Norðanfari - 26.02.1883, Page 1
MMFARI,
22. ár.
Akurcyri, 26. febrúar 18S3.
Nr. 3.-4.
Nokkuð um trúarefni,
að miklu leyti tekið eptir fyrirlestrum, sem
lialdnir hafa verið um það efni
af Guðmundi Hjaltasyni.
Inngangur.
«Ekki veldur sá er varir».
pað er ekki ætlun mín að fara að verja
eða fram halda neinni sjerstakri trú, heldur
vil jeg reyna að leiðbeina mönnum til að
hugsa alvarlega um trúna og lífið yfir höfuð.
Menn hafa meir enn nóg af margbreyttum
trúarskoðunum, en menn hafa allt of lítið af
rjettri meðferð á þeim, því þegar menn fara
að tala og hugsa um trú, þá gjöra menn það
opt með frábærri Ijettúð eða þá ónáttúrlegri
alvöru. |>etta getur ef til vill komið af því,
að sumir eru á báðum áttum, hvert þeir eigi
að álíta trúarbrögðin æðsta sannleika' eða
aumustu lýgi.
Mannkynið er orðið svo menntað og
þroskað, að það finnur sig hafið yfir það að
trúa í blindni; en eins ætti það að verahaíið
yfir það að sýna ljettúð í trúarefnum. J>ví sjer-
liver hreinskilinn og menntaður maður hlýtur
að slcoða trúarefni eins og hið alvarlegasta
atriði þessa lífs, þvi að trúarbrögðin eru ekki
annað en tilraunir til að leysa úrþeimspurn-
inguip, sem mannleg reynzla ejkki kemst að;
þau eru tilraunir til að finna upphaf, eðli og
takmark tilverunnar og lífsins.
Hvert kristna trúin hafi leyst úr þessum
spurningum eða ekki, það mun hún sjálf geta
sýnt.
1. Kafli.
Yantrúin hjá þeim ómenntuðu.
Vantrúin eða efinn um öll trúarleg efni
kemur fram á margan hátt. Jeg vil fyrst
benda á tvær myndir hennar, ön-nur kemur
fyrir hjá ómenntuðum, hin hjá menntuðum
mönnum.
J>ótt meira beri á efasemi hjá menntuðum
mönnum, þá mega menn ekki halda að van-
trúin eigi fremur heima hjá þeim, en hinum,
sem minna vita; því þeir, sem af náttúrunni
eru hneigðir fyrir hið guðlega, þeir halda
áfram með að vera það hvort sem þeir
menntast eða ekki; en sje þeir ekki hneigðir
fyrir þvílíkt, þá verða þeir eins guðlausir
þótt þeir sje hálfbjánar, eins og þótt þeir
væru manna iærðastir.
Hinn ómenntaði, sem aldrei hugsar al-
varlega um trúna, en gjörir þó gis að guðs-
orði undir niðri þótt hann fylgi ytri helgi-
siðum, er fullt svo vantrúaður eins og hinn
menntaði, sem opinberlega rífur trúna niður.
En sá er að eins munurinn, að hinn ómenntaða
skortir það áræði, sem mer.nturiin gefur. En
samt gjörir hann ekki minni skaða, því hann
útbreiðir hræsni og Ijettúð í sínum litla verka-
liring. Hann nennir ekki að hugsa alvarlega
um neitt, því bann heldur að það auki sjer
fyrirhöfn og áhyggjur, honum er hálfvegis
drumbs uin að hugsa um skaparann, þó hann
ekki beinlínis vilji eða geti neitað tilveru lians,
því lionum þykir náttúrlega gott að grípa til
hans ef mikið liggur við!
|>að ber stundum við, að stöku maður
er hneigður fyrir biblíulestur, en ekki eru
sumir lengi að gjöra gis að því, þótt þeir sjálf-
ir sjeu svo aumir, að þeir aldrei hafl lært að
gjöra sjer grein fyrir hvert biflían sje sann-
leikur eða lýgi. Jeg hefi sjálfur orðið þessa
var^og jeg held að orsalójnar geti verið marg-
ar, einkum meðfædd óbeit á öllu guðlegu eða
ill og andalaus trúarkennslu-aðferð, sem hefir
gjört þá leiða á því. Meira hjer um síðar.
«Hann talar eins og prestur!* segja menn
ef að einhver «óvígður» ætlar að tala eða rita
alvarlega uin trúna. J>etta viðkvæði er meist-
araleg lýsing á trúarlífi voru, því margir álíta
prestsembættið óþarft og jafnvel hlægilegt.
J>eir dæma guðræknina úr daglega
lífinu í kirkjuna eins og í einskonar
gapas tokk! Að menn unna «góðum» presti,
kemur ekki alltaf af trúarbragðaást, heldur af
því að mönnum þykir vænt um prestana
vegna manndyggða, hjálpsemi og menntunar,
sem margir þeirra hafa, og loksins af því, að
presturinn er «skemmtilegur» í kirkju.^ J>etta
orð «skemmtilegur prestur» er líka góð lýs-
ing á hugsunarhætti manna: Menn fara í
kirkju, ekki svo mjög iil þess að leita sann-
leikans, heldur til þess að skemmta sjer við
lipurt látbragð, fallegt tón og hnittileg orð,
og þannig leita menn «fegurðar» í messunni.
