Norðanfari


Norðanfari - 30.10.1879, Side 3

Norðanfari - 30.10.1879, Side 3
99 — h v e i t i, sýnir einnig, að hann slrilur ekki vel hindindi vort, par sem enginn bindind- ismaður vill alveg uppræta vínið, shr. lækn- isráð og vínið í kvöldnráltíðinní. Að pessu undanteknu segjum vjer vínið alveg óparft til inntöku eða nautnar. Meðan hin fjar- læga hugsjónarmenntan læknar ekki of- drykkju, pá má virða pað vel, að bindind- ismönnum blæðir í augum að sjá Bacchus eyða hveiti með rllgresi, pessvegna reita peir illgresið með hinni dýpstu rót pess, nl. ofdrykkjutilefninu, en sneiða hjá hveiiinu p. e. leyfa víninu að vera að eins par, sem peir eru v i s s i r um, að pað er til s a n n r a bóta sbr. ritgj. í „Skuld“ II. 19. væri alpýðumenntun meiri en hún er, cr höf. svo heiðarlega práir, pá mundu menn betur skiljahve vínið (áfengið) er óparft með öllu, öðruvísi en bindindislög ákveða og má pett i styrkja með vitnisburð- um og rannsókuum erlendra lækna; en á- lit almennings á heilnæmi vínsins er sannar- lega sorglegt og ætti bæði menntun og bind- indisfjelög að leggjast á eitt að útrýma pessari hóskalegu skoðun, sem ýmsa grunn- liyggna menn hræðir frá að ganga í bind- indi, aðrir amast við bindindi af öðrum á- stæðum. Dr. Madsen segir ísinni löngu og ágætu bindindisritgjörð í „Dimmaletting“, að nóg annað megi viðhafa, er hann ýmis- legt upptelur, í lækninga eða heilbrygðis- skyni, lieldur en áfenga drykki, pá er ekki næst í lækni, auk pess sem hann segir, að liagurinn af áfenginu yrði að vera ólýsan legur, ef hann ætti að vega upp móti hinu óreiknanlega tjóni, sem áféngið veldur. fannig munu bindindispostular eins vel og herra Húnvetningur hafa hugfest, að uppræta ekki hveitið með illgresinu, par sem pað er líka eitt af peirra aðalumhugsunum, að hveitíð verði ekki af „pjóðfjandanum" upprætt með h i n u, að t. d. hinir óspilltu lendi ekki í gini vindjófulsins, pví nóg er að hann gleypi hina, sem hann nú ber i kjaptinum, ef „bindindi“ og „kristindómi“ verður ekki auðið að bjarga, en „menntun“ er of langt burtu eða hún er of kraptlítil og of viljalítil. Menn Verða líka að gæta pess, að pað duga ekki tómar kenningar, heldur d æ m i með og pað duga ekkí heldur dsemi án samtaka. fessvegna eru pær sveitir á góðum vegi að útrýma vín- drykkju, er hafa stofnað bindindisfje- lag og pótt eitthvað megi út á fjelagsskap- inn setja, pá er pó tilraun virðingarverðari en e n g i n tilraun og peir sem lítilsvirða bindindistilraunir, peir eru í peirri grein apturhaldsmenn, pótt peir ljetust gleðjast af peim áhuga, sem nú venju frem- ur er vaknaour til að útrýma víndrykkju. Að kalla inngöngu í nytsamt fjelag „að gefa sig upp 'á gat“ virðist hvorki skynsam- lega nje góðgjarnlega mælt, eða pað er gá- leysisorð. Bindindi er ekki ófrjálslegt, pví frelsið er i n n r a, ekki ytra, kristilegt hug- arfar er frjálsara en ókristilegt, að vera laus við vinlöngun er írjálsara, en hafa liana á háu eða lágu stígi, frjáls skuldbind- ing er alla daga frjáls og hvað neyðarúr- r æ ð i snertir, pá umskapar enginn heims- lííið svo fijótlega, að allir reki sig ekki á pað optar eða sjaldnar, að peir verða að aðhyllast neyðarurræði, bæði fyrir sjálfa sig og aðra, en atvik og vizka kenna, að svokallað neyðarúrræði er raunar bezta ráðið og getur pví kallast pjóðráð. Bindindi er p j ó ð r á ð, samtök til að frelsa alda og óborna eru frelsissamtok, bindind- isfjelög eru frelsissamtök byggð á sannleilc °S „pjóðást11, pau eru lierflokkar gegn „pjóð- fjanda“; komi menntunín með sinn her, pa draga allir eitt ok og styrkja hver ann- an í bróðerni. En, samtök og aptur sam- tök, bindindisfjelög og aptur b ndindisfje- lög. Herði pví íslendingar sig að stofna bindindisfjelög og stefni öll að pjóhindindi, pví íslendingar gcta komið á pjóðbind- indi ef peir vilja. Herðum oss pví allir bindindisvinir og liættum ekki fyr en bind- indisfjelag myndast i hverri sveit. Ef „Hún- vetningur11 gæti komist vel inn i bindindis- lærdöminn, mundi hann geta orðið bindindi mjög parfur, pvi ritgj. virðist benda á að- kvæðamann nokkurn eða efnismann og leyfi jeg mjer að benda honum og öðrum nöfn- um hans á Húnvetning, sem hafði fyrir nokkrum árum hinn mesta áhuga á pvi, að bindindisfjelög kæmust á í Húnavatnssýslu, pað var hinn ágæti pjóðvinur Jósef Skaptason hjeraðslæknir; hann reyndi mikið til að fá alla presta sýslunnar í fylgi með sjer og peir veittu lionum fylgi sitt meira og minna og pó mest einn prestur, sem enn er Húnvetningur; en sú tilraun strandaði á hinni gömlu vanafesti fjöldans, sem var í pessu tilliti en pá ríkari pá en nú. jpessi Húnvetningur (höf) ætti nú að feta í fótspor pessa hins ástsæla pjóðvinar, pví jeg hygg hann vera einhvern merkan mann, er vel getur verið pekktur fyn'r að láta sjá sig í björtu. Má vera að bindindis- postulunum fari pá að koma vel sanian við hann, pað gengur opt betur samkomulagið, pegar menn sjást augliti til auglitis. Vjer skulum aldrei segja, að vjer „vinnum fyrir gýg“, ef vjer berjumst fyrir góðu málefni, pað slcal jeg ekki segja um „Húnvetning", er hann vill berjast fyrir alpýðumenntun, jeg ætla ekki heldur að segja, að maðurinn „sláiumsig11, pótt hann virðist reyna að gjöra sem minnst úr bindindisprjedikunum og bindindispostulum eða stefna í vissa átt með pað. Enda ljúka hjer ekki allir upp sama munni. Jeg enda með peirri ósk og von, að ritgjörð herra Húnvetnings verði heilsusam- legt tilefni til pess að glæða, styrkja og stað- festa bindindi á íslandi. Og ætti pað að gleðja b æ ð i bindindis- og menntavinina, að pað smá frjettist, að upp komi nýtt og nýtt bindindisfjelag til viðbótar við pau, sem nú eru fædd og í uppfóstri og í meiri og minni framför. Skorrastað, dag 24. júlím. 1879. Magnús Jónsson. S a in t a 1. B ó n di: „Viltu elcki fara til min i vor, kunningi! fú pekkir heimilið, og veizt, að pú verður ekki látinn svelta, og að hjú eiga elcki mjög illt hjá rnjer11. Yiunumaður: „]?etta pekki jeg nú að vísu, en pað er annað sem jeg vildi spyrja um, hvað viltu gjalda mjer í kaup, ef jeg á að fara til pín eptirleiðis11. B.: „]?að er nú að visu náttúrlegt, að pú spyrjir um petta, pví „verður er verka- maður laúnanna,11 en pó ert pú sá fyrsti vinnumaður, sem hefir spurt mig pannig, pvi jeg hefi ætíð haft pað orð á mjer, að jeg ljeti eigi fólk mitt eiga hjá mjer kaupið11. V.: „p>að hefi jeg líka heyrt, og er jeg að visu ekki hræddur við eptirkaup við pig, en af pvi vinnumenn eru nú farnir að lieimta meira kaup en veiúð liefir lilýt jeg að gjöra eins, pví jeg pykist eigi síðri vinnumaður en hver annar11. B.; „Jæja, látum petta gott heita. Jeg er ekki heldur mótfallinn pvi að kaup hjúa fari liækkandi pegar arður vex af fjenaði og sjáfarafia, enda álit jeg liið svonefnda „kaup- gjald11, eða krónutölu pá, sem hjúum er goldin, vera hinn minnsta hluta peirra launa, er hjúin fá að samtöldu11. V.: „Hvaða laun eru pað, sem pú talar um; jeg