Norðanfari


Norðanfari - 06.08.1879, Síða 1

Norðanfari - 06.08.1879, Síða 1
18. ár. Nr. 39—40. MIRDAM'ARI. Akureyri, 6. ágúst 1879. Um íljóta útlbreiðslu pingtíð- indanna m. m. Eitt af pví, sem þyrfti að laga hjá oss og hægt virðist að laga er það, hvað alþingistíðindin koma svo seint ut um landið og hafa heyrzt ádeiluraddir um það. Nú tala allir, frá vinnumanninum til hinnar æðstu landstjórnar um framför, og allir segja „áfram“, hver uppá sinn hátt. Jafnvel konurnar relca á eptir, og nýlega sagðist konu einniíNf. prýðilega, hæði gæti- lega og sannfærandi, en þó skorulega í ritgjörð: „Áfram með bindindi ð“. Að k o n a talar um merkilegt þjóðmál í þjóðblaði, er nýtt teikn, en um leið ágætt og vonarfullt; systur hennar koma á eptir, það sæmir þeim, einkum í þessu velferðar- máli konunnar. — Bóndinn finnur sjálfstæði sitt (að eins að sú tilfinning fari ekki afvegi), hann finnur, að hann er ekki að eins „bústólpi11, heldur og bú hans „land- stólpi“, að hann myndar megin og mátt þjóðarinnar, vegna þess hann er svo fjöl- mennur og leggur mest fje til sameigin- legra landsþarfaV Embsgttismenn hafa og fengið orð i eyra, svo þeit hefðu mátt lha npp við köll þau, ef þeir hefðu sofið; það var sumt „vel á minnst“, sumt i 11 a. En allir mega sjá, að í þessum tima býr eitt- hvað mikilfengt, í honum tala svo sterkar raddir, að ekki verður hægt að láta þær líða hjá óathugaðar til .lengdar; jeg á sjer i lagi við þ æ r raddir, sem hafa heyrzt sterklegar, en sem hefir þó litið verið gengt. — Já, „Áfram“! „Áfram“! En hvar er vegurinn með hvert einstakt og hið gjör- valla eða sameiginlega? Hvert skal stefna? Hvernig skal afmarka áhuganum og gætn- inni hið rjetta svið? Um þetta allt verður að litast sitt hverjum; en samt kemur framförin fram af þessum m i s m u n ætl- ana og skoðana. Yæri allir á eitt sáttir jafnan i ófullkomnum heimi, væri eigi fram- för hugsanleg," svo sem það og gjörir apt- ur framförina jafnari og friðsamlegri, að hver virði (án þess að misbjóða ’sannleik og rjetti) sem mest að hægt er a n n a r a ætl- anir, skoðanir og tillögur, og að menn láti ekki manngreinarálitið kæfa góðar, skyn- samar og rjettar tillögur. Nú er talað mikið um framför, eink- um síðan á hinni mikilvægu þjóðhátið vorri, og siðan vjer fengum löggjafarþing vort með stjórnarskránni, 0g því neitar enginn hygginn og óhlutdrægur maður, að teikn framfaranna eru að birtast með ljósum ein- kennum. En — einmitt þá, er framförm á sjer stað eða er að örfast, pá er áhugi framfararinnar þvi meiri. nVex þor þá vel gengur“. Og eptir því sem gangurinn er kominn meiri á og fullkomleika hugsjón- irnar skýrast betur vegna meiri nálgunar, eptir því sjást skarpar hinir myrku gallar í bjarma þeirra og ljósi og þolast þ á ein- mitt ver, heldur en meðan framförin var lítil eða engin, eða meðan apturför átti sjer stað; að jeg ekki tali 'um einstök augu á verri tímanum, sem sáu það, sem al- menningur sá ekki, eða einstakar raddir, sem múgurinn ekki um skeytti, þótt það væru hinar sönnu framfara raddir. S e i n n i tíminn upplýstf það. Svo mun seinni tíminn enn gjöra. Hann