- grímsdóttur á Ytribrekkum á Langanesi, sem tóku við oss öllum 8 skipbrotsmönnum eins og beztu foreldrar, og veittu oss ekki að eins einhvern hinn bezta beina, heldur svo nákvæma aðhjúkrun á öllu sem framast má veröa, og einkum mjer, sem talsvert var kalinn, eink- um á annari hendinni. Allar þessar miklu og mörgu velgjörðir, veittu þau heiðurshjón oss mcð þeirri gleði, að það var eins og vjer hefðum átt hjá þeim skuldir, sein þau nú væri að iúka. J’á má jeg ekki gleyma að geta göfuglyndis þess,

x

Norðanfari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðanfari
https://timarit.is/publication/88

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.