Kristileg smárit handa Íslendingum - 01.01.1865, Blaðsíða 5

Kristileg smárit handa Íslendingum - 01.01.1865, Blaðsíða 5
6 fremur heflr Kristur sagt: »takið á yður mitt ok og lærið af mér, því eg er hógvær og af hjarta lítillátur og munuð þér hugsvölun flnna, því mitt ok er inndælt og mín byrði létt (Matth. 11, 29—30). Ileflr þú, kristinn maður! hlýðnazt þessu boði frclsara þíns? hefir þú liaft hans heilaga dæmi fyrir augum lil að líkjast honum í auðmýkt, lítillæti og mannelsku, í hlýðni við guð og undirgefni undir lians vísdómsfulla og gæzkuríka vilja? hefir þú með auðsveipni borið krossinn á eptir frels- aranum og sagt af hjarta eins og hann: »faðir! þó ekki minn, heldur verði þinn vilji?« Eða lá þér ekki fremur við að mögla yfir drottins handleiðslu á þér, þegar þér har eitthvað mótdrægt aðhöndum? Ileflr þú í meðlæt- inu gefið guði dýrðina og þakkað honum fyrir miskun lians og trúfesti, fyrir alla hans náð og velgjörðir við þig? Eða lá þér ekki fremur við að ofmeluast í hjarta þínu, þegar þér gekk alt að ósluim? hætti þer þá ekki frem- ur við að þakka þetta sjálfum þér, dugnaði þíuum og' framsýni þinni, en gleyma gjafaranum allra góðra hluta? Hefir þér fundizt Jesú ok inndælt og lians byrði létt? Hefir þér ekki öllu fremur fundizt það þungur kross og óbærileg byrði að þurfa að láta á móti þínum holdlegu girndum og tilhneigingum? að þurfa að afneita sjálfum þér og heiminum til að fylgja Jesú? Æ\ kristinn mað- ur! hafðu ekki þá afsökun til að fegra með breyskleika þinn og yfirsjónir, að margir breyti eins og þú, eða jafnvel verr en þú. þetta er sú viðbára, sem heims- ins börn hafa á reiðum höndum, þegar guðs heilaga orð sýnir þeim sálarástaud þeirra og samvizkan ætlar að ónáða þau. En gætlu að, hvað vor guðdómlegi frelsari sagði um hugarfar og breytni heimsins barna. »I>að hlið er vítt« sagði hann, »og sá vegurer breiður,

x

Kristileg smárit handa Íslendingum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kristileg smárit handa Íslendingum
https://timarit.is/publication/89

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.