Norðanfari


Norðanfari - 06.04.1869, Blaðsíða 3

Norðanfari - 06.04.1869, Blaðsíða 3
— 35 — En þd vj'er höfnm gjö'rt riib fyrir þessari upphæb er þab, eins'og allir sjá, byggt á áætl- unum einkum hvab árlega tillagib snertir, því þab hlýtur ab grundvallast á árlegum reikningi bústjdrans eplir sem hann kostar miklu til jarbabdta, húsabygginga eba til abgjörba verk- færum, og getur því aubveldlega orbib meir ebur minna, allt eptir því hvert meir ebur minna, cr unnib enn hinni ákvebnu upphæo nemnr. Eins og oss virbist þab mibur eiga vib, ab æt!a bústjóranum allan arbbúsins til launa, f stabin fyrir ákvebna upphæb í dalatali, þann- íg búumst vjer vib ab löndum vorum þyki þetta atribi skobunarvert, ekki einungis ab því leyti sem arbur búsins fyrst um sinn er dviss, ab fullnægja verbskuldan búsljórans svo ab hann sje í haldin, heldur einnig í tilliti til stofnnn- arinnar, er ætti sem fyrst ab ná hæfilegum þroska. þetta, sem vjer verbum ab álíta neyb- ar úrræbi, liefir búnabarnefnd sýslunnar gripib til fyrst um sinn, vegna þess þab þdlti fyrir- sjáanlegt ab full erfitt mundi ab fá fje til stofn- unarinnar sjálfrar, og þeirra útejalda er ekki verbur hjá komist, virbist oss því sjálfsagt ab rába bdt á þessu hvenær sem kringumstæbur leyfa. Vjer gjörnm nú ráb fyrir ab ýmsir kunni þeir ab vera er þykir þetta ærib fje, og ab vel hefM mátt byrja mcb minna. En vjer hibjnm þess sje vel gætt, ab slík stofnun er þess eblis, ab hún getur ekki byrjab meb litlu fje til þess ab geta nokkub svarafe til síns augnamibs. Vjer sjáum fyrir augum vorum, ab margur mábur sem hefir 2000 rd. bú ílif- andi peningi, á fullt í fangi ab komast vel af, ab minnsta kosti þykjast fáir græba , þd ekki sje mikib lagt í kostnab; og gjörum nú ráb fyvir ab bnstjóranum væri ab fullu endurgold- jn jarbabdta- og bygginga kostnaburinn, þá er hann þ<5 naumast í haldin, þegar hann er skyld- nr ab halda 3 kennslupilta árlega, og sem ao líkindum koma á hverju ári öllum störfum «5- vanir. Bústjdrinn hlýtur líka afe gjalda vinnu- fdlki og svara öllum opinberum gjöldum sem hver annar bdndi. Sumir kunna ætla ab dþarfi sje ab gjöra bú.stj<5ranum ab skyldu ab halda pilta mebgjafarlaust, og megi þá ab mestn eba öllu falla í burtu hife árlcga tillag sem ætlab er til jarbaböta og viburhalds jarbyrkjuverk- færum. En oss virbist þetta allt á annan veg. Vjer erum alls ekki vissir um, ab þeir yrbu margir er leitubu sjer kennslu upp & þann máta ab greiba meb sjer fulla mebgjöf, auk þess sem þab væri meb öllu frágangssiik fyrir fátækl- jnga, og vita þd allir ab hæfilegleikar manna fara alls ekki epiir efnum. En færi svo, sem dttast má fyrir, á meban menn hafa ekki feng- ib lifandi sannfæringu fyrir nytsemi skdlans, ab fáír vildu kosta niiklu til námsins, þá tap- abist ab mikln leyti gagn þab er af stofnun- inni mætti hafa, og væri þá illa farib. þab yrbu þó ætíb fáir af öllum landsmönnum, er gætu meb eigin augum sjeb framkvæmdirnar, og þvi færri er nokkub gætu numib til hlýtar abferb þá er hentust væri í sjerhverri búnabar- grein. þab leiíir einnig af því, efþessi abferb væri vibhöfí, ab bústjdranum yrbi ekki gjört ab skyldu, ab framkvæma nein jarbabóta störf tiema eptir kringumstæbum. og má þá óttast fyrir ab þau yrbu minni enn dskandi væri. þetta er líka þvert á mdti þvf scm vibgengst á samkyns stofnunum erlendis t. a m Nor- egi, þar er hverju fyrirmyndarbúi og búnab- arskdla gjört ab skyldu ab halda vissa tölu af kennslupiltum án mebgjafar, og þarf þ<5 ekki ab dttast fyrir ab ekki vilji n<5gir læra þar sem sannl'æring fyrir naubsyn og nytsemi slíks