Kristileg smárit handa Íslendingum - 03.01.1869, Blaðsíða 3

Kristileg smárit handa Íslendingum - 03.01.1869, Blaðsíða 3
3 mér illa farið«, svaraði eg; »að sönnu veit eg, að það er ekki allt undir því komið, að lesa margar bækur, en, þar eð þér liafið óbeit á, að lesa jafnvel kristilegar og andlegar bækur, þá er eg hræddur um, að-það sé enn einn hlutur, sem þér hirðið ekki um, og það er sál yðar, og það sem til friðar yðar beyrir, og hvað stoð- aði það þó manninn, þó liann inni allan heiininn, en liði Ijón á sálu sinni«. »Eg skil, hvað þér farið«, sagði hann, »þér ætlizt til, að eg verði guðhrædduro. »Já«, þér haflð skilið orð mín rélt« svaraði eg. »Eghe(isvo mikið að gjöran, svaraði hann, »að eg hefi ekki tíma til að vera guðhræddurn. »Eg er hissa á orðum yð- ar« mælti eg; »hvernig ætti guðhræðslan að geta riðið í bága við handiðn yðar?u "Það er auðskilið«, sagði hann, »ef eg væri guðhræddur, yrði eg að fara til kirkju á helgum dögumu. »Ekki yrðuð þér að gjöra þaðii, svaraði eg; »en yður mundi þá langa lil þess, og þér munduð þá hlakka til að heyra orð guðs og frelsara yðvarsu. »En eg liefi sagt yður, að það gæti aldrei sameinazt handiðn minni. Eg hefi þrjátíu manns í vinnu og verð að líta eptir með þeirn rúmhelgu dag- ana; en á sunnudögum borga eg flesta reikninga mína, og tek þá við borgun, svo þá hefi eg mest að gjöra«. »Farið þér þá aklrei til kirkju?«, sagði eg. »Aldrei« svaraði hann. »Bágt er þetta« sagði eg. »Að sönnu veit eg, að enginn kemst í himnaríki fyrir það, þótt liann fari til kirkju, eða lesi í biflíunni og öðrumguðs- orða bókum; en sá sern vanrækir allt þetla af því að hann fmnur ekki hjá sér þörf á guði og hans orði, gengur vissulega á glötunar vegi. Ilvernig getið þer lifað þannig? Eða haldið þér þá ekki, að guð sé lii?« í’á leit hann reiðuglega til mín og æpti: »Guð«, segið

x

Kristileg smárit handa Íslendingum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kristileg smárit handa Íslendingum
https://timarit.is/publication/89

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.