Kristileg smárit handa Íslendingum - 01.01.1865, Side 6
7
sem liggur til glötunar, og margir eru þeir, sem hann
ganga«; en um hinn sanna kristindóm kemst hann svo
að orði: »hversu er það hlið þröngt og mjór sá vegur,
er til lífsins leiðir, og fáir þeir, er hann rata« (Matth.
7, 13 — 14.). Ertu nokkru bættari fyrir það, þó þeir
séu margir, sem fara villir vegar og ganga hinn breiða
veginn? Eða lieldur þú, að þín eilífa ófarsæld verði
minni fyrir það, þó þú komir í samfélag vondra og ó-
guðlegra«. Eitt af því, sem einkennir heimsins börn
og sýnir, að þau elska ekki guð, né tilheyra Kristi, eða
eru hans lærisveinar, þó þau beri kristið nafn, er það,
að þau hafa óbeit á að lesa guðsorð og hafa það um
hönd. |>eim finst hver sú stund leið og löng, sem
þau þurfa að sitja undir lieyrn guðsorðs, og þvi er ekki
að búast við, að þau hlýði því með andakt og eptirtekt,
eða heimfæri það til síns sálarástands, sér til uppvakn-
ingar, huggunar og helgunar. Hinn holdlega lynti
maður forðast að hugsa um dauða, eilífð og dóm; hann
vill hvorki heyra né rannsaka lærdóma guðs heilaga
orðs; hann grunar, að þeir muni ónáða hann og aptra
honum frá að svala girndum sínum, og þess vegna
byrgir liann augu sín og eyru fyrir áminningum þeirra.
þar á mót vill hinn sannkristni fyrir hvern inun þekkja
sálarástand sitt og gjöra sína útvalningu vissa; liann
vill fyrir hvern mun vita, hvort sá vegur, sem liann
gengur, Ieiðir til lífsins eða til glötunarinnar og prófar
því lijarta sitt og líferni við Ijós Jesú sannleiksorða.
Llinn holdlega lynti er svo önnum kafinn í sínum stund-
legu og jarðnesku sýslunum, að hann gefur sér engan
tíma til að hugsa um eilífðina. Ilinn sannkristni veit,
að þetta tímanlega líf er stutt og fallvalt og að þá tek-
ur við endalaus eilífð, og þess vegna lætur liann sér