Norðanfari


Norðanfari - 24.02.1880, Page 1

Norðanfari - 24.02.1880, Page 1
iiH. 19. ár. Akurcyri, 24. fckrúár 1880. Nr. 11—12. Hið íslenzka fornleifaíjelag. Næstliðið sumar stofnuðu nokkrir hinna lielztu embættismanna í Reykjavík nýtt fje- lag er nefnist «Hi ð íslenzka forn- 1 e if a f j e 1 a g», og barst oss með síðasta pósti næstl. ár boðsbrjef og lög nefnds fjelags frá formanni pess herra landfógeta Árna Thor- steinsson til birtingar í blaði voru. Vjerpurf- um ekki að vera margorðir um fjelag þetta, því vjer vonum og teljum víst, að landar vorir muni jafnt sjá nauðsyn sem nytsemi pess, og ætlum vjer að þeir sem unna frægð- arijóma fornaldarinnar og framför og mennt- un hinnar yfirstandandi og komanda tíðar, muni bezt geta sýnt áhuga sinn með því að ganga í fjelagið senda því forngripi og styrkja það á annan hátt. Kitst. BOÐSTíEJEF. Áhugi íslendinga á að viðhalda fornleif- um og safna þeim hefir hingað til eigi verið jafnmikill og kapp það, sem um margar aldir hefir verið lagt á, að varðveita sögur vorar, mál og þjóðerni, og er þó Ijóst, að engin skýring yfir fornsögur vorar er betri, en þau þögulu vitni, er felast fá-fet undir yfirborði jarðarinnar. s Margar af fornleifum vorum hafa lógazt og farið forgörðum. Fjöldi þeirra hefir lcomizt í hendur útlendra manna, sem eigi hafa skeytt þeim nema til stundargamans, og eigi skilið þýðing þeirra fyrir oss. J>að eru að eins suriiar þeirra, er hafa lent á útlendum söfnum, en þó hvergi svo margar, að þær geti geíið nokkra ljósa eða samfasta hugmynd um menntunarástand lands vors á ýmsum tímum. Síðan hið íslenpka forngripasafn var stofn- að, hefir það að vísu borgið miirgum íslenzkum fornleifum, sem annars hefði glatazt eða tvístr- azt, en mikið vantar þó á, að það, einkum sökum fjeskorts geti verndað svo íslenzkar fornleifkr sem skyldi, og er því Ijóst að brýn þörf er á, að landsmenn leggi sig enn hefur fram, en hingað til héfir verið um það að vernda fornleifar vorar, þess vegna hafa ná- lega 40 menn gengið í fjelag, er nefnist hið íslenzka fornleifafjelag, og er það fyrirætlan fjelagsins að starfa að því af öllu megni, að Forngripasafn vort geti auðgast þannig af fornmenjum, nð menn með því geti rakið lífs- feril þjóðarinnar um liinar liðnualdir. Eink- um mun fjelagið verja kröptum sínum til að leita að fornleifum hæði í jörð og á, vernda þær, lýsa þeim og gjöra þær bæði þjóð vorri og erlendum fræðimönnum sem kunnastar. Áður liefir það opt horið við að menn hafa grafið eptir förnmenjum í griðahug, en það kemur sjaldar, fyrir, að slíkur gröptur svari kostnaði, heldur glatast þá jafnan sá fróðleikur, sem ætla má að fengizt hefði, ef rjett hefði verið farið að. Fjelagið mun því eptir efnum styrkja að því, að við slíkar rannsóknir sje farið eptir vísindalegum regluin, og grafið sje með nægilegu eptirliti, til þess að þjóð vor geti haft nokkra trygging fyrir, að svo rjett sje að farið, sem hezt má verða. Sje því að einhver viti til fornra mannvirkja sem þurfa friðunar, uppgraptar eða vísindalegrar rann- sóknar, vonast fjelagið eptir að menn leiti sín, og mun það þá veita fullting sitt. |>að er áform fjelagsins að láta rannsaka J>ingvöll, fyrst og fremst Lögberg, og mun rannsóknum þessum þar eptir verða ffamhnldið víðar. Fjelagið levfir, sjer því. i.} skora á alla þá menn, innlenda og útlenda, er unna hin- um fornu fræðum vorum, að ganga í fjelagið, annaðlivort með tveggja króna tillagi á ári hverju, eða 25 króna tillagi í eittskipti. Syo eru menn og beðnir, að styrkja fjelagið í öllum starfa þess, þar á meðal með því að vísa á fornleifar og menjar frá fyrri öldum, senda þær til ráðstöfunar á forngripasafnið, láta skýrslur i tje um fornleifar, sem enn kunna að vera lítt þekktar, eða um gripi, sem æskilegt er að fá vitneskju um. Sfjórn fornleifafjelagsins, 27. nóvbr. 1879. Árni Thorsteinsson, Bergur Thorberg. formaður. Björn Magnúss. Ólsen. Jón Árnason. Jón þorkelsson. Magnús Stephensen, Sigurður Yigfússon, fjehirðir. varaformaður. Indriði Einarsson. Löfi liins íslenzka fornleifaljelags. i. Yerksvið fjelagsins. 