En ef menn hefðu nóg leikhús, þar sem nóg
væri af söng og fögrum orðum og annari
skemmtun, þá hygg jeg að sumir færu sjaldn-
ar til kirkju en þeir gjöra nú. En nú er
auðvitað að stundum getur verið bágtaðfinna
rnikla fegurð í prestsverkunum, en það gjör-
ir þá ekki evo mikið til; því það er þó opt-
ast að einhver laglegur piltur og skrautleg
stúlka slæðist til kirkjunnar og þá geta báð-
ir partar haft von um nokkurt augnagaman.
J>að er þannig ósjálfráð fegurðartilfinn-
ing, sem drífúr mavga til kirkjunnar. En
hætt er uú við að stundum sje lítið af henni,
og þá fara menn fyrir siðasakir eða til að fá
frjettir!
En eru þá engir, sem af sannri guð-
rækni fara til kirkjunnar? Líklegt væri að
það væru sumir. En jeg held þeir sjeu fáir.
Yerði það sannað, að jeg geti rangt til, þá
þætti mjer vænt um. Jeg held það sje
sannleikur að þeir sjeu fáir, en sannleikur sá
er mjer svo leiður, að jeg vildi að jeg þyrfti
ekki að trúa hotium.
En eru þá ræður prestanna lagaðar til
þess að leiða þessa ósjálfráðu vantrúarmenn á
rjetta leið? J>að er ekki alltjend, á það mun
síðar minnst; enda hefi jeg áður í Norðanfara
minnst á að sumum þeirra sje hætt við að
kenna meira en þeir trúa sjálfir. Sje þetta
satt, eða hafi alþýðan nokkurn misgrun uin
það, þá er henni vorkunn. En því kemur
þá enginn alþýðumaður og talar rnáli guð-
rækninnar? J>etta gjöra alþýðumenn ytra svo
vel að prestar mega vara sig.
2. Kafli.
Yantrú menntaðra manna.
Vantrú menntaðra manna getur kornið
af líkum orökum og vantrú hinna ómennt-
uðu, svo sem meðfædd óbeit á öllu guðlegu og
Hundurism fór.
(J>ýtt).
(Framhald).
Ijet í haf, og sjálfur varð hann að vera bæði
skipstjóri og matgjörðarmaður, — það var
sem sagt í Nóvember, það hrikti í glugga-
hlerunum og regnið buldi á rúðunum; en
inni í hinni þrifalegu stofu var allt gagnstætt
hinu dimma haustveðri; það skíðalogaði í
ofninum og rokkhjólið þaut, eins og það væri
að masa við þau í bróðerni. Móðirin leit opt
til drengsins, þar sem hann sat kafrjóður
og var að srníða skipið sitt. Ó, hvað liann
er fallegur! með blíðu augun sín rjóðu og
kinnarnar, hugsaði hún með sjálfri sjer, og
loksins sagði hún bátt: «Langar þig ekki
til, að koma heim með einhvern skóladrenginn
til að leika við þig góði minn»?
«Jeg kæri mig ekki um það inamma».
«J>ú ert undarlegur drengur Frits, að
þú skulir ekki eiga neinn vin eins og aðrir
drengirs.
«Jeg á einn vin», sagði hann, «Jörgen
frændi er vinur minn».
«En hann er svo opt ekki heima», sagði
móðir hans; «þú ættir að eiga einhvern vin
á þínum aldri, sem þú gætir leikið þjer við,
þegar þú átt frí, og keppst á við hann að
læra í skólanum og sem . . . lengra komst
hún ekki. «Hvaða ýlfur er þetta, hvað getur
það verið»? Og hún hætti að spinna svo
hún gæti heyrt það betur. Drengurinn hlust-
aði á þetta með mikilli athygli. «Æ, hvað
er að gráta» ? sagði hann, «jeg ætla að ljúka
upp mamma». Og svo hljóp hann til dyr-
anna og lauk -upp, í sama bili skaust inn
dálítill loðhvolpur magur og rennvotur; hann
! flaðraði upp um drenginn, sleikti á lionutn
hendurnar, dinglaði rófunni og leit á hann
! liinum stóru og fögru augum sínum, og litla
| hjartað drengsins inundi hafa bráðnað hefði
I liann skilið þetta augnatillit. Bleitan rann af
— 5 —
hvolpinum og gjörði' gólfið óhreint; en það
var nú ekki rjett eptir annari eins þrifakonu,
og madömu Villumsen, að líða slíkt.
«Svei þjer óhræsið þitt, farðu út, svei
þjer! sagði hún og sló í hanu með sóp; en
það var sannarlega enginn hægðarleikur að
reka hann út; úr þvi hann á annað borð var
kominn inn, ásetti hunu sjer að fara ekki
strax aptur út í óveðrið. pegar hann var
búinn að velta um koll öllum stóJunum, fót-
skörinni og rokknum hafnaði liann sig loks-
ins undir dragkistunni lagðist fram á lappir
sínar og leit biðjandi vonaraugum á Frits
litla, sem skildi hann fljótt og bað mömmu
sína fyrir hann. «Lofaðu honuin að vera
góða mamma bara í nótt, liann ýlfraði svo
aumkunarlega og skrækti áðan út í kuldanum,
hann er líklega svangur, og kann skje ein-
hver voudur maður hafi barið hann».
Móðir hans gat ekki neitað honum, þegar
hann bað haua svona vel.
«Jæja hann má þá vera í nótt fyrst þú