Norðanfari


Norðanfari - 20.04.1876, Blaðsíða 3

Norðanfari - 20.04.1876, Blaðsíða 3
Forngripasafnið. Er pað lagst í dá með Sigurðí rnálara? f>að sýnist svo, því enginn veit um forstöðu- mann pess, og pað er hvergi auglýst. Eng- inn getur pví átt við að senda ],ví neitt pó vildi; sjer er hver stjórnin. 15—15. Spurning: Hvað líður störfum nefndar peirrar, er kosin var á hókmenntafjelagsfundi 15. júlí næstliðin, til að endurskoða lög fjelagsins og brejta peim á- haglcvæman hátt, eptir ánda tímans, og uppástungum fjelagsmanna á fundinum? Fjelagsmaður. Bjett er hezt, en rangt er verst. Ritstjóri Norðlings hefir í seinasta blaði 'SÍnu látið prenta ósannar frjettir eptir mjer af Austurlandi, um tíðarfar par fyrirfarandi o. fl., pví það er alveg tilhæfulaust, að jeg hafi sagt „allgóða tíð þar eystra og jarða- samt“, eins og blaðið segir; jeg hafði heldur ekki talað eitt orð við ritstjórann, frá þvi jeg kom að austan, hvorki um tíð- arfar nje annað. Jeg vil því leyfa mjer að ráða ritst. til að tala við mig sjálfan, ef honum skyldi þóknast að taka frjettir eptir mjer í blaðið, en henda ekki hjer og hvar i lausu lopti tilhæfulaust slúður, og segja síðan að austanpósturinn hafi borið þessar frjettir!! Aptur má geta þess, að það sem sagt *er í Norðanf. um veðuráttufar, jarðir o. fl. á Austurlandi, er alveg rjett, og eins og jeg sagði ritstjóranum sjálfur frá því. Akureyri, 10. api’íl 1876. Sigfinnur Finnsson, ■ austanpóstur. IJr hrjeíi af Suðurlandi 30.—3.—76. — „pó eitt sunnlenzku blaðanna hafi heltst úr lestinni og dagað uppi í „Geysir“, þá eru tvö samt eptir, sem Norðanf. getur ausið upp úr frjettirnar sem öðrum Mímis- brunni, svo kalla má að sje að beraíbakka- fullann lækinn, að rita þjer nokkuð í þá átt, eigi að síður skal jeg þö enn í stuttu máli geta veðuráttunnar með fl. til frainhalds síð- an á kindilmessu f. m. — |>ar til 3 vikur af þorra var lík veðurátta og áður var ritað; skipti þá um hana til þráviðris og aust- ræninga með heiðríkjum og frosti nokkru, er mest varð seinustu þorradagana og 11 0 á þorraþrælinn. Hinn 11. þ. m. kom norð- an kólga með gaddi og snjókomu nokkurri til fjalla, er hjelzt við til þess 16., var frost- hæðin hinn 14.—16. mest 16 0 á R. Með hinum 17. kom blíðviðri með hreinviðri og lognum að mestu, en frost á nóttum, er haldist hefir til þess í dag. — Aflaleysi má telja í kringum Faxaflóa, allt suður að Mið- nesi, þar hefir aflast vel af þorski, eins í Grindavík og austan fjalls. í Yestmanna- eyjum aflast vel, bæði af þorski og einkum hailagfiski, hallærið var aldrei eins mikið og orð var á gjört í vetur. Undir jökli fisk- aðist vel í haust, en bæði þar og á Yest- fjörðum, var aflalítið sökum storma. Hjer hefir gengið töluvert kvef sem nú er hætt fyrst um sinn. — Ýmsir hafa dáið, þó eigi margir nafnkenndir, utan þessir: Húsfrú Kristjana Einarsen fædd Ricthal, f. júlí 1802, gipt 27. júlí 1820, prðfasti , ..,r*ari Sæmundssyni Einarsen, seinast presti k 'fÍafholts; t 7. marz 1876. B. Gröndal s'a., ið, missti efnilega dóttur sína á 3. ári, yfirkennari Gunnlögs son smiðs MagnúSS0nar) bónda . Hlið á yatns. nesi, andaðist 17. Þ. m. kL 10 e. m. Hann var fædSur 28. sept. i788. útskrifaðist úr heimaskóla 1808 ; fór utan um haustið 1817, og gekk á háskóiann, með styrk ýmsra manna. Árið eptir 1818, ávann hann sjer „minnispening úr gulli“, fyrir úrlausn á spurningu í mælingarfræði, er prentuð var s. á. Árið 1822 var 4 kennaraembættinu aukið við latínuskólann á Bessastöðum, og var honum veitt það 14. maí s. á, Yið Reykjavíkurskóla var honum veitt undir- kennara embætti 27. apríl 1846, og yfir- kennara emljætti við sama skóla, 15. júní 1851. (Sjá skólaskýrsluna 1851—52 bls. 10). 