Norðanfari


Norðanfari - 07.02.1883, Blaðsíða 4

Norðanfari - 07.02.1883, Blaðsíða 4
4 pess að orðin haíi á sjer nokkurn meiðandi blæ, ekki næg á- stæða til að taka hana til greina. Af ástæðum þeim sem pannig eru taldar, hlýtur rjettur- inn að komast til peirrar niðurstöðu , að hinn stefnda beri að dæma sýknann af öllum kærum og kröfum sækjanda í pessu máli, en málskostnaður virðist eptir kringumstæðunum eiga að falla niður. ]?ví dæmist rjett að vera: Hinn stefndi Jóhannes bóndi Guðmundsson á Skógarseli á fyrir öllum kærum og kröfum sóknaraðila ekkjunnar Mar- grjetar Ingjaldsdóttur á Kvígyndisdal, í pessu máli sýkn að vera. Málskostnaður falli niður. * * * * Samhljóða dómabók jpingeyjarsýslu. B. Sveinsson. Endurrit. B. Vorið 1872 pegar jeg — eptir boði sýslumanns — skrifaði upp dánarbú Guðrúnar sál. Stefánsdóttur, fyrri konu Jóhannesar Guðmundssonar á Skógarseli; var par viðstaddur Sigurjón sál. Jónsson, pá búandi á Einarsstöðum, og heyrði jeg á að hann og ekkillinn Jóhannes áður nefndur, ræddu um skuidaskipti sín, og varð sú niðurstaðan miili peirra, að Jóhannes eða dánar- búið, ætti einungis 100 rdl. — eitt hundrað ríkisdali — hjá nefndum Sigurjóni, og heyrði jeg ekki annað en Jóhannes væri vel ánægður með pessi málalok, og lýsti pví yfir, að hanu hefði engar frekari skuldakröfur á hendur Sigurjóni, og færði jeg svo pessa 100 rdl. dánarbúinu til inntekta. ]?enna vitnisburð minn er jeg reiðubúinn að staðfesta með eiði, ef pess verður krafist. J>verá í Laxárdal, 2. desemb. 1878. Jón Jóakimsson. B. að tölul. 5. Eramlagt í aukarjetti |>ingeyjarsýslu 9/12 1878. B. Sveinsson. * * Bjett endurrit staðfestir B. Sveinsson. E n d u r r i t. C. |>ar jeg var sem tilkvatt vitni við uppskript á dánarbúi Guðrúnar sál. Stefánsdóttur áSkógarseli vorið Í872, pá gef jeg hjer, með fyrir tilmæli Haraldar Sigurjónssonar á Kvígyndisdal, svolátanda vitnisburð: 3>ar var pá viðstaddur Sigurjón sál. Jónsson, bóndi á Einarstöðum, og heyrði jeg á samtal peirra, Jóhannesar búada Guðmundssonar á Skógarseli, hvar peir ræddu um skuldaskipti sín á milli; var pá fyrst umtal peirra á pessa leið, að Sigurjón sál. spurði hann eptir orsök til bnrtferðar hans frá sjer úr Einarsstöðum. Jóhannes kvað hana alls enga utan pað, að hann hefði ekki kunnað við sig nje jörðina; segir pá Sigurjón sál. við nefndan Jóhannes, að hann vilji fá 200 rdl. af peim 400 rdl., sem hann eigi hjá sjer, í gabbsbætur, hverju Jóhannes varð strax vel sampykkur, án nokkurrar undantekningar, og rjetti honum hönd sína par uppá til staðfestu. Samstundis lagði Sigurjón sál. fram reikning uppá 100 rdl., sem Jóhannes sampykkti. Sögðu pá nefndir hiutaðeigendur að stæðn eptir 100 rdl. af fyrnefndum 400 rdl., sem færðir voru til inntektar dánarbúinu. Ot'anskrifaðan vitnisburð er jeg reiðubúinu að staðfesta með eiði, ef krafist verður. Ingjaldsstöðum, 4. marz 1878. Kristján Jónsson. C, að tölul. 5. Framlagt í aukarjetti fingeyjarsýslu 9. des. 1j78. B. Sveinsson. sjc íjc Kjett endurrit staðfestir B. Sveinsson. Laiidsyfirrjettardómu r. Mál petta er risið útaf skuldabrjefi, sem Sigurjón bóndi Jónsson á Einarsstöðum í Keykjadal gaf út 29. maí 1866 til Jóhannesar bónda Guðmundssonar á Skógarseli fyrir 800 kr. láni með 3% árlegum vöxtum og veði í 8 hndr. í Einarstöðum, og er veðskuldabrjef petta fyrirfram innritað til pinglesturs 27. marz 1878. Um vorið 1870 brá Jóhannes Guðmundsson búi, og fluttist með konu sinni og öllum eigum sínum að Einars- stöðuux til Sigurjóns í pví skyni að verða próventumaður hjá honum, en næsta vor fluttist hann paðan aptur og að Skógar- seli með allt sitt. Yeturinn 