dæmir oss. Alþingið nýja, sem nú er á fertugsaldri, hefir einna mest vakið lslendinga á þessari öld. og einkum og allra helzt síðan það varð löggjafarþing, því í alþingi lifir þjóð- in sem sjálfstæð heild og þar er þjóðin öll (dýpst og rjettast skoðað) n á 1 æ g, því þing- menn hera í sjer þjóðina eptir eðli og skyldu og eptir hennar eigin skýlausum vilja; þeir eru ráðsmenn hennar, vinnumenn hennar og uppáhaldssynir, krýndir virðing hennar og trausti. J>essi er merking hinnar þ j ó ð- 1 e g u alþingiskosningar. þannig er þjóðin raunar húshóndinn, en þessir vinnumenn hennar eru þó frjálsir og hafa sín hjúalög og eiga að fara eptir e i g i n beztu sam- vizku (svo sem raunar allir menn), en mega engir þrælar vera óskynsamra skoðana, þótt almennar kynnu vera. Enda á það sjer einatt stað, að hjúið er betur verki farið en húshóndinn, og hefir hetra vit á því, sem við á. þjóðin geldur og þessum vinnumönnum sínum, sem hún — að und- anteknum hinum konungkjörnu — sjálf ræður í vist hjá sjer beinlínis, fremur en önnur hjú sín, — hún geldur þeim mæta sómasamlega, eptir sínum litlu efnum. Og er von, að þjóðin gjöri töluverðar kröfur til þeirra, að þeir allir vinni verk sitt með trúmennsku, iðni, áhuga og alvöru, og standi svo húsbónda sinum reikning ráðsmennsku sinnar sem allra hezt og FLJÓTAST, i hvert sinn eptir aflokinn starfa, það er eptir hverja þingsetu, bæði til þess, að þjóð- in öll og líka hlutaðeigandí kjördæmi sjái sem fyrst hvernig þingmaðurinn, einn sem annar og annar sem einn, hefir reynzt, og líka til þess, að húshóndinn, þjóðin öll, fái sem allra fyrst glöggt yfirl.it yfir heimil- isstörfin, unnin og óunnin, yfir endurhætur og þarfir, það er að þjóðin fái fljótt að vita aðgjörðir þingsins og fái sem fljótast yfirlit yfir þingmálin, því t í m i n n má ekki bregðast þjóðkröptunum, til þess að undir- húa málin til næstu þinga, sem allra bezt. |>essa kröfu hefir þjóðin til hinna vellaun- uðu, trausti og heiðri krýndu vinnumanna sinna. J>annig virðist þjóðin hafa rjettláta kröfu á því, að hún öll (hver einstakur hreppur hennar) fái alþingistíðindi sín (o: sitt eigið eignar exemplar) sem allrafyrst heim til sin, eptir hvert þing og það helzt kostnaðarlaust, t. d., með seinustu strand- skipsferðinni það ár, sem alþing er háð, en að nokkru leyti með landpóstum. |>jóðin má vera þakklát þingi sinu fyrir þá frammi- stöðu, að hver hreppur fær gefins 1 ex. al- þingistiðindanna, en jeg álít þingið hefði hjer átt að fara alla leið, að þvi takmarki, er það sjálft virtist að vilia ná, en það var vist það, að glæða þjóðlífið, með því að hver e i n s t ö k sveit hefði vitund, þekking, áhuga, viðvikjandi sinni eigin heill, það er þjóðheillinni. Og hygg jeg hafi legið í þessu að vekja hina áhugalitlu, og var slikt vegleg hugsun. En jeg er sannfærður um, að hjer þurfi að ganga ögn lengra, en enn þá er gengið. því bæði er áhugi sumra sveita heldur daufur í þessu tilliti og líka er það svo örðugt og um hönd að panta tíðindi send og senda flutningskaupið. En — 77 — mjög hægt er úr Reykjavík að senda út tíðindi allra hreppanna eptir