10. febrúar 1862, fjekk hann lausn frá því embætti1. — Hann varð R. afJDbr 17. sept. 1846, og af heiðursfylkingunni 1859. — Hann varð tvígiptur, fyrri kona hans var Ragnheiður Bjarnadóttir, er hann giptist 1825, og missti hana 1834? Seinni kona hans var Guðlög Ara dóttir læknis á Flugu- mýri, er hann giptist 30. júní 1836, hún deyði 20. maí 1873. Björn Gunnlögsson, var jarðsettur mið- vikudaginn 29. marz, var fjöldi manns við- staddur. Ræðurnar hjeldu dómkirkjuprest- urinn Hallgrímur Sveinsson húskveðjuna og fyrri líltræðuna í kirkjunni, en þá seinni Helgi Hálfdánarson docent, og um leið og presturinn kastaði rekunum á kist- una, mælti hann nokkur orð. Á eptir var sunginn í líkhúsinu latneski sálmurinn: Jam mæsta osfrv. -— Sólskin var en kald- ur austræningur. Hann var talinn einhver hinn reikn- ings- og mælingafróðasti maður, er á fs- landi hefir verið; hann ferðaðist um fsland sumurin 1831—1843, til að mæla það og gjöra uppdrátt af því, er Bókmenntafje- lagið gaf út 1845, osfrv. — Rit þau er hann hefir samið eru þessi: a, bæklíngar. Nokkrar einfaldar reglur til að út- reikna tunglsins gang, ísl. og latínu. Yiðey 1828, 20 bls. 4 — De mensura et deli- neatione Islandiæ interioris. Yiðey 1834, 40 bls. 8.----Töflur yfir sólarinnar sýni- lega gang á íslandi, Viðey 1836, 16. bls. 4. — Njóla (kvæði 518 er.). Viðey 1842, 104 bls. 8, og önnur útgáfa í Reykjavík 1853? — Leiðarvísir að þekkja stjörnur, Reykja- vík 1845, 1. h. 68 bls. 8, og 2. h. Reykjav. 1846, 88 bls. 8. — Húskveðja, yfir skóla- pilt Friðrik B. Thorarensen, prentuð við líkræðuna, Rv. 1848, 8. — Tölvísi, Rv. 1865 1. h. 400 bls. 8; (framhaldið í hand- riti). — Einföld landamæling, Eanh. 1868. 48 bls. 8. b, blaðagreinir: í „Klausturpóstinum“ 6. ári 1823, nr. 6, bls. 87—88, er prentuð vorvísa 4 v. — í þjóðólfi 6. ári 1854, nr. 132—133, grein um: Tvö dýr fásjen á íslandi; — í sama ári, nr. 165—6, um Tímatal, prentað á Ak- ureyri; — í 10. ári 1858, nr. 17, Svar til „Norðra“ um lærða skólann; — ísama ári, nr. 35—36, um stundatal eptir stjörnum og tungli; — í 11. ári 1858, nr. 1—2, Hala- stjarnan 1858; — í sama ári 1859, nr. 23, svar til f>. G.; í 14. ári 1862, nr. 7—8, f Jón Bjarnason í fórormstungu; — í 20 ári 1868, nr. 34—35, 37—38, athugasemd við einfalda landamæling; — í „Skírni“ 9. ár 1835, bls. 104—107, um fund |>órisdals; í 11. ári 1837, bls. 97, 13. ári 1839, bls. 74 —75, 14. ári 1840, í skýrslum og reikning- um bls. Y—VI og 16. ári, sama bls. Y— VI, eru brjefkaflar um ferðír hans á ís- landi. — í „Reykjavíkurpósti“ 3. ári 1849, nr. 12. um sjódýr er festu sig með sogi; í sama ári nr. 4, um þyngd reikistjarna. — í „Lanztíðindum“ 1. ári 1849, nr. 8.—9, um náttúruafbrigði í „Gest Vestfirðing“; í „Ný- tíðindum“ 1852, nr. 4 um reikistjörnur; —• 1) Orti þá Mattías Jókkumsson til hans skilnaðarminni (4 v.) í nafni lærða skólans Pg skólapilta, pr. í Rv. g. á. í nr. 5—6, Ráðning gátunnar í Lanztíðind- um 2. ár bls. 202; í nr. 9. Athugasemd við athugasemd B. Gröndals, um lýsing á fiski — í nr. 12—13, um jarðstjörnur og tungl þeirra; — í „íslending“ 1. ár 1860, nr 7, jarðstjörnugangan 1860; — í nr. 11, Júf- ferta (2 verkefni); í 2. ári 1861, nr. 2, og 3. ári 1863, nr. 21, um stöðvar útilegu- manna“. Frjettir útlendar, (eptir Jmrleif Jónsson, cand. phil.). Spánn. Nú lítur þö út fyrir, að endi muni bundinn á hina leiðu styrjöld Spán- verja, enda er og tími til kominn, þótt fyrr hefði verið. í suðurlöndum Norðurálfu lagð- ist veturinn bæði snemma og hart á, og gátu menn því eigi notið sín, enn nú er þar kom- in góð tíð, og byrjuðu þeir aptur í lok jan. þ. á. Hefir síðan hver bardaginn rekið ann- an og Karlungar hvervetna farið hall-oka. Borgin Stjarna (Estella) hefir um langan tíma verið aðalstöð Karlunga, enn þaðan rak þá Primo de Rivera, herforingi, er stend- ur undir forustu Martinez Campos, er mjög hefir gjört sig frægan í þessari styrj- öld. jprír Karlungar voru um einn af að sóknarmönnum, enn með svo miklu kappi atti Primo sínum mönnum, að borgin gekk á hans hönd með hverjum kostum, er vera skyldu. Martinez Campos aðalforingi hefir heldur ekki verið aðgjörðalaus. Hann tók alla smábæina, er Karlungar höfðu að- setur í, og síðast þegar frjettist var hann á- samt Primo de Rivera búin að slá hring urn þá og eiga þeir því einkis annars úr- kosti enn gefast upp. Frakkland. Altaf er stjórnaraðferð gamla Thiers að ná meiri og meiri fótfestu, og sýndi það sig undir þinglokin um jóla- leytið. í öldungaráði Frakka skulu sitja 400 manna, og voru þeir kosnir af þjóðþing- inu, áður enn það leysti sig upp. 276 voru af þjóðstjórnarsinnum og hafa þeir aldrei fengið svo mikinn styrk. Nú er og hafið að kjósa til hins nýja þjóðþings, og vinna þjóð- valdsmenn þar og hvern sigurinn á fætur öðrum. Tyrkland. Andrassy ráðgjafi Aust- urríkis keisara hefir samið skrá, og er Tyrkja- soldáni lagðar þar i lífsreglurnar, hverníg hann eigi að haga sjer við uppreistarmenn í Herzegovínu og Bosníu. Hin tvö stór- veldin, Prússland og Rússland, hafa sam- þykkt þessa skrá og neytt Tyrkjann nauðug- an viljugan til að ganga að henni, enn það var honum sárnauðugt, sökum þess að upp- reistarmönnum eru gefiiir svo góðir kostir, að þeir eigi lengur þurfa að vera ánauðugir þrælar Tyrkja, ef skráin kemst á. Enn eigi hafa uppreistarmenn gengið ennþá að henni, því að þeir trúa Tyrkjum illa sem vonlegt er, því að þeir, Tyrkjarnir, hafa opt og ávalt farið illa með og svikið hina kristnu menn, er þeir hafa átt að samsælda við, og ekki sízt þegna sína. . Danmörk. Veturinn hefir verið frem- ur umhleypingasamur; hefir ppt sama dag- inn verið „hríð og regn af himninum11 og svo bjart og gott veður á milli, og eigi er því linnt enn. Landar hjer hafa vei’ið fremur lieilsu- hraustir, enn þó höfum vjer misst einn úr fjelagi voru: Jens, son konsúl Martínusar Smiths í Reykjavík, hann lá að eins þrjá daga rúmfastur; líkið fer nú með póstskipi heim. Vjer íslendingar höfum og misst góðan dreng allra þeirra er til hans þekktu, þótt hann væri ekki íslendingur að ætterni; það var sjera Baudoin, hinn kaþólski prest- ur í Reykjavík. Hann dó hjá systur sinni i Campange á Frakklandi 14. nóvemb. f. á. Hann hafði lcert íslenzku, íslenzkar menntir

x

Norðanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðanfari
https://timarit.is/publication/88

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.