Norðanfari - 19.04.1873, Blaðsíða 2
Höfundurinn hefir sama vopniö aptur á lopti í grein
sinni, þegar liann segist halda, «að þióðvilji hafi eigi
verið til frá upphafi heims og verði eigi til heims enda,
en sízt af öllu að hann eigi sjer stað hjer á landi í
þessu máli«. Oss skal ekki furða á því þó hann þykist
ekki þurfa, að fara eptir vilja kjósenda sinna á þinginu
fyrst hann tekur svona djúpt í árinni. það mætti koma
með nokkrar athugasemdir og spurningar út afþessum
orðum höfundarins, en vjer sleppum því, þar auðsært
er af hverri rót þau eru runnin, og vjer höldum að hann
verði -að skýra þau betur, áður flestir lesenda hans fall-
ast á þau.
J>ó að hinn þjóðkjörni meiri hluti alþingis af þörf-
inni á stjórnarbót, og af sáttfýsi við stjórnina, hafi hreytt
áliti sínu um ýmsa tilhögun á stjórnarbreytingunni, hefir
hann samt alltaf, staðið fast á því, að skilyrði fyrir eðli-
legum framförum landsins væri: að stjórn^pess, i öllum
sjerstaklegurn riiálum, ætti heima í landinu sjálfu og stæði
í ábyrgð fyrir innlendu þingi. þetta kalla menn þjóð-
vilja í þessu máli. það er auðvitað;, að ef allir hinir
þjóðkjörnu þingmenn hefðu verið á þessari skoðun, og
kjósendur ekki verið svo óheppnir að senda á þing nokkra
undanvillinga, þá hefði þjóðviljinn sýnt sig aflmeiri, og
ábyrgð stjórnarinnar verið, að því skapi þyngri.
Tilgangur þjóðvinaQelagsins er óneitanlega sá, með
öllu löglegu og leyfilegu móti og með ráði beztu manna,
að efla lieill og hamingju þjóðarinnar. Er þá ekki eðli-
legt að það taki stjórnarbótina með öðru góðu, inn í
verkahring sinn. það er ekki þannig lagað, að það þurfi
að skammast sín fyrir neitt, eða fara huldu höfði, og
það hefir heldur ekki gjört það. Ekkert liefði höfundi
verið hægra, en að vera því kunnugurfrá rótum, efhann
hefði viljað, og oss furðar stórlega, eptir því hve fag-
urlega hann lýsir þjóðvináttu sinni, að hann skuli ekki
vera genginn í fjelagið, og jafnvel orðinn einn af forvíg-
ismönnum þess.
En það er að sjá, sem höf. ímyndi sjer að þjóðvina-
fjelagið sje eitthvað ískyggilegt og hlægilegt fjelag? Ilann
segist ekki þekkja það að neinu. þjóðvinirnir hafi ekki
viljað segja sjer sínar hugmyndir. ílann miðar það við
Feníafjelagið, sem vjer þekkjum af »Skírnir«. Hann seg-
ist nýlega hafa sjeð einn þjóðvininn biðja um svínsflesk
og ýmislegt matarkyns fyrir lOrd. gefna í þjóðvinar nafni.
Hann segist »vilja verða fjelagsmaður, ef þjóðvinirnir
geti sýnt sjer nokkrar líkur til, að vjer með því að skjóta
fje saman, getum fengið umhyggjusama og atkvæða mikla
stjórn á öllu landinu. þá vill hann eigi kosta fje til
þess að þingið fái löggjafarvald og fjárforræði, ef það
fengist með fje«. þetta er nokkuð óviðkunnanlega orð-
að, og virðist helzt eiga að skiljast svo, að hann álíti
óþarft að þingið fái löggjafarvald og fjárforræði, og styðst
sú ætlun við það, sem hann hefir sagt áður, um þá
stjórnarskrá, er meirihlutinn vildi fá framgengt.
Útlendur ágætismaður, sem i þekkingu á þjóðarjetti,
stjórnfræði og lagasetning stendur jafnfætis, ef eigi ofar,
hverjum sem er, hinna heiðruðu minnihluta manna, hefir
opinbérlega dáðst að, manndáð þeirri og drenglyndi, er
vor fámenna og snauða þjóð, er sýnast mætti, að lítill-
ar menntunar ætti úrkosti, hafi sýnt, til að verja þjóð-
frclsi sitt móti yfirsterkari þjóð. Er þá ekki sorglegt til
þess að vita að hinn heiðraði höfundur slíkur merkis-
maður sem hann þykist vera og þar til kjörinn fulltrúi
þjóðarinnar, skyldi að minnsta kosti ekki hlífast við, að
fara þeim orðum um þjóðvilja vorn, og þjóðvinafjelag
sem hann heflr gjört, heldur þvert ámóti voga að ganga
í berhögg við þjóðina og leitast við að fá hana til að
lialda að þjúðvinafjelagið sje stofnað í þeim tilgangi sem
því hefir aldrei til hugar komið. Ilvað slíkir menn verð'
skulda af þjóðinni viljum vjer ekki lýsa hjer. En oss
undrar mikillega að kjósendur hans skuli lofa honum oð
sitja óáhrærðum, og það þess heldur sem vjer þekkjum
að margir á meðal þeirra eru sannir þjóðvinir, er vjer
hefðum trúað til þeirrar einurðar að óska þess af bon-
um að hann viki úr fulltrúa sætinu á næsta þingi, °»
lofaði varafulltrúanum að komast að, sem vjer erum sanB'
færðir um, að aldrei mundi verða að viðrini þjóðari^nar•
Vestfirðingur.
