Kristileg smárit handa Íslendingum - 01.01.1865, Síða 4

Kristileg smárit handa Íslendingum - 01.01.1865, Síða 4
5 legu og hverfulu hluti. »Elskið ekki heiminn, segir postulinn, ekki heldur þá hluti, sem í honum eru; ef nokkur elskar heiminn, í honum er ekki kærleiki föðurs- ins, því alt það, sem í heiminum er, sem er fýsn holds- ins, fýsn augnanna og stærilátt líferni, það er ekki frá föðurnum, heldur frá heiminum« (1. Jóh. 2, 15.— 16.). Kristur býður oss, »um fram alt að leita guðsríkis og hans rettlætisu og fullvissar oss um, að þá muni oss alt annað veitast« (Matth. 6, 33). Breytir þú þá eptir hans boðum, þegar þú snýr þessu við og leitar þess seinast, sem þú átt að leita fyrst, þegar þú um fram ait leitar hinna jarðnesku hlula, en lætur guðsríki og hans réttlæti sitja á hakanum? f>að er eins og þú hald- ir, að ef þú leitar alls annars, þá muni guðsríki veitast þér. f>ú gætir þess ekki, hvernig guðsríki er varið, að það er »réttlæti, friður og fögnuður í heilögum anda«, og »að ekki verður sagt: sjá! það er þar, eða það er hér, því guðsríki er hið innra í yður« (Lúk. 17, 21.); þú gætir þess ekki, að ef þú sökkur þér niður í á- hyggjur og munað þessa jarðneska lífs, þá verður sál þín óhæfileg fyrir hin andlegu og eilífu gæði, af þvi þú hefir umgengni hjarta þíns her á jörðunni í stað þess að þú um fram alt átt að hafa liana á himnum. Ef þú ert heimsins og holdsins þræll, þá þjónar þú ekki guði nö frelsara þínum, því »enginnkann tveimur herr- um að þjóna«, og »hyggja holdsins«, segir postulinn, »er fjandskapur í gegn guði, með því hún hlýðnast ekki guðs lögmáli, af því hún getur það ekki« (Rómv. 8,7). Æ! hugleiddu þessi alvarlegu og þýðingarmiklu orð frelsara þíns: »ekki munu allir þeir, sem til mín segja: herra, herra, koma í himnaríki, heldur þeir einir, sem gjöra vilja míns himneska föðurs« (Matt. 7, 21). Enn

x

Kristileg smárit handa Íslendingum

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kristileg smárit handa Íslendingum
https://timarit.is/publication/89

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.