Kristileg smárit handa Íslendingum - 03.01.1869, Page 4

Kristileg smárit handa Íslendingum - 03.01.1869, Page 4
4 þér, herra! haflð þér þá nokkurn tíma séð guð?« t\á blöskraði mér, að nokkur skyldi geta sokkið svo djúpt í vantrú og guðleysi, og eg svaraði: »að sönnu hefi eg ekki séð guð; en eg hefi séð yður, og þér eruð ein af hans sköpuðu skepnum«. »Gott og vel«, sagði hann, »þér hafið þá ekki séð guð; þegar þér hittið einhvern, sem hefir séð liann, bið eg yður að gjöra boð eptir mér«, og að svo mæltu kvaddi hann mig og fór burt. Eg sá nú ekki þenna gamla mann aptur fyrr en við jarðarför þess manns, sem fyrst hafði getið um hann við mig. Þessum manni fylgdu margir til graf- arinnar, því að hann hafði verið mörgum kunnugur og mjög ástsæll; meðan eg hélt Iíkræðu eptir hann, sá eg marga gráta og meðal þeirra hinn gerska skraddara; tárin hrúndu ofan eptir kinnum hans, scm af elli voru orðnar hrukkóttar og kinnfiskasognar; en eg vissi ekki, hvort það voru mín orð, eða dauði vinar hans, sem fékk svo mjög á liann. Næsta sunnudag á eptir sá eg hann