náms er orbin samgrdin mebvitund hvers manns. Vjer álítum mjög áríbandi ab gjöra allt sem framast vcrbur til ab gjöra mó'nnum sem Ijeft- ast fyrir ab nema haganlegri og kostnabar minni abferb vib bunabarstörf og jarbabætur enn menn almennt hafa vibhaft. þab er hörmu- legt, ab þd menn lángi til ab sljetla eina þúfu fæst valla mabur er kunni ab rista haganlega ofan af henni, eba pæla hana, nema meb pál- eba skdflu ; fáir er kunna til nokknrrar hlýtar mamrtarækt, því sítur menn þekki nokkra ab- ferb ab rækta innlendar tejurtir, er oss væri þó mikib bollara og haganlegra ab nota, enn kaupa slíkt ab útlendum meb ærnu verbi, ab vjer nú ekki tölum um annab enn óþekktara svo sem plægingar á sljettu til ab auka frjdv- semi jarbarinnar, tiHtúning og aukning áburb- ar, og alla meblióndlun hans, er til betii nota má verba, steinliiisabyggingar og margt fieira; og hvar geta meun lærtþetta annarstabar enn í búnabarskólum, eba bjá þeim mónnum er þar hafa lært Vjer viljum ennfremur taka þab fram, ab eins og þetta er hin fyrsta tilraun ab stofna búnabarskóla á landi hjer, eins áríbandi er ab rasa nú ekki fyrir ráb fram, ab svo miklu ieyti hægt er viö ab gjöra, því mistukist þessi til- raun mun þess langt ab bíba, ab slíkt verbi apiur reynt. þetta mál má því vera öllum landsmönnum jafnt áhugamál, því allir ættu ab geta uppskorib ávöxt þess. þabhlýtur hver mabur ab sjá, ab fáir geta haft gagn afstofn- uninni nema meb því ab láta unga og efni- lega menn nema þar alla þá búnabar abferb er kennd yrbi, og ætti ab minnsta kosti hver sú sýsla er legbi fram fje til stofnunarinnar eiga kost á ab koma þangab ungum mönnum mebgjafarlaust, þær fyrst er mest styrktu til fyrirtækisins. þab er því sannfæring vor, ab dgj'örandi sje ab veita ekki í hib minnsta 3 piltum tæki- færi til ab geta fengib ókeypis kennzlu, og hefbi þó verib æskilegt ab þeir helbi getab ver- ib fleiri, en þab virbist oss samt vart hugsandi ab svo komnu ; þab er ekki heldur óhugsandi ab einliverjir kynnu þeir ab vera er vildu koma sjer fyrir upp á mebgjöf. Vjer álítum þetta jafnvel svo mikilsvert atribi, ab vjer vildura heldur bíba í fleiri át epiir ab stofnunin kæm- ist á fót, enn dregib væri úr tiilu kennslu- piltanna, ef vjer gætum þá átt víst ab fá ann- an eins bústjóra og vjer nú eigum kost á. En hvaban fæst allt þettafje? mun marg- ur spyrja. Vjer getum ekki svarab þessu bein- línis; því þ(5 vjer vitum ab Húnvetningar leggi allan hug á þetta mál, og vjer ætluin ab tölu- verb vibbót fáist enn hjer í sýslu, og þ<5 vjer fulltreystum því ab hinn hávelborni amtmabur vor herra J. P. Havstein, sem í hvívetna gjörir sjer svo einkar annt um hági og framfarir amtsbúa sinna muni styrkja fyrirtækib eptir föngum af búnabarsjóbi amtsins, þá ætlum vjer ab þelta nái skammt, En eins og vjer vitum ab ekki allfáir merkir menn í öbrum hjeröb- um hafa nú þegar beilio ab styrkja fyrirtækib, eins vonum vjer ab almenn hluttekning og á- hugi fyrir málinu rybji sjer lil rúms um allt land, jafnótt og þab í hverju hjerabi vinnur sjer g(5^a forvígismenn. Vjer leyfum oss því ab skora á ybur heibr- ubu landar! um ab gefa málefni þessu þann gaum er þab á skilib; því málefni sem máskc er undirkomin framför og búsæld vor og nibja vorra; því málefni sem er hib vissasta mebal ab gj<ira oss sjálfærasem þjób. þjer embætt- ismenn og alþíngismenn þjúbarinnar! Ieibbein- ib hinum fáfróbari í skobunum á þessu hj'er óþekkta málefni. þjer landar góbirl er hafib kosib ybur stöbu mebal erlendra þjófa, munib eptir „fjallkonunni fríbu", á hverri þjer drógub hinn fyrsta lífsanda í brj<5st