Norðanfari - 07.02.1883, Síða 5
5
2. septbr. s. á., og hefir Inín lirafist hjer fyrir rjettinum, að
Jóhannes Guðmundsson verði skyldaður til:
1. annaðhvort að afhenda henni með tilhlýðilegum kvittunum
skuldabrjef pað, sem Jóhannes 26. marz 1878 seldi Valdimar
Davíðssyni á Húsavík, eða til að greiða henni alla þá upp-
hæð, sem hún er þegar krafin um, eða kann að verða
krafin um eptir tjeðu skuldabrjefi;
2. að greiða henni 224 kr., sem honum hafi verið greiddar
um of uppí eptirstöðvar af skuld hans hjá búi ekkjunnar;
•3. að borga skaðlaust allan af málinu leiðandi kostnað fyrir
undir og yfirdómi, eða með einhverju nægilegu eptir rjett-
arins mati.
Hinn stefndi hefir aptur á móti krafist, að hjeraðsdómurinn
^ máli þessu verði staðfestur, en að áfrýjandinn verði skyldaður
til að greiða allan af máli þessu fyrir yfirdóminum leiðandi
kostnað eptir rjettarins mati.
Eins og að framan er á vikið, er það sannað með upplýs-
ingum þeim, sem fram eru komnar undir máli þessu og með
framburði málspartanna, að hinn stefndi hafi árið 1866 lánað
Sigurjóni Jónssyni á Einarsstöðum, manni áfrýjandans, 800 kr.,
°g að áfrýjandinn hafi eptir fráfall manns síns árið 1875 greitt
400 kr. uppí höfuðstól þessarar skuldar ásamt rentum af síðar-
nefndri upphæð frá fardögum 1872 til borgunardags, þótt á
skuldabrjefinu standi að af því sje borgað 334 kr. 92 a. |>að
sem málspartana aptur greinir á um, er þnð, hvort nokkuð
hafi áður (fyrirl875) verið greitt upp í skuldina eða gefið eptir
af henni, því að áfrýjandinn heldur því fram, að hinn stefndi
hafi vorið 1872 við uppskriptargjörð á búi hans eptir frá'htll
konu hans, samþykkt í votta viðurvist, að 400 kr. af hinni
upprunalegu upphæð skuldarinnar skyldu falla niður sökujfi
þess, að hann hefði rofið próventusamning við Sigurjón, og að
hann sömuleiðis við áminnst tækifæri hafi kannast við, að
skuldakrafa að upphæð 200 kr., sem Sigurjón lcom fram með
gegn honum, væri rjett, og ætti því að koma uppí skuld
Sigurjóns til hans; þannig hafi skuld áfrýjandans til hins stefnda
verið komin niðúr í 200 kr. áður en maður hennar dó, og sje
því eigi aðeins öll borguð heldur um fram 200 kr. og rentur
af þeirri npphæð í 3 ár eða samtals 224 kr., sem hún krefst
að fá endurgoidnar. Hinn stefndi vill aptur á móti ekki kann-
ast við, að liann nokkurntíma hafi gefið neitt eptir af skuld,
lieldur hafi það, sem þeim Sigurjóni fór á milli við fyrnefnda
uppskriptargjörð á búi hins stefnda aðeins verið gjört til þess
að draga optnefnda skuldakröfu undan, svo að hún kæmi eigi
til greina við skiptin á búi hins stefnda milli hans og erfingja
konu lians, og til þess að fá Sigurjón til að vera sjer lijálplegur
við þennan undandrátt, haíi hann lofað að gefa honum helming
skuldarinnar eða 400 kr. eptir sinn dag; en livað snertir þá
200 kr. kröfu, sem Sigurjón kom fram með, hafi liún aðeins
verið önnur hliðin á skuldaviðskiptum sínum við Sigurjón, þar
sem hann, auk veðskuldarinnar, hafi átt meira en svaraði þess-
um 200 kr. hjá Sigurjóni útaf ýmsum viðskiptum þeirra. Sjer-
staklega hefir hinn stefndi lagt áherzlu á, að hann aldrei hafi
gjört neinn skuldbindandi próventusamning við Sigurjón, og þvi
hafi sjer aldrei borið nein skylda til að borga skaðabætur fyrir
rof á slíkum samningi.