vissum regl- um í embættis nafni, t. d. að póstmeistar- inn hefði þessa skyldu. En — FLJÓTT, og ætti hjer að setja fast tíma takmark. Og — hví skyldi það ekki vera t. d. hægt, að hver sveit landsins yrði búin að fá tíð- indi sin heim til sín i allra siðasta lagi fyrir lok nóvemherm. þess árs, er þingið, sem tíðindi frá herma, var háð, svo þjóðin geti undir eins næsta vetur farið að 1 e s a (— tíðindin ganga þá milli hreppanna sem hægt er —), ræða og rita þjóðmál sin, eins og þau þ á standa á dagsskránni? því — hvað er að lesa um þinggjörðir í blöðum, hjá því sem í tíðindunum sjálfum? það er næsta þýðingar- og gagns-lítið hjá hinu, það vita þeir, sem lesa hvorttveggja, sem von er, til þess hafa blöðin ekki pláss, sem allir vita; því þjóðinni nægir ekki, nema að sjá þingtíðindin öll, ekki seint og síðar, heldur f 1 j ó 11, fljótt. Blöðin gjöra vel að taka upp ágrip þinggjörðanna, jafnskjótt sem hvert blaðið getur það, það veitir ekki af að uppfylla þessa vöntun á útsend- ingu tíðindanna, sem er svo tilfinnanleg, svo þjóð-áhuga deyfandi. Og — hver skal hjer á bót ráða, ef eigi einmitt þingmenn sjálfir. Sje hjer um kostnaðar auka að ræða, hvað sendinguna áhrærir, þá vildi jeg koma fram með þá varatillögu, ef landsjóðurinn finndi ekki skyldu sína, að borga flutnings- kaupið, að sveitirnar þá borguðu það með vissu árgjaldi (o: kostnaðinum deilt milli tveggja ára), er sýslumaður heimtaði með öðrum landsjóðsgjöldum, sem jeg vildi þó óska, þá mundi þó, ef varatillagan fengi framgang, allt ganga liðugra og fljótara hvervetna úm landið, minnsta kosti lang- víðast, heldur en nú gengur. En—hvern- ig gengur nú? Sumar sveitir fá tíðindi sin ári eptir það, að þingi er sagt upp, sumar máske rjett á undan næsta þingi og — sumar? já, jeg veit ekki hvenær, — máske — aldrei? Sumir þingmenn hafaað sönnu nokkuð kunnað að hafa reynt að bæta úr þessu fyrir sitt kjördæmi og sumar sveit- ir hafa meiri áhuga en sumar, að útvega tíðindi sín úr Reykjavík, en samt hygg jeg mjög margar sveitir verði hjer aptur úr, og þetta ætti alþing vel að athuga, alþing, sem hefir þá helga skyldu, að glæða þjóðlífið og fá út úr því hinn hreina, hinn góða, skyn- sama, upplýsta, hinn tíma-fylgjandi þjóðvilja. En — hjer er eptir í þessari grein að geta hins verulegasta atriðis, og það er það, að þingtiðindin komast svo seint út um landið líka af því, að þau eru svo seint prentuð. Mjer fyrir mitt leyti, er eigi hægt að trúa þvi, að ekki sje unnt, að koma af handritshreinsun, prentun og innhepting allra hreppstíðindanna fyrir hina síðustu burtför strandskipsins úr Reykjavik t. d. semt í septembermánuði, jeg skyldi setja mánuði eptir þinglok. Nú eru tværprent- smiðjur í Reykjavík. Hver þeirra mundi eigi fús til, sjer að skaðlausu, aðflýta fyrir svo þjóðnauðsynlegum starfa? Og —- gæti t. d. ekki önnur þeirra verið komin langt eða þá nokkuð töluvert á leið með prentun tíð- indanna við pinglok? En sú hin sama

x

Norðanfari

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðanfari
https://timarit.is/publication/88

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.