ybar, fylgib drengi- fega þessu velferSarmáH föburlands ybar, styrk- ib þab í orbi og verki, ræbu og ritum, og mæl- ib fyrir því vib veglynda mannvini hvar sem þjer hittib þá. f>jer kaupmenn vorir 1 látib sjá ab þjer sjeub 'ekki þeir útlendingar er komib hingab í einnisaman grdbavon, án þess ab láta ybur nokkru skipta um hagi vora, meb því ab votta veglyndi ybar vib þetta tækifæri. þjcr hinir fáu aubmenn vorir! sýnib nií ab þjer kunnib ab brúka fje ybar, hjer er sábreitur til- reiddur fyrir ybur er getur borib löndum yfar margfaldan ávö.xt, og geymt verbugann heifur nafns ybar f <5gleymanlegri og þakklátri end- urminningu mef'an land vort byggist. J'jer sem synjab befir verib þeirrar giebi ab eiga börn á lífi! hvab getur verib ybur ánægjulegra enn láta þessa eba abrar þjdbstofnanir njdta fjár ybar, og efla þannig heill og hagsæld komandi kynsldba um dkomnar aldarabir. Og þjer bændur vorir og 611 alþyba manna! ligg- ib ekki heldur á libi ybar, og þó ekki sje hægt fyrir hvern einn ab leggja fram mikib fje, þá gætib þess ab skildingurinn gjörir dalinn, og margir dalir hundrab, já þúsund dali. Landar gdbir! leggjumst nú allir á eitt og fytgjum máli þessu af alhuga, og meb þeirri sannfæringu, ab vjer meb því lpggjum þann bezta grundvöll fyrir farsæld komandi kynsldb- ar er í voru valdi stendnr, og sáum" því sæbi er um langan aldur getur borib hina blessun- arríkustu ávexti! Látum ásannast ab vjer höf- um tilfinningu fyrir sdma og gagni þjóðar vorr- ar, er fyiir 700 árum mátti kallast fyiirmynd annaia, en sem nú er orbin eptirbáiur,3 fiestra þjóba. Látum ekki lengur þnrfa ab bera oss á bryn ab vjcr sjeum ættlerar En verum sjer í lagi samtakaí þvíab bibja Drottinn ab blessa þetta sem öll önnur fyriitæki vor. pá getum vjer líka dhult treyst þvfab „Gub bjargar þeira sem vill bjarga sjer sjálfur". Eins og vjer meb línum þessum vildum hafa hvatt landa vora til ab stybja og styrkja stofnun þessa, eina má ætla, ab ef menn síb- ar f ó'brum hjeröbum vildu reisa því líkar stofn- anir, ab Hdnvetningar myndu þvf síbur draga sig í hlje meb fjárframlög þar til, sem abrir landar vorir í fjæiliggjandi hjeröbum gefa nií þessu mííli meiri gaum, og þá hluttekningu sem þab á skilib. þannig ætti ab komast á samvinna mebal landsmannaí fleira tiliiti, þvf ^margar höndur vinna Ijelt verk", og meb sam- tökum og gdbum vilja geta menn komib því til leibar, sem færir Sldum og óbornum dmetan- lega hagsæld, en sem hverju einstöku hjerabí er dmögulegt. Ritab f febrúar 1869, af nokkrum meblimum búnabarfje- lagsins f Húnavatnssýslu. TAKIÐ þÁTT í NAUDSYNJUM HEILÁGRA; . STUNDIÐ GESTRISNINA, Rómv. 12, 13. þegar jeg les augly'singar manna í blöí- unum um grcibasölu, dettur mjer í hug, ao orb Frelsarans: gestur var jeg og þd hystir mig, fari ab missa sitt fyrirheiti, ef enginn fer ab hýsa annan nema fyrir borgun út f hönd, því þá mis8ir aufcsjáanlega gestiisnin sitt mæti, sem dyggb. En gestrisnin hefir þd ávallt ver- ib álitin einhver hin fegursta og ómissanlegasta dyggb í mannlegu fjelagi; því þab mun seint verba svo, ab einn verbi ekki upp á annan koininn í þessu eins og öbru efni; og sá hefir ávalt verib álitinn tilgangur Forsjdnarinnar meb hinni dlíku lítbýtingu efnahagsin9, ab reyna hjnrtu hinna efnabri, og ætlast til ab heir roiM- ubu hinum, sem mibur meiga, af því, er hún hefir fengib þeim til mebferbar. Gestavinátt- an þdtti einhver hin fegursta dyggb ( fornöld

x

Norðanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðanfari
https://timarit.is/publication/88

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.