Kristileg smárit handa Íslendingum - 03.01.1869, Qupperneq 2

Kristileg smárit handa Íslendingum - 03.01.1869, Qupperneq 2
2 til frelsarans. jþegar hann nú var hæltur sjóferðunum og búinn að eyða því kaupi, sem hann liafði fengið, greip hann aptur til skraddaraiðnar sinnar og lifði á henni um hríð í Englandi. Þessu næst fór liann aptur hcim til Rússlands, og var þar gjörður að nmsjármanni ytir stórri verksmiðju, en var aptur settur af þessari ráðs- meunsku, af því að hann kom sér illa, var uppstökkur og iilindasamur og bölfaði og ragnaði óttalega. Þá fór hann að eiga með sig sjálfur og kvæntist, og sökum þess að hann var iðinn og hirðusamur varð hann upp- gangsmaður. Eg skal nú segja frá því, hvernig eg kynntist hon- um (segir preslurinn). Eg átti einu sinni tal við eimi sóknarmann minn, og gat haun þess meðal annars, að hann þekkti gerskan skraddara, sem hefði mætur á Eng- landi, og hefði dvalið þar um stund og talaði vel ensku, væri hann líka klæðasölumaður og hefði talsverða verzl- un. Bað hann mig að snúa mér til hans, ef eg þyrfti að fá mér einhvern falnað. Nokkru seinna sendi eg skraddara þessum smá- gjört klæði, sein eg hafði fengið frá Englandi og bað hann að sauma úr því kjól handa mér. Það leið ekki á löngu áður en hann var búinn með kjólinn, og færði hann mér hann sjálfur heim lil mín. þegar hann kom, var eg að snúast við einhverju öðru, svo eg beiddi hann að setjast niður og bíða mín litla stund, og fékk eg hon- um lítinn bækling andlegs efnis til að lesa í á meðan. Að vörmu spori kom eg aptur og borgaði honum reikn- inginn. Þegar hann var að fara, sagðihann: »eg vona að yður líki kjóllinn«. »Já«, svaraði eg, »mér lítst vel á kjólinn; lítst yður líka vel á litla bæklinginn?« »0!«., sagði liann, »eg hirði aldrei um bækur«. »l*að þykir

x

Kristileg smárit handa Íslendingum

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kristileg smárit handa Íslendingum
https://timarit.is/publication/89

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.