Að J>ví er fyrst snertir þann framburð áfrýjandans, að
400 kr. af hinni upphaflegu skuld manns hennar til hins stefnda
hafi fallið niður eptir samkomulagi þeirra á milli vorið 1872,
þá hefur áfryjandinn lagt fram skrifleg vottorð frá 3 mönnum,
nefnilega báðum þeim mönnum, sem skrifuðu upp og virtu bú
hins stefnda eptir fráfall konu hans, og öðrum vottinum við
uppskriptargjörðina, um að Sigurjón á Einarsstöðum hafi verið
þar viðstaddur, hafi þeir þá rætt um skuldaskipti sín og hafi
þá orðið sú niðurstaða hjá þeim, að hinn stefndi ætti aðeins
200 kr. hjá Sigurjóni, og liafi þeir báðir verið vel ánægðir með
þau málalok. Tveir af þessum mönnum, nefnilega annar virð-
ingamaðurinn og uppskriptarvotturinn hafa þar að auki skýrt
ýtarlegar frá þessum samningum þeirra Sigurjóns og liins
stefnda á þá leið, að þeir hafi orðið ásáttir um, að 400 kr. af
veðskuld Sigurjóns skyldu falla niður sem bætur fyrir það, að
hinn stefndi rauf próventusamning sinn við hann, en 200 kr.
skyldu ganga upp á móti skuldakröfu, sem Sigurjón hafði upp á
hinn stefnda, og sem hinn stefndi bannaðist við að rjett væri.
J>essir tveir síðarnefndu vottar hafa staðfest skýrslu sína með
eiði fyrir rjettinum, en liinn þrlðji var dáinn áður en skýrsla
hans varð fengin íyrir rjetti. Tfirdómurinn verður nú að álíta,
að með þessum eiðfestu skýrslum tveggja vitna sje fram komin
lögleg sönnun fyrir, að hinn stefndi hafi vorið 1872 gefið Sigurjóni
upp 400 kr. af veðskuld hans, og yfirdómurinn fær ekki sjeð, að
hinum stefnda hafi tekist að veikja þessa sönnun, því sá fram-
burður hans, að þessi samningur hans við Sigurjón við upp-
skriptargjörðina hafi aðeins verið gjörður til að draga skuldina
undan skiptunum á búi hans og svíkja samerfingja hans hefir
ekkert við að styðjast, og það getur heldur ekki komið til greina,
hvernig próventusamningi hans við Sigurjón hefir verið háttað,
og hvort hann hafi verið lagalega skuídbundinn til að greiða
skaðbætur fyrir að rjúfa hann, úr því hann góðviljuglega hefir
samþykkt að gefa Sigurjóni upp 400 kr. af skuld hans sem
þóknun fyrir, að próventusamningurinn fórst fyrir. J>ar sem
hinn stefndi loks hefir skýrt svo frá, að hann aðeins hafi undir-
gengist að gefa Sigurjóni optnefndar 400 kr. eptir sinn dag, og
hefirlagt fram vottorð eins manns um, að hann veturinn 1871
til 72 hafi heyrt á samræður Sigurjóns og hins stefnda um
skuldaskipti þeirra, og að hinn stefndi liafi þá verið ófáanlegur
til að gefa nefnda upphæð eptir fyr en eptir sinn dag, þá eiga
þessar samræður að hafa farið fram nokkrum tíma á undan
uppskriptargjörðinni á búi hins stefnda, og getur þetta vottorð
því alis eigi veikt sönnun þá, sem fram er komin um samninga
þeirra Sigurjóns og hins stefnda við uppskriptargjörðina.