1872 andaðist Guðrún Stefánsdótt- ir, kona Jóhannesar, og var pá bú peirra hjóna tekið til skipta af hlutaðeigandi skiptaráðanda. j>egar búið var skrifað upp, var áðurnefnd skuld Sigurjóns til Jóhannesar aðeins talin 200 kr., og hafa uppskriptarmennirnir og annar uppskriptarvotturinn borið, að orsökin til pess hafi verið sú, að Sigurjón hafi verið viðstaddur við uppskriptargjörðina, og hafi pá samizt svo með peim Jóhannesi og honum, að helmingur liinnar upprunalegu skuldar, eða 400 kr., skyldi falla niður vegna pess að ekkert hefði orðið úr próventusamningnum, en par á ofan kom Sigur- jón fram með skuldakröfu á hendur Jóhannesi að upphæð 200 kr., sem Jóhannes játaði rjetta að vera; uppskriptarmennirnir ljetu pví pessar 600 kr. ganga uppí veðskuld Sigurjóns til bús- ins, og töldu hana að eins 200 kr., en á sjálft skuldabrjefið var ekkert skrifað um pennan skuldajöfnuð. þess ber enn frem- ur að geta, að nokkru eptir að uppskriptin hafði farið fram, skrifaði Jóhannes skiptaráðanda brjef og tilkynnti honum, að nokkrar af kindum peim, sem uppskrifaðar höfðu vcrið, hefðu seinna farist, og að Sigurjón á Einarsstöðum hefði gjört 200 kr. gagnkröfu í búið, sem bæri að taka til greina, og sam- kvæmt pessu var Sigurjóni við skiptin lagt útuppískuld pessa pær 200 kr., er í uppskriptinni stóð, að búið ætti hjáhonum. Sumarið 1873 andaðist Sigurjón, og tókst pá Jón alpingis- maður Sigurðsson á Gautlöndum á hendur fjártilsjón með ekkju hans Margrjetu Ingjaldsdóttur, og borgaði pá Jóhannesi í júní- mánuði 1875 sumpart í peningum og ávísun sumpart með skuldajöfnuði pað, sem hann eptir peiin upplýsingum, sem pá voru fyrir hendi, áleit, að Jóhannes ætti hjá búinu, nefnilega: 1. helming skuldarinnar frá 1866 . . . kr. 400. 00 2. rentur af peirri upphæð frá 1872, 4 % í 3 ár — 48. 00 3. reikningsskuld..........................— 24. 04 Samtals 472. 04 J>ó að ekkjan og lögráðamaður hennar ætluðust til, að skuldaviðskiptum búsins við Jóhannes Guðmundsson nú væri lokið, fengu pau ekki skuldabrjefið frá 29. maí 1866 í hendur með áritaðri kvittun, og pað virðist svo, sem pau ekki hafi annast um, að upphæð sú, sein horguð var vorið 1875 uppí skuldina, væri rituð á skuldabrjefið, en Jóhannes ritaði pó á pað, að sjer væri borgað uppí höfuðstól pess 334 kr. 92 a., sem var sú upphæð, er lionum hafði verið greidd í peningum og ávísun við áminnst tækifæri, og 26. marz 1878 seldi hann verzlunarmanni Yaldimar Davíðssyni á Húsavík skuldabrjefið, sem krafði ekkjuna um pær kr. 465. 08, sem eptir stæðu sam- kvæmt skuldabrjefinu, með vöxturn frá 29. maí 1873, eius og Jóhannes liafði selt lionum kröfuna, og seinna kallaði hann ekkjuna fyrir sáttanefnd útaf nefndri upphæð. !>egar hjer var komið höfðaði Margrjet Ingjaldsdóttir mál gegn Jóhannesi Guðmundssyni til að fá hann skyldaðan til að apturkalla eða ónýta söluna á skuldabrjefinu og skila henni pví aptur kvittuðu, eða borga henni upphæð pá, sem hún pegar var eða kynni að verða krafin um eptir skuldabrjefinu, sem og til að greiða henni aptur pær 200 kr., sem hann hefði fengið um of upp í skuldaviðskipti hans við bú Sigurjóns Jónssonar, en með dómi, sem kveðinn var upp í pví máli fyrir aukarjetti pingeyjarsýslu 12. maí p. á., var Jóhannes dæmdur sýkn af kærum og kröfuin Margrjetar Ingjalsdóttur í málinu og máls- kostnaður látinn falla niður. J>essum dómi hefir Margijet, að fenginni gjafsókn, áfrýjað til yfirdómsins með stefnu dagsettri

x

Norðanfari

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðanfari
https://timarit.is/publication/88

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.