1. gr. Tilgangur fjelagsins er að vernda forn- leifar vorar, leiða þær í ljós, og auka þekk- ing á hinum fornu sögum og siðum feðra vorra. Fjelag vort starfar að því, að þær forn- leifar og mannvirki, sem enn kunna að finn- ast á íslandi og ei verða flutt á forngripa- safnið, nái vernd og þeim verði haldið við, eptir því sem hezt má verða, hvort sem er með lögum er fjelagið mun reyna að fá fram gengt, eða öðrum ráðstöfunum. Enn fremur starfar fjelag vort að því, að leiða fornleifar í ljós, og mun þetta verða gjört á sem tryggilegastan hátt, bæði til þess að stöðvar þær, er rannsakaðar verða, eigi raskist, að fundnum munum verði haldið sam- an óskertum, og að ekkert það verði hulið eða ókunnugt, sem við fundinn gæti aukið kunnáttu manna á fornum hlutum. þannig mun fjelagið láta rannsaka vísindalega hinn forna nlþingisstað vorn á þingvelli, í fyrsta lagi lögherg. til þess að ganga úr skuggá um vafa þann, sem um það er vakinn, svo og leifar af búðum og öðrum mannvirkjum, sem þar kunna að vera eptir, enn fremur staði þá er hof hafa verið á eða þing haldin, hauga, gömul virki o, fl. Ætlunarverlc fjelagsins er og að auka kunnáttu þjóðar vorrar með því að fræða al- menning um fornleifar og sögulega þýðing þeirra. Fjelagið heldur þvi til forngripasafns- ins öllum þeim munum, er geta haft þýðing fyrir sögu vora og lífernisháttu á hinum liðna tíma, þannig að menn með safni þessu geti, að því leyti sem frekast má vera, rakið lífs- feril þjóðar vorrar um hinar liðnu aldir. Að þessu styrkir og fjelagið með því að gefa út tímarit með fornfræðilegum ritgjörðum og skýrslum um aðgjörðir þess, svo og sjá um, að lialdnir verði á liverju ári að minnsta kosti Tómas Reinhagen. (Framhald). Um þetta leyti geysaði ófriðurinn yfir allt J>ýzkaland. Tómas fjekk eins og aðrir að kenna á atíeiðingunum. En nauðir föð- urlandsins gengu honum nær hjarta en hans eigin; hann var of gamall til að fara, í stríðið sjálfur, en hann leyfði Jósep að fara og gaf honum blessun sína. Hið blóð- uga stríð færðist einatt nær og nær og eyði- lagði seinast part af landsbænum og þar á meðal bús Beinbagens. Jósep fjell á or- ustuvellinum ’ við G, og hans sorgmædda, margreynda móðir dó af sorg. J>annig stóð þá Tómas einmana,, með hjartað fullt af sorg, eins og útskúfaður ölmusu maður og átti ekkert eptir í veröld- inni nema sínu góðu og yndislegu dóttur Ödu. Loksins komst friður á, og þá vogaði Heinhagen að 'snúa sjer til stjórnarinnar og kvarta um raunir sínar. Margir tóku hlutdeild í hörmum hans, og þó hann gæti eigi sannað sakleysi sitt um bróðurmorðið, þá vottaði framferði hans bæði eptir og áð- ur honum til afsökunar, svo honum var veitt hið lausa prestakall í G- ... og þar var það sem vjer fyrst fundum hann. Nokkrar vikur voru liðnar frá því Beinhagen talaði við ókenndu mennina á hæðinni hjá orustuvellinum, þá kom honum allt í einu óvæntur gleðiboðskapur. Hon- um var boðið hið góða prestakall á jarð- eignum yfirherforingja herra Y. Fagur vonargeisli skein en í huga hans. J>að voru eigi hinar miklu tekjur sem glöddu hann og komu honum til að þiggja hoð þetta, — 21 - heldur hitt að menn að nýju fóru að sýna honum tiltrú og meta rjett mannkosti hans. J>ar að auki var veran í G. orðin honum þungbær; ýmsir ungir velmegandi borgarar höfðu beðið ödu, en hún hugsaði eigi um annað en þjóna föður sínum með ást og umönnun og neitaði því öllum biðlum, svo að ást þeirra snerist upp í óvild og hatur. J>á hann vildi leita huggunar hjá sinni gömlu vinkonu náttúrunni, þá sá hann eigi annað í kringum sig en orustuvöllinn með hans hryggilegu endnrmiuningum. Hann tók því með þakklæti móti þessu honum óskilj- anlega boði og ferðaðist með dóttur sinni, til bæjar þess, þar sem prestakallið lá. Hið frjófsama og fagra landspláz, hinn stóri og velbyggði hær og hið útsjónar fagra prestsetur, allt hrosti innilega á móti þeim, og hinar ástriku viðtökur safnaðarins fylltu lijörtu þeirra með von og gleði. J»eim var

x

Norðanfari

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðanfari
https://timarit.is/publication/88

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.