J>egar þar næst kemur til álita, livort 200 kr. af optnefndri
veðskuld hafi ennfremur verið kvittaðar með skuldajöfnuði fyrir
lát Sigurjóns á Einarsstöðum, þáerþað sannað með áðurnefndum
eiðfestum skýrslum tveggja vitna, að Sigurjón hafi við upp-
skriptargjörðina á búi hins stefnda vorið 1872 framlagt skulda-
kröíu á íiendur honum að upphæð 200 kr., og að hinn stefndi
hafi kannast við hana og samþykkt, að hún kæmi upp í veð-
skuld Sigurjóns til hans, sömuleiðis er komið fram brjef frá
hinum stefnda til skiptaráðandans í búi hans, þar sem hann
skýrir skiptaráðanda frá, að Sigurjón hafi gjört 200 króna gagn-
kröfu í búið, sem beri að taka til greina, og loks ber eptirrit,
sem hinn stefndi hefir sjálfur lagt fram, af skiptum þeim, er
fram fóru á búi lians árið 1872, með sjer, að þessi krafa hefir
verið tekin til greina við skiptin, þannig að Sigurjóni ætti að
taka hana undir sjálfum sjer uppí veðskuld sína til hins stefnda.
Hinn stefndi hefir hinsvegar lialdið því fram, að þessi 200 kr.
krafa Sigurjóns hafi einasta verið önnur hliðin af reiknings-
viðskiptum hans við sig, og því til sönnunar hefir hann
lagt fram reikning, sem á að vera saminn af sigurjóni, en í
þeim reikningi eru annarsvegar taldir margir samskonar skulda-
póstar og þeir, sem reikningur sá hefir að innihalda, er Sigur-
jón lagði fram við skiptin á búi liins stefnda árið 1872, en
hinsvegar eru Sigurjóni taldar til skuldar ýmsar uppliæðir, svo
að hann eptir þessum reikningi hefði átt að skulda hinum
stefnda 24 kr. 4 a., í stað þess að eiga hjá honum 200 kr.
En þar sem engin sönnun er fram komin gegn neitun áfrýj-
andans fyrir því, að þessi reikningur, sem hinn stefndi hefir
framlagt, og sem er óundirskrifaður og ódagsettur, sje saminn
af Sigurjóni, nje að þeir skuldapóstar, sem þar eru taldir, sjeu
hinir sömu og þeir, sem taldir eru í reikningi Sigurjóns frá
1872, og hinn stefndi ekki hefir leitt nein önnur rök að fram-
burði sínum, en lninn hinsvegar áður hefir skilyrðalaust kann-
ast við, að liann skulduði Sigurjóni þessar 200 kr., þá hlýtur
yfirdómurinn að komast að þeirri niðurstöðu, að 200 kr. af veð-
skuld Sigurjóns til hins stefnda hafi verið kvittaðar með skulda-
jöfnuði við skiptin á búi hans árið 1872.
Yfirdómurinn verður þannig að álíta sannað undir máli
þessu, að veðskuld Sigurjóns Jónssonar til hins stefnda sam-
kvæmt skuldabrjefi 28. maí 1866, sem upprunalega varaðupp-
hæð 800 kr. hafi árið 1872 verið gefið eptir af hinum stefnda
400 kr., og að sama ár hafi með skuldajöfnuði verið kvittaðar
uppí skuldina 200 kr., og að skuldin þannig við lát Sigurjóns
hafi aðeins verið orðin 200 kr. með því að það enn fremur
' er ómótmælt, að áfrýjandínn hafi árið 1875 borgað upp í þessa
skuld 400 kr., af því henni þá ekki var kunnugt um, hve
mikið eptirstóð óborgað af skuldinni, þá er veðskuld sú, sem
mál þetta er risið af, ekki að eins öll borguð, heldur hefir ver-
ið greitt upp i hana 200 krónum meira, en hún nam, og hefir
áfrýjandinn því lögmætt tilkall til, að liinn stefndi skili henni
skuldabrjefinu með áritaðri kvittun um, að upphæð sú, sem það
hljóðar um, sje borguð, eður til 465 kr. 8 a. með 3% vöxtum
frá 29. maí 1873 og þangað til borgað er, sem og tif að fá
endurgoldnar þær 200 krónur, sem hún af óliunnugleik hefir
borgað um of upp í skuldina. Hinsvegar virðist hinn stefndi
ekki verða dæmdur til að greiða aptur þær 24 kr., sem áfrýj-