Norðanfari


Norðanfari - 24.07.1869, Síða 1

Norðanfari - 24.07.1869, Síða 1
8 AR M 35.-36 MÐANFARI. AKUREYRl 24. JÚLÍ 1869. í þau 20 ár sem jeg hefi verið við- riðinn íslenzku málin hjer í stjórnardeild- inni hefi jeg átt því láni að sæta, að mjer hefir ekki svo jeg viti verið kennt um ó- ráðvendni, hvernin sem inenn að öðruleyti kunna að hafa dæmt um embættislærslu mína. Jeg hel'ði því voriað að inenn hefði látið mig í friði þann stutta tíma sem að öllum líkindum er eptir þangað til jegget skilað af mjer embættisstörium mínum í betri hendur, cn sú von hefir brugðist ept- ir að jeg iiefi sjeð grein þá sem um mig stendur í, Norðanfara 22. okt. f. á. Það er ekki nóg ineð það að mjer er þar kennt um, að jeg hafi stofnað lífi og heiisu lands- manna minna í voða með því að leyfa fiskiveiðafjelaginu að hafa við eiturskeyti til að drepa hvalina með, heldur er sagt, að jeg hafi gjört það fyrir eigin hagsmuna sakir, af því jeg sje hræddur um að missa fje það, sem jeg hafi skotið til fyrirtækis fjelagsins. Þessi aðferð höfundarins er svo hatursfull og illgjörn, og þau vopn sem hann beitir svo eitruð, að einginn heiðvirður inaður ætti að geta verið þekkt- ur að því að hafa siíkt í frami við þann mann, sem ekkert hefir fil sakar unnið. Jeg hræðist samt ekki þessi eiturskeyti höfundarins, og mjer heföi ekki komið til hugar að virða greinina svars, hefði ekki málefnið í sjálfu sjer verið svo mikils vert, að jeg vildi nota tækifærið til að skýfa frá stööu minni og stjórnarinnar í þessu efni. Jeg get sagt það með sanni, að jeg hefi ekki gengið í fiskiveiðafjelagið af á- bata von, en jeg gjörði það af því jeg bæði áleit fyrirtækið gott í sjálfu sjer og hjelt að það einkum yrði gagnlegt fyrir ísland eins og líka hefir sýnt sig, því auk þess að LJendingar gætu með þvf fengið atvinnu og lært sjómennsku og betri að- ferð við fiskiveiðar en menn eru vanir við, þá liefir það komið mörgum fátæklingum að haldi í því harðæri, sem nú hefir verið á Austurlandi á þessum árum, að fá hvala- kjöt annaðhvert gefins eða með gjafverði, og veit jeg með vissu, að hinn heiðraði verkstjóri fjelagsins hefir iátið þessa hjálp í tje með hinni mestu mannúð og vclvilja eins og hans var von og vísa, og að lje- lagsstjórnin hefir að sínu leyti tekið í saina streng og samþykkt aðgjörðir hans í því eftai. f*að er satt, að jeg hefi skotið 200 rd. til fjelagsins, og nú skyldi jeg til að missa ekki leiguna af þessu mikla fje vilja stofna landinu í háska ! Hingað til hefi jeg ekki haft neinn ágóða af þessum pen- ingum, en til þess að sýna að mjer er ekki heldur svo mikið um það að gjöra framvegis, bíðst jeg til áð láta Iiöfund greinarinnar, ef hann vill segja til nafns síns, fá þann ágóða, sem jeg á í vænd- um, þó hann sízt eigi það skilið. En eins og jeg ekki gekk í fjelagið fyrir ábata sakir, eins hefði mjer ekki dottið í hug að jneta hag þess ineira en hag íslendinga hefði þeir kon ið í bága hver við annann. Pegar jeg því sá af auglýsingu kapt. Hamm- ers, að liann ætlaði að hafa við eiturskeyti, sem menn þá ekki þekktu, en voru álit- in hættuleg fyrir líf og heilsu manna, rjeði jeg fastlega frá því bæði við hann sjálf- an