Kristileg smárit handa Íslendingum - 01.01.1865, Síða 9

Kristileg smárit handa Íslendingum - 01.01.1865, Síða 9
10 f>ví fer betur, að sannkallaðir ofdrykkjumenn eru að tiltölu ekki svo margir á meðal vor, en því er mið- ur, að þeir eru alt of margir, sem eru á leiðinni til þess að verða ofdrykkjumenn, sem optar en skyldi flrra sig vitinu, og sem bæði eyða ofmiklum tíma, ofmiklu fé og bæði líkamlegu og andlegu atgjörfi sínu með nautn áfengra drykkja. Fæstir verða drykkjumenn alt í einu, heldur er það vaninn, sem gefur lystina, og því er það svo hættulegt, að venja sig á nautn áfengra drykkja, og nauðsyniegt fyrir þá, sem farnir eru að venja sig á þá, að hætta því sem fyrst, og meðan þessi ílöngun ekki er orðin ríkjandi Iöst«r, geta menn með einlægum og kröpt- ugum vilja snúið við í tíma og lörðazt ófarir ofdrykkj- unnar. þegar litið er til þessara manna, gætu nokkrar hugleiðingar um skaðsemi ofdrykkjunnar, ef til vill, orð- ið að nokkrum notum; en að ælla sér að aptra þeim, sem orðinn er ol'drykkjumaður, með áminningum og að- vörunum, mun því miður vera til lítils, því að um eng- an á það fremur við, að bann hvorki hlýöi guði né mönnum og að hann sé sannkallaður syndarinnar þræll. Eitt af binu bryggilega við ofdrykkjuna er það, að bún opt verður ríkjandi lijá þeim, sem eru vel af guði gjörðir og sem af náttúrnnni bafa þegið blíðar og við- kvæmar tilflnningar; því að þeir eru optleiðitamir, fylgja straumnum í bugsunarleysi og lála lokka sig af vondum soili og eptirdæmum. En hvort sem drykkjutnanninum heflr upphaflega verið gefið meira eða minna af skap- arans hendi, þá reynist það þó ætíð satt, að enginn löstur aflagar fremur alla guðsmynd í manninum, heldur en ofdrykkjan, þó þeir liafi meira að missa, sem meira var upphaflega geflð. Hafir þú þekt ofdrykkjumanninn í æsku lians, þá verður þér Ijóst, hvernig all eðli hans

x

Kristileg smárit handa Íslendingum

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kristileg smárit handa Íslendingum
https://timarit.is/publication/89

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.