BENDING.
Flest verður ógæfu íslands að vopni. Mörgum sáf'
um særist »Eldgamla ísafold«. Viðkvæmust eru þó sár
þau, sem hún fær af sonum sínum, og sem henni erU
veitt einmitt þar, sem höggstaður hennar er sárastur, a
sjálfu alþingi. Tvenns konar eru synir hennar, þeir
sem á alþingi sitja. Aðrir eru til þeirrar setu kjörnir af
konungi, hinir af þjóðinni. Hinum fyrrnefndu er í sinH
hóp tíðrætt um ábyrgð sína fyrir konungi, kjörherra sín-
um; þeir um það. þeir hafa og áður verið slegnir til
riddara lijer í Norðanfara, svo að litlu þarf þar við að
bæta. Ilinir síðarnefndu geta ekki borið fyrir sig kosn-
ingu konungs; þeir eru, þeir vita að þeir eru: þjóð-
kjörnir þjóðarmenn. Ftest verður ógæfu íslands að vopni,
að af þeim örfáu minnihlutamönnum, sem nú munu
finnast á íslandi, skuli þó fyrir víst 4 menn vera komn-
ir inn á þing. Ilvílík fáheyrð óheill I Nema svo sje,
að einhver sjerlegur óheilla andi svífi yfir þinginu, svo
að jafnvel allieilir ættjarðarvinir sýkist þar, blindist og
blekkist. Að andi villunnar og vondskunnar í stjórnar'
efnum sje ríkari á alþingistaðnum en annarstaðar í landr
inu, er allt of ljóst. því er margsinnis verr. þá fyrst
geta menn og skilið það, hvernig vænir og samvizku-
samir menn flækjast inn í skoðanir, sem ættjörðu vorri
eru skaðlegar og hættulegar. Af hinum 4 þjóðkjörnu.and-
vígismönnum eru það fyrir víst 2, sem lrnfa á sjer al-
menningsorð sem vandaðir dánumenn. En því þyngrí
er og ábyrgð þessara manna og skuldbinding, að gjöra
þjóð sinni ekki tjón, nje veikla hennar veiku krapta.
það virðist ckki vera ofhörð krafa, þótt til þess sje
ætlast, að minnsta kosti af hverjum þjóðkjörnum þing-
manni, að hann ekki leyfi sjer að mæta á þingi fyrir
hönd, kjósanda sinna, i allsherjarmáli allra landsmála
nema hann geti staðið á þingi sem forvígismaður þeirra
og vörður landsrjettindanna. því virðist það og liggja
beint við, að Rangæingar, Vestmanneyabúar, Gullbringu-
sýslungar og Dalamenn, sem ekki hafa ástæðu til að
treysta þingmönnum sínum að svo stöddu, ættu að skora
á þessa þingmenn sína, að fara hvergi á þing næsta
sumar, nema því að eins, að þeir lofi því statt og stöð-
ugt, að vera talandi munnur kjósanda sinna og berjast
með einurð fyrir landsrjetti vorum; ella skuli þeir
láta varaþingmennina fara í hinna stað, sjeu þcir líklegir
og rjett sjálfsagðir til þess, að staudast villuandann.
En þar sem ekki stæði svo á, ætti alls enginn að fara
á þing, úr því kjördæmi. Að þessu ráði sje fylgt, virð-
ist þjóðin eiga heimting á af áðurnefndum kjördæmabú-
um, sem með sinum slysalegu kosniugum hafa unnið
ættjörðu vorri stórt tjón. Hins vegar er það næsta ó-
líklegt, að nokkur þingmaður streytist við að fara á þing
þvert á móti bæn kjósenda sinna, og ávinna sjer þann-
ig verðskuldaða gremju þeirra og allra sannra íslendinga.
GYLLINI-KLENÓDÍ.
X.
Jeg er konungkjörinn,
Kross og nafnbót fæ.
í mjer eykst svo mörinn,
Að jeg skellihlæ; —
Hlæ, þó gráti þjökuð þjóð.
Fyrir danska sæmd og seim
Sel jeg íslenzkt blóð.
Auk þess sem jeg fitna svo vel af hinu feita em-
bætti (sem jeg nefnilega tel mjer víst, um leið og jeg
verð konungkjörinn), eða með öðrum orðum, fæ svo
mikil embættislaun, að jeg get átt góða daga og lifað í
dýrlegum fögnuði, þá á jeg og einnig í vændum tvær