og við stjórn fjelagsins, eins og jeg líka strax og áður en nokkrar ura- k v a r t a n i r v o r u u in þ a ð k o m n- ar frá íslandi, bar málið upp íyr- ir stjórnarlierra dómsmálanna, sem einnig sjálfur heíir ráðið því til lykta, og getjeg sagt með sanni og sannað nær sem vera skal, að jeg hafi hvatt en ekki latt stjórn- ina á að skerast svo kröptuglega í málið sein mögulegt var, svo að allt það sem höfundur greinarinnar ber mjer á brýn í því tiiliti er, eins og annað, sem hann heíir boriö upp á mig, helber ósannindi. Stjórnin skoraöi einnig fastlega á forstjóra íbkiveiðafjelagsins að hana ljeti af áformi sínu að hafa við eiturskeyti, en með því hann þá var búinn að kynna sjer aðíerð þá sein höfð hafðí vefið annarstaðar til að drepa hvali með eitri og var kominn að þeirri niðurstöðu, að hún væri hættu- laus fyrir líf og heilsu þeirra sem neyta hvalakjötsins, var hann ekki íáanlegur til að gefa skýlaust loforð fyrir því, en lof- aði þó að hafa ekki við tjeð skeyti nema því að eins, að það væri óumflýjanlega nausynlegt, þ. e. að segja, að honum ekki gæti tekist að drepa hvalina með öðru móti, og um leið lol'aði hann að hafa þá varúð við, að reyna til með því að gefa dýrum, (hundum og hestum) kjötið, hvert það væri skaðlegt til fæðis, og ef svo reyndist, að hætta þá algjörlega við þessi veiðarfæri. Heilbryggðisráðið viðurkenndi að vísu að ekki þyrfti að óttast eitur það sem í hvalina kæmi ef það dreiföist um allan hvalinn; en hjelt þó að ef eitrið safnaðist fyrir á einum stað, einkum við sárið, þá gæti neyzla þeirra parta hvals- ins orðið mönnum hættuleg, og þó reynt væri að gefa skepnum kjötið til ætis, væri það ekki óyggjandi. Kapt. Hammer hjelt þar á móti að þetta þyrfti ekki að óttast því ef sárið væri opið, mundi eitrið bráð- um skolast úr af sjónurn, og ef sárið væri lokað, mundi, af þeim mikla hita sem í hvalnum er, þeir partar hans, sem væru næst sárinu, strax úldna, og menn því af sjálfum sjer forðast að hafa þá til fæðu, auk þess að hann ætlaði sjer opinberlega að vara almenning við að nota þessa parta hvalsins. IJegar nú reynsluna vantaði, var vandi úr því að skera, hver rjettara hefði fyrir sjer, Hammer eða heilbrygðisráðið, en ef hann nú hafði rjettara, átti þá stjórn- in, þó hún hefði getað, að banna honum að viðhafa þau veiðaríæri, sem nauðsynleg voru til að halda hvalveiðum áfram og með því spilla atvinnuvegi, sem er nyt- samur ekki að eins fyrir fjelagið, heldur einnig og það máske hvað mest, fyrir ís- land. Þessu atriði gleymir höfundurinn eða hann vill ekki gefa því gaum af því að hann hugsar eingöngu uin eigendur hvalrekanna en ekkert um hitt, hvílíkt gagn landinu og einkuin fátæklingunum er að hvalveiðinni, óg er þetta atriði þó ekki lítils vert. þó er meira í það varið, hvert stjórnin gat bannað kapt. Hammer að nota þessi veiðarfæri á meðan ósannað var að þau sje skaðleg, og hann þar að auk hafði boðist til að lyrirbyggja hættu þá sem menn óttuöust af greindri veiðaraðferð, á þann hátt, sem hann áleit fulltryggjandi. þetta varð stjórnin vel að yfirvega, því ef hún bannaði það, var við því að bú- ast, að kapt. Hammer leitaði aðstoðar hjá — 69 — dómstólunum, og