hefi aldrei heyrt getið um önnur laun sem vinnufólki væri greidd af hús- hændum peirra, en kaupgjaldið11. B.: „Yeiztu pá ekki að hjúin purfa margs fleira með en fatnaðar og peninga, veiztu ekki að pau purfa fæði, húsaskjól^ Ijós, rúm, pjónustu, sokka, vetlinga, skóklæði verkfæri o. s. fr. Jeg skal sýna pjer reikningslega hvað bónda kostar að halda hjú. Sá bóndi sem að undanförnu liefir með konu og 4 börnum búið hjúalaus á 10 hundraða koti flytur bú sitt á 20 hundraða jörð til að geta aukið pað um helming, en til pess parf hann 4 vinnuhjú, 2 vinnumenn og 2 vinnukonur. Á kotinu hjelt liann 10 lausafjárhnd. í fjenaði að hrossum meðtöldum, og par hrukku tekjur hans rúmlega fýrir gjöldum, en á jörð pessari getur hann haldið 20 lausafjárhundruð, eða 4 kýr, 80 ær 40 gemlinga og 4 liross. Arð af íjenaði gjörir hann lílcan á báðum stöðum. J>enna viðauka búsins, 2 kýr, 31 ær (9 ær bætast við í kúgildi) 20 geml. og 2 liross parf bóndi að kaupa fyrir hjer um bil 1025 kr., renta á ári af peim peningum er ... 41 kr. árskaup hjúa er .................. 220 — ársfæði peirra og fl. er pau purfa 900 — árlegt viðhald húsa á */a jörðinni að pví er trjávið og smíðar snertir 29 — opinber gjöld af hálfri jörðinni . 50 -— landskuld og leigur af 1/2 jörðinni 60 — Eru pá gjöld af 4/2 búinu samt. 1300 kr. þessar 1300 krónur eru pá pau gjöld, er stafa af hjúakaldi bónda pessa, og parf að skipta peim jafnt niður á hin 4 vinnuhjú hans að rjettri tiltölu. Gjöri jeg liverjum vinnumanni jafnt báðum vinnukonum, eða báðum til samans.................. 867 kr. en vinnukonunum (hverri 216,50) 433 — Af pessu sjer pú að bóndi parf að hafa mikið gott bú til pess að petta hjúahald lians borgi sig vel, enda hyggja margir góðir búmenn hollast að hafa sem allra fæzt hjú“. V.: „Nú kalla jeg pig færa smásmug- legan reikning, par som pú reiknar með kaupi vinnuhjúa hverja máltíð, sem hús- bændur gefa peim, húsnæði áhöld og opinber gjöld11. B.: „Ef bóndi hjeldi engin hjú væri honum peim mun ljettari öll pessi gjöld pví pá gæti hann haft minna um sig, eða setið á minna jarðnæði11. V.: „En segðu mjer pá nokkuð. Hvern- ig á vinnuhjúið að komast af með minna kaup og fæði en pað hefir11. B.: „Jeg sagði áðan að jeg væri pvi ekki mótfallinn að kaupgjald eptir krónutali færi nokkuð vaxandi eptir arði af fjenaði, en jeg mæli harðlega móti pví, að húsbændur haldi hjú sem ómaga eða sjer til skaða, og pví vil jeg að hjúið keimti ekki meira af húsbóndanum en pað parf og á skilið. Fæði gjöri jeg nú ráð fyrir að sje eptir pörfum, enda er vandasamt að ákveða um pað, en kaffe veit jeg að víða er langt yfir parfir, og jafnvel sjálft krónutalið ætla jeg að eigi pyrfti meira nú, en fyrir nokkrum árum. Hjer gjörir mest til hvernig með er farið. Yinnumaður- sem um 10 ár hefir haft í kaup 60 kr. á ári eða samtals 600 kr. á opt mikið meiri eignir en hinn, sem um jafnlangan tíma hefir haft 80 kr. á ári eða alls 800 kr. Kemur petta bæði af misjöfnu ráðlagi og misjöfnum lieimilishag. A sumum heimilum liugsa hjú mikið um gróða og sparsemi, og væri pað nú ekki nema gott ef með pví fylgdi trúmennska og iðjusemi peirra liúsbændunum til handa; á öðrum heimilum aptur mest um skemtanir, svall og óreglu. Ef hjúin gæfu sig hófiega við gróða og skemtunum, og hötuðu óhóf og

x

Norðanfari

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðanfari
https://timarit.is/publication/88

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.