Kristileg smárit handa Íslendingum - 01.01.1865, Qupperneq 11
12
brjósti mannsins, guðsótta, mannelsku og sóma-
tilfinningu. Hann þykist elska guð; hann tárast, ef
til vill, í ölæði sínu, og talar fagurlega um trú og guðsótta;
en ávextir þessa guðsótta eru á hinni sömu stundu blót
og formælingar og í öllu lífi hans ítrekaðar hrasanir; í
viðræðum hans skiptast á vinahót og lofræður við óvið-
urkvæmilegar atyrðingar, við ósanna, vægðarlausa og
meiðandi dóma. Svona óáreiðanlegur og marklaus er
guðsótti hans og mannelska; hjarta hans er lokað fyrir
kveinstöfum krossburðarins, og hvernig mundi hann vilja
bjarga nauðstöddum bróður, fyrst hann hikar sér ekki
við að taka bitann frá munni hungraðrar konu sinnar og
barna til þess að svaia þessari eituríiöngun sinni, og til
þess að drekka frá sér vitið fyrir hann og flytja, ef til
vill, í staðinn ófrið og formælingar inn í húsið. J>að er
ekki ofdrykkjumaðnrinn, sem líkist hinum miskunsarna
Samarítan í að hjálpa þeim, sem hrasaður var meðal
ræningja, heldur fyllir hann sjálfur ræningjanna flokk;
er ekki kona, eru ekki börn, eru ekki hjú ofdrykkju-
mannsins, eru ekki faðir lians og móðir á gamalsaldri,
og allir vinir hans og vandamenn hrasaðir á meðal ræn-
ingja, þar sem hann á hlutinn að? Er ekki það sveit-
arfélag, þar sem margir eru ofdrykkjumenn, og þó þeir
séu ekki nema drykkjumenn, hrasað á meðal ræningja?
Ræna þeir ekki eigum sínum handa þessari syndsam-
legu fýsn sinni, handa vanheiisu sinni og ófarsæld?
Ræna þeir ekki eigum sínum frá þurfamönnum Jesú
Krists, frá menningu barna sinna, frá uppeldi konu sinn-
ar, foreldra og lijúa, frá skuldalúkningum og skyidu-
gjöldum til félagsins? [>að eru ofdrykkjumennirnir
sem eru ræningjar mannlegs félags, sem drepa niður
ölium ávaxtarsömum guðsótta og mannkærleika í