Norðanfari


Norðanfari - 18.11.1880, Blaðsíða 3

Norðanfari - 18.11.1880, Blaðsíða 3
3 — kóta), fá einlivern innlendan til að brjóta (plægja í fyrsta sinni) fyrir sig. pví fleiri ekrur pví betra. ]>að má eigi brjóta landið seinna sumars en i júlim. ef það á að geta borið hveiti uppskeru á öðru hausti, sem nokkru nemi. Menn reikna svo til. að ekran kosti, þegar hún er með liveiti í fyrsta sinni 8—10 doll. þ. e. vinnan og útsæðið, eí maður kaupir allt saman. Nokkrír aflöndum,sem fluttu til Dakóta (frá Nýja Islandi) i Pem- binasveit. fengu nágranna sína til að brjóta fyrir sig nokkrar ekrur i verkaskiptum og má það víst opt takast, þvi þarlendir menn eru jafnaðarlega innflytjendum lijálpsamir og vel viljaðir. Jeg býst við, að sumum þyki jegþegar orðinn of lángorður um þetta efni en sum- um aptur, ef til vill, þvert á móti; þess vegna vil jeg eigi fjölyrða meira í þessu sinni, en fús er jeg til að svara spurningum nafn- greindra manna í „Skuld“ eða í prívat brjef- um, að svo miklu leyti jeg get úr þeim leyst. f>ar á móti víl jeg eigi svara blaðagreinum nje brjefum, nema því að eins að höfund- arnir nafngreini sig með sönnum nöfnum. Að siðustu vil jeg mælast til að „norð- lenzku11 blöðin vildu taka upp þessa grein mína eptir ,,Skuld“. Staddur á Seyðisfirði yðar Björn Pjetursson. Frjettir fltlcndar. frá frjettari'tara «Norðanfara» í Jíöfn. Höfn 26. september 1880. Jeg gat þess síðast að stcirveldin liefðu gjört út flota til þess að neyða Tyrki að láta lönd af liendi við Grikki og Svartfellinga (Montenegro-menn). |>refið hefir mest verið um þessa snciö af Alhaníu, sem Svartfell- ingar eiga að fá. cn fbúar hjeraðsins vilja eigi ganga undir þá með góðu, Dulcigno er höfuðbærinn í því hjeraði og liggur við sjó fram, nú sem stendur liggur flotinn þarfyr- ir utan og ætlar að eyða hænum með skot- um, ef Albanar vilja eigi hlýða samþykkt- um fundarins í Berlín er haldinn var í sum- ar. Tyrkjastjórn læzt hvergi Icoma þar nærri cn líklega livetur hún í laumi Albana til þess að þrjózkast. Heldur þykjast menn sjá merki til þess að Englendingum þyki það í- sjárvert að hnlda lengur hlífisskildi yfir Tyrkj- um, þótt þeir náttúrlega unni eigi Rússum að ná löndum þeirra. Tyrkir eru ef rjett er álitið aðskotadýr hjer í Norðurálfu heims, trú og lífssiðir greina þá svo mjög frá öðrum Norðurálfu þjóðum., þeir brutust inn sem ræningjar og eru og verða barbarar — Eúss- ar eru auðvítað litlu betri — komnir nust- an úr Asíu, og þar eru þeir bezt niður- kornnir, það er annars nð sjá sem Tyrkir finni það sjálfir; flestir Tyrkir, er deyja í Konstantínopel eru grnfnir hinu megin við sundið, þeir vilja hera beinin í Asíu. Vanalega er eitthvað nýtt að spyrja frá Prakklandi og í þetta sinni eru þaðan að frjetta ráðaneytisskipti. Freycinet ráðaneyt- isstjóri og hinir ráðgjafarnir sögðu af sjer störfum fyrir fám dögum síðan. Jules Ferry hefir skipað hið nýja ráðaneyti, og sitja í því nokkrir af þeim er fyr voru með Preyci- net. Orsðkin til þessa mun vera sú, að Freycinet var linari í sókuum gegn jesúít- um og kaþólskum klerkalýð, en Gambetta vill vera láta, en honum verða allir að lúta á Frakklandi. Aðrir segja að Freycinet hafi talað of