hefði þá niðurstaðan orð- ið, að bannið heföi verið álitið ógylt, hefði Hammer sjálfsagt heimtað skaðabætur íyr- ir atvinnumissi þann er hann hafði orðið fyrir, og hefði það valla orðið smámunir. Stjórninni er því ekki láandi, þó hún færi varlega í málið, og skal jeg geta þess, að amtmaður Havstein var í fyrra vor búinn að skipa sýslumanninum í Suðurmúlasýslu að leggja löghald á eitur það og eitur- skeyti, sem Hammer ætlaði að hafa til hvalveiðanna, en sá sig seinna um hönd og tók bannið aptur, og kallar höfundur- inn sjálfur þetta „kröptugar ráðstafanir“. Jeg skal enn bæta því víð, að sýslumað- ur Smith helir í brjefi til dómsmálastjórn- arinnar 12 nóv. f. á. skýrt frá, að Hamm- er hafi drepið einn hval með eitri, og að það hafi sýnt sig við ýmsar tilraunir sem gjörðar hafi verið (en þess er ekki ná- kvæmar getið á hvern hátt þær haíi verið gjörðar), að bæði kjötið og blóðið hafi verið öldungis hættulaust, og að fregn- ir þær sem útbreiddar hafa verið í íslenzk- um blöðum um að hundar, sem hefði jetið hvalakjötið hafi drepist af því, sjeu með öllu tilhæfislausar. Höfundurinn hefir ennfremur sagt um mig að jeg hafi reynt til að eyðileggja sauðfjárræktina með því að víðhalda sunn- lenzka kláðanum með lækninga káki; að jeg mundi vera þrándur í götu fyrir stjórn- frelsi Islendinga, og „svo sem í ofanálag“ (hvílfkt ódæði!) að jeg forsvari Magnús Eiríksson. Jeg get nú ekki borið á móti því, að jeg álíti fjárkláðann Iæknandi og að jeg hafi betra traust á dýralæknum en laga- mönnum í því efni; jeg álít því rjettara að hafa við lækningar heldur en niðurskurð alstaðar þar sem þeiin verður viðkomið, en jeg veit að þetta hefir ekki orðið gjörtenn sein komið er á öllum stöðum, og því hefi jeg, og það máske freinur en vera skyldi, lilífst við niðurskurðarmennina; en það er meining mín, að menn ætti nú, þegar kláð- inn er upprættur, að búa sig svo undir bæði með dýralækna, meðöl, fjárhús og fóður, að ef kláði kynni að koma upp cinhverntíma aptur, landsmenn þá gæti við- haft lækningar alstaðar í staðinn fyrir nið- urskurð. Jeg skal ekki á þessum stað forsvara gjörðir mínar í stjórnarskipunarmálinu, en jeg skal þó viðvíkjandi því atriði málsins, sein jeg einkum hefi haft að gjöra með, nefnilega fjártillaginu, vísa til þess sem liggur fyrir allra augum, álits mfns um það í fjárhagsnefndinni, og að þetta álit er sú undirstaða, sem bæði stjórnin og al- þingið yfirhöfuð hafa byggt á; fáist ann- að betra eða meira, skal enginn fremur en jeg gleðjast yfir því, en hvað að öðru- leyti stjórnarskipunarmálinu sjálfu viðvíkur, skal jeg geta þess, að jeg fyrir mörgum árum síðan hefi samið frumvarp til stjórn- skrár handa Islandi sem í engu er miður frjálslegt en það sem lagt var fyrir alþingi 1867, en jeg hefi ekki gjört það í þeim tilgangi, að verða sjálfur ráðgjafi fslands; jeg hvorki sækist eptir því nje öfunda nokkurn fslending af að komast í þá stöðu, því jcg hefi sjálfur reynt hverra þakka þeir mega vænta, sera starfa að íslenzkum

x

Norðanfari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðanfari
https://timarit.is/publication/88

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.