Kristileg smárit handa Íslendingum - 01.01.1865, Síða 10

Kristileg smárit handa Íslendingum - 01.01.1865, Síða 10
11 er orðið afmyndáð. Opt var hann áður hið bezta ung- menni, auðsveipt og Ijúft, en er nú orðinn sérgóður og stórmenskufullur; opt var hann áður stiltur og reglu- samur, en skeytir nú engu og lætur alt ganga sem það getur bezt; opt var hann áður hneigður til einhvers náms og vakti heztu vonir um, að hann á sínum tíma mundi verða mðrgum fremri; en vonirnar hafa brugð- izt; þeir eru honum nú langtum fremri, sem minni vonir vöktu í æskunni; gáfur lians eru eins og lagztar í dvala; þær eru orðnar eins þróttlillar og líkami lians, og hann hefir enga elju, enga þreyju að beita þeim við nokkuð það, sem áreynslu heimtar, og oplar en sjaldnar er útséð um allar hans framfarir. í æskunni var hann efni í tryggan og áreiðanlegan vin, en nú skiptir hann vinum á hverri stundu, eptir því sem drykkjubræður hans skiptast á; verið getur, að góðar tilfinningar hreyfi sér í hjarta hans, en það varir ekki stundu lengur; þær eru horfnar eins og bólan, áður en þig varir og áður en hann veit sjálfur af. Enginn talar opt betur en of- drykkjmaðurinn sjálfur um viðurstygð ofdrykkjunnar; hann ásakar sjálfan sig eptir á; hann mannar sig upp bæði í ásetningi og orðum; en áður en varir, er hann hrasaður á ný; og í stuttu máli, hann verður svo óá- reiðanlegur, að hann getur ekki trúað sjálfum sér og því síður að aðrir geli trúað honum. Alt hans ytra útlit ber og votl um þessa breytingu. Auk þess sem ofdrykkjan hefir merkt útlit hans með óhraustu og spiitu yfirbragði, þá er blíða, auðsveipni og sakleysi horfið úr svipnum, en í þeirra stað lýsa sér þar kuldi, ósvífni, sjálfsþólti og æstar geðshræringar; það er og eðlilegt, því að andlitið er sálarinnar spegill og sál ofdrykkju- mannsins afklæðist öllum hinum æðri tilfinningum í

x

Kristileg smárit handa Íslendingum

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kristileg smárit handa Íslendingum
https://timarit.is/publication/89

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.