friðsamlega, en það sje innst og dýpst 1 huga Gambetta að búa þjóð og her undir grimmilegt hefndarstríð gegn ]>jóð- verjurn og í pví sje hin mikla vinsreld og töfravald hans fólgið, að franska þjóðin treysti honum nð koma hefndum fram og lejrsa íir læðingi Flsass og Lothringen, og það seni Frakkar ekki meta minnst. það er að ná aptur hinni fornu sigurfrægð. Ferry er vin- ur Gambetta fullkominn og var einn með öðrum í landvarnarstjórninni í stríðinu mikla, veturinn 1870—71. Hann er liinn mesti fjandmaður Jesúíta. Utanríkisráðgjafinn heit- ir Barthelemy St. Hilaire, liann var forn- vinur Thiers og honum mjög handgengin og telja menn það góðs vita um það, að liann muni verða gætinn og friðsamur. Friðrik krónprinz hefir stefnt ríkisdeg- inurn saman 4. dag októbermánaðar — Frið- rik ríkir í fjarvsru konungs vors, liann er með drottningu sinni á ferð snður um f>ýzka- land, fer hann för þá vanlega á hverju hausti, nú heimsækir hann og um leið ]>yri dóttur sína. Ríkdisdeginum verðursvo frestað fram í nóvembermánuð. Nýlega hefir verið kosið í 2 auð sæti og urðu menn úr Bergs ílokki fyrir kosningu, annar þeirra er Edvard Bran- des, hróðir Georgs Brandes, er sumum mun kunnur heima. ]>eir bræður einkum Georg, eru hinir fróðustu menn og smeklcvísustu á fagrar listir en um leið hafa þeir ráðist á kristinndóm og kennilýð, enda lýsti 'Edvarð Brandes pví yfir að hann tryði hvorki á Guð kristinna manna nje Gyðinga. Jeg gat þess síðast að Bille væri farinn til Yest- urheims, hann var einn af þingmönnum Haí'mir. í lians stað á að kjósa innan skamms. Hægri menn halda fram Goos, prófessor í lögvísi, en jafnaðarmenn og vinstri menn hafa slegið sjer saman um kaupmann nokkurn Mundberg að nafni. Jafningjar hafa jafnan heðið ósigur meðan Billo var í vali (Pro fjekk nð því er mig minnir eifct- livað um 1000 atkvæði þegar bezt Ijet, en Bille hafði þá um 2000), og fer líklega svo enn, mnnum vjer geta úrslita næst og þá um lcið livers verkamenn dg jafningjar lijer í bæ einkum krefjast. — 30. ágúst þ. á. er herra sýslum. E. Ó. Bríem kjörinn Riddari af Dannebrogen. Skólam eistararöð 1 Skálholti, eptir Odd hiskup Einarsson 1626, síðan auk- in og viðhætt skýringargreinum. (Framhald). XXY. síra Jón Arason, Magnússonar frá Ögri, vígðist til Yatnsfjarð- ar, giptist Hólmfríði Sigurðardóttur, Odds- sonar hiskups Einarssonar, móður Hólmfríð- ar var þórunn rika. Jón Arason var dótt- urson Guðbrands biskups, fæddur 1606. sigldi 1624, var 5 ár ytra og varð Bacca- laureus, og síðan skólameistari í Skálholti 2V2 ár, veik þaðan skömmu eptir Jól 1636 lítt tregaður, eptir sem sjera Jón Halldórs- son segir af lærisveinum sinum, lielzt sök- um þótta og dramblætis vestur að Reyk- liólum, þá hann frjetti lát Magnúsar Ara- sonar bróður sins, var lengi prófastur yfir nyrðra parti ísafjarðarsýslu og nokkra stund yfir Strandasýslu; varð í aldurdómi sínum guðhræddur og auðmjúkur af mótlæti, dó hjer urn 1674. hörn sjera Jóns og Hólm- fríðar, eru í prestaæfum Jóus Halldórsson- ar, talin 9, þaraf voru síra Guðbrandur prófastur eptirmaður föður síns á Yatnsfirði. Síra Sigurður í Holti. Oddur kallaður hinn digri, svo feitur af sællífi eða sældardögum að hestar gátu