Norðanfari - 08.09.1877, Blaðsíða 3
127 —
nra. og jafnframt útvegað sjer fleiri verka-
nierm, þá hefði allt farið betur.
Síðan fara hreppstjórarnir að bera á
móti því, að ofdrykkja haii farið í vóxt á
seinustu árum í nærsveitum við |>istilfjörð,
en það stendur stöðugt, sem jeg hefi sagt
um það; engum dugar, að Ijúga neinu i því
tilliti; það er öllum ljóst, að aðflutningur á
ölföngum hefir stórum aukizt hjer á sein-
nstu árum. Árið 1873 fluttist t. d. til J>órs-
hafnar 1,333 pottar brennivíns, en árið, 1874
2,758 pott., eða rúmum helmingi meira, og
1875 2,200 pottar. Síðan mun þó hafa auk-
izt aðflutningur á þessum vörum.
Að endingu tala þeir um söngfjelagið á
Langanesi og heimskingjana. J*að atriði
getur þeim ekki verið kunnugt um, því hvor-
ugur þeirra hefir gengið í söngfjelagið, þó
báðir sjeu góðir söngmenn, hver á sinn hátt.
Jeg verð annars að játa það, að það var
»fleldur djarft“ af mjer, að teljanokkra þá
heimska, sem stóðu í móti söngfjelaginu;
jeg mátti þó muna eptir því, að sumir þeirra
voru náskyldir þeim stóru herrum, Jóni í
Dal og Jóhanni á Svalbarði, og þeir, sem
eru í ætt við slíka spekinga, hljóta að vera-
vitrari en fólk er flest, enda sagði jeg al-
drei, að allir mótstöðumenn fjelagsins væru
heimskingjar. Svo virðist, sem þeir hrepp-
stjörarnir hafi ýmigust á söngfjelaginu, og
sýnir það eitt með öðru, live rniklir fram-
faramenn þeir eru.
J>að er ekki gott að vita hvernig á því
stendur, að þeir Jóhann á Svalbarði og Jón
í Dal sknli gjörast slettirekur út af því, sem
stendur í brjefi mínu, og þeim er báðum
alveg óviðkomandi. En þó þeir í annað
skipti hlaupi í Norðling með einhverja klausu
í sömu stefnu, þá munjegekki hirða um að
lienda á lopti hvert axarskapt, sem koma
kann úr þeirra hringlandi orðabelg. En
þegar jeg er kominn í ráðaneyti hlaða-
maima, með þeim .Tóni í Dal og Jóhannni
á Svalbarði, mun jeg ekki ráða til að jafn-
ástæðulausar greinir komi fyrir almennings
augu, sem þessi þeirra grein.
Ritað í júlímánuði 1877.
Höfundur liins umrædda brjefs.
T!1 „Norðlings“.
Ekki er „Norðlingur11 frændi enn þá
hættur að gjöra „Norðanfara“ skapraun
og sjálfum sjer svívirðu. Hefir hann nú í
tveimur síðustu hlöðum sínum tvær greinar
eptir einhverja „smekldega11 (!) höfunda.
Onnur greinin stendur í 11.—12. bl. með
yfirskript: „Margt er skrítið í Harmoníu“,
og höfundurinn læzt heita Grettir. Hin
stendur í 13.— 14. bl. „Norðl.“, og hefir
fyrir „mottó“ gamla niðbögu. Undir hana
skrifar T(uddi?) Eyfirðingur. Vjer ætlum
að höfundur beggja greinanna sje sami
maður, og viljum óska, að svo sje, því slik-
ir menn ættu að vera sem fæstir. — Hin
fyrnefnda grein er eintómur hringlandi og
liöfuðsóttarflog, og beinist höfundurinn að
mestuleyti að Eiríki bónda á Stóra-Eyrar-
landi, og ætlum vjer ekki að svara því.
Höfundurinn gjörir gys að fráganginum á
i,Norðanfara“, en vjersegjum nú, að „Norð-
lingur“ sje ekki svo vel af hendi leystur,
uð eklci megi á líkan hátt finna að honum.
Vjer gætum komið með ótal dæmi um rit-
villur og prentvillur í „Norðlingi“ ef vjer
vildum, en oss þykir slfkt ódrengskapur. og
viljum vjer sem góðfús lesari lesa í málið,
en ekki lesa á sama hátt og sögurnar segja,
að djöfullinn lesi biflíuna, þótt Grettir vilji
fylgja bans dæmi. IJvað orðið „unna“
snertir, þá getum vjer sagt Gretti það, að
beyging á því hefir verið tvenns konar, og
svo er um fleiri orð. J>etta orð finnst í
) gömlum fornkvæðum „unni“ í 1. persónu
nútíðar í framsöguhætti, en þar fyrir scgj-
um vjer ekki, að það sje rjettara. — Hin
síðar nofnda grein hljóðar mest um alþmg-
ismanns kosninguna í Norður-Múlasýslu.
það málefni snertir oss lítið, og skulum
vjer leiða það hjá oss. En þar sem höf-
undurinn segir, að „Norðanfari11 sje dýr-
' asta blað á íslandi, þá segjum vjer það ó-
satt; en Tuddi garmurinn hefir víst aldrei
sjeð austfirzka blaðið „Skuld“, sem lcostar
4 kr. það er og víst, að þegar skoðað er
eptir rjettri tiltölu og leturmergð blaðanna,
þá er „Norðanfari“ ódýrasta blaðíð.
Að endingu viljum vjer óska „Norðlingi“
„til lukku“ með þær sífelldu skanunagreinir,
sem hann flytur nálega í hverju blaði sínu,
og allar eru sprottnar af persónulegu hatri
til einstakra manna. En hvað ritstjóra
„Norðanfara“ snertir, þá verður „Norðlingi“
engin sæmd að því, þótt hann vilji níðast á
gamalmenni, sem komið er fram á grafar-
bakkann.
„En hatrið lífs er hefndar-gjöf,
og hefndin aptur snýr við gröf“.
N orðlingur.
Ekkl stamar hann.
Frá því saga vor liefst og íslenzkrar
kynslöðar er getið, er ekki það jeg til veit
annars en Grettis Ásmundar sonar hæru-
langs, getið með því nafni. Enn þótt hann
væri atgjörvismaður í mörgu, að því er sag-
an segir, átti hann hvorki nafna eður niðja,
svo nafnið hefir af einni eður annari orsök
úrelzt á mönnum á voru kæra Islandi. —
En margt breytist og svo er um þetta; nú
er hjer um bil algengt að nefna hunda
þessu nafni; þvi liggur beinast við að hugsa
sem svo: að ritstjóra Norðlings hafi orðið
orðfall við athugasemd mína í 55.—56.
bl. Norðanfara, þó undarlegt sje, því ekki
sta—sta—sta—mar hann, sannast þar hið
fornkveðna: „ekki þurfa stór högg til alls“,
og hafi því í óyndis-úrræðum sigað að mjer
hundi með Grettis nafni, í 11.—12. blaði
Norðlings, en vitaskuld kennt honum áður
latínu. — Menn vita nú, að það er algengt
að siga hundum á kýr, liross og kindur,
þegar þarf að bægja því eður reka til eður
frá; og það er reyndar ekki dæmalaust að
hundum sje sigað á menn, þó slíkt athæfi
þyki fremur bregða til siðleysis og fúl-
mennsku, en kurteisi og menntunar.
Jega.r nú þess er gætt, að enginn mað-
ur á voru landi, íslandi, finnst með Grettis
nafni, sem nú er algengt hundsnafn, þá
virðist liggja í augum uppi, að enginn kæmi
fram undir því og dyldi skirnarnafn sitt,
nema hann annaðhvort bligðaðist fyrír orð
sín, eður hann finndi -til liinnar andlegu og
sáru fátæktar, er greinarkornið „Margt er
skrítið í Harmoníu“ lýsir, þrátt fyrir hina
„smekklegu“ latínuglósu aptan í lienni, eð-
ur þá í þriðja lagi, að hann vildi “absolut“
vera reglulegur hundur. — J>að er gefið, að
hundi getur maður sigað og það gjörir rit-
stjóri Norðl. að mjer. ]?að er enn frem-
ur gefið, að enginn lifandi maður svarar
hundi, livort hann geltir á íslenzku eður
latínu. Og það er seinast gefið, að hundi
þeim er geltir að manni, sveijar maður og
það gjöri jeg. — O, svei þjer Grettir!
Stóra-Eyrarlandi 29/8—77.
Eiríkur Halldórsson.
Eptir „Bu<lstikken“.
Ferð kringum jörðina. Maður einn
frá Yínarborg hefir nýlega tekizt ferð á
liendur kringum jörðina; var hann 14 mán-
uði á leiðinni. |>egar hann fórástað, setti
hann sjer fyrir að vcra kominn heim 11. 1
| maí 1877. Samkvæmt þessu var honum
| boðið tll miðdegisverðar 11. mai ld. 5, áð-
ur en hann lagði á stað. Fyrstu og sein-
ustu frjettir af honum komu frá Hong-
Kong í Kína í desember 1876. Að öðru
leyti frjettu menn ekkert af honum fyr en
hann kom til heimboðsins í Yínarborg 11.
! maí eins og hann gjörði ráð fyrir 14 mán.
uðum áður.
líallauúð í Kína. í suðurhluta Kína
hafa vatnavextir gjört mikið tjón, og hafa
þar geysað stórkostlegar rigningar. 1 norð-
urhluta landsins, hafa gengið ofþurkar og
leiddi af því hallæri næstliðinn vetur. Suð-
ur-Kínverjar færðu guðunum fórnir til þess
að veðrið þornaði, Norður-Kinverjar sömu-
leiðis til þess að rigningar kæmu. Yatns-
flóðin eyðilögðu heila bæi með fólki og fjen-
aði, og allt varð í uppnámi; öll landstjórn
og lög fór að forgörðum; þjófar og ræn-
ingjar óðu sem logi yfir altur, unz stjórnin
tók í taumana og dæmdi nokkra þeirra til
að sveltast í hel. Um síðir heppnaðist stjórn-
inni með aðflutningum að bæta nokkuð úr.
Verr gekk allt til í norðurhluta landsins,
J>ar höfðu þurkar gengið í 9 mánuði, og
leiddi af því óvanalegt hallæri. Sumar-
uppskeran misheppnaðist alveg, og haust-
regnið kom aðeins í fám stöðum. í Pek-
ing var heitið á guðina, livað eptir annað,
með miklum virktum og bænahaldi, en þeg-
ar það varð árangurslaust, sneri fólkið sjer
að töframönnum og særingamönnum. J>eir
reyndu allar listir sínar, og kom fyrir ekki.
Klerkarnir lögðu á sig þunga hlekki til
merkis um, að þeir væru þrælar goðanna.
Að síðustu komu rigningar, svo nokkur upp-
skera fjekkst, en eigi að síður hjelzt hall-
ærið og hungursneyðin enn við, á mörgum
stöðum. Með aðflutningum frá Japan, Ame-
ríku og Ástralíu, hefir nokkuð vefið bætt
úr bágindunum, og hefði það tckizt full-
komlega, ef samgöngnr væru nokkru greið-
ari en þær eru, en ldnverskri alþýðu er
illa við að járnbrautir sje lagðar- um land-
ið, þó einstakir heldri menn þeirra vilji
koma því til leiðar.
Óttaleg't nejrðarúiTœÖi. Næstliðinn vet-
ur vildi það til á Rússlandi, að bóndi einn
fór með konu sinni og fjórum börnum sleða-
ferð meðfram Prútfljótinu; vissi hann ekki
fyrri til en úlfahópur þeystist fram og fór
að elta hann. Tók hann þá að leggja dug-
lega í klárana, en það varð árangurslítið, því
úlfarnir náðu honum brátt, og umkringdu
liann á allar hliðar. J>á tók maðurinn eitt
barnið og kastaði þvi fyrir úlfana, og með-
an þeir voru að rífa í sundur bráð sína
hjelt hann áfram svo hratt sem hann gat.
Ulfarnir náðu honum síðan þrívegis, en
hann fleygði fyrir þá sínu barninu í hvert
skiptið, svo að þau fóru öll fjögur sömu
leiðina. Möðirin varð frá sjer numin af
hryggð og gremju, og tilkynnti þetta yfir-
völdunum, en dómararnir dæmdu manninn
sýknan saka, og tóku það fram, að hefði
hann ekki tekið til þessara óyndisúrræða,
mundu eigi að eins börnin, heldur og hjón-
in bæði mátt sæta sama dauðdaga.
Skattalögin nýju.
I.
Lög
um skatt af ábúð og afnotum jarða og lausafje.
(Eins og þau voru samþykkt af alþingi).
1. grein.
Öll manntalsbókargjöld þau, sem nú
eru, skulu af numin; en þau eru: skattur,
gjaftollur, konungstíund, lögmannstollur og
manntalsfiskur.