hann eí borið, var klaustur- haldari, en eptir að liann missti klaustrið, sjötnuðu svo hold hans, að hann gat hæði riöið og gengið. Ragnheiður yngri átti 2 biskupa hvorn eptir annann, og lifði háða, fyrst herra Gísla hiskup ]>orláksson, síðan herra Einar borsteinsson — um 3. vikna tima —; liafi frú Valgerður í Görðum ver- ið hin önnur sem lijer á landi orðið tveggja biskupa ekkja. Anna hjet ein dóttir sjera Jóns, lik Oddi hróður sínum að digurð og holdum, kona síra Ólafs þorvarðssonar á Breiðabólsstað í Vesturhópi. XXVI. Björn Siiæhjarnarson, liann var 11 ár; giptist fórunni dótt- ur sjera Jóns Sveinssonar í Holti Símon- arsonar og ]>orhjargar Guðmundsdóttur fjekk Staðastað. Björn var sonur síra Snæbjarnar Torfasonar á Ivirkjuhöli í Lauuadal og ]>óru dóttur Jóns Björnssonar á Holtastöð- um, sigldi 1624 og stúderaði lengi í Kaup- mannahöfn, marglesinn og ávann sinn lær- dóm fremur með kostgæfni og. ástundun, heldur enn með skarpleika; fjekk vonar- brjef fyrir Staðastað eða skólameistara- emhætti í Skálholti, livort sem fyrri liðugt yrði, og eptir konunglegt Missive til Pros- mundt 1638 18. i'ebr.; fylgdi höfuðsmaður- inn fast fram. að Björn varð skólameistari ár 1636 og var þar 11 ár, en síra Ketill Jörundsson mátti víkja jafnvel þó hiskup Gísli Oddsson vildi liann lialda b>ra Björn varð prófastur 1661; var frómur maður í lunderní og framferði, en lieldur tortrj’ggiun, dó eptir fardaga 1679; dóttir hans ]>orbjörg yngri var gipt síra Einari Gíslasyni á Helgafelli; 3 börn atti hann önnur. XXYII. Sira J>orlcifnr Júns- (1647) Sigurðsson frá Einarsnesi, var 31/* ár; giptíst 1651 (á sama ári er hann vígð- ist) Sigríði Björnsdóttur, systur síra Pals i Selárdal og Eggerts Bjarnasonar hálfsystir fjekk Oddastað. ]>orIeifur stúderaði i Kaupraannahöfn og varð baecalaureus, siðar skólameistari 3Va ár, vigðist 1651 og varð þá prófastur í Rangárþingi, dó 1690; skýr maður, ein- lægur og fordildarlaus. Kona hans var Sigríður dóttir Bjarnar Magnússonar á Bæ á Rauðasandi, og seinni kona hans Helga Arngrímsdóttir lærða. ]>eirra einbirni mag. Björn biskup á Hólum. XXVIII. Sira Cfísii Einai-sson, var 10Va 1,ri góður arithmeticus og astro- nomus, vel lærður og góðlyndur, fjekk Helga- fell og giptist Kristínu Yigfúsdóttur. Síra Gísli Einarsson stúderaði i Kmli., lagði sig einkum eptir asti’on. og mathema- tik hjá þeim hálærða Georgív Fremmio. Almanak eptir hann var útgefið í Eaup- mannahöfn árið 1650, kom sama ár hingað og skyldi kenna i skólanum reikning og liafa í laun afgjaldið af þeim kongsjörðum í Skaptafellssýslu, sem kallast Flögujarðir, það sama haust varð liann Conrector, og um veturinn eptir jól skólameistari ogþjenti í þvi embætti 101/* ár, hjelt samt Flögujörð- um, en græddi ekki, þar hneigður var til drykkjuskapar, en ekki uppá búsýslu. Tvisvar var hann settur frá skólameistaraemhættinu, öðru sinni fyrir skurð cða skeinu, sem hann veitti Guðm. snikkara í ölæði og þó ekki að saklausu, var hann svo vel þokkaður af skólanum, að hann sótti um fyrir hann til

x

Norðanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðanfari
https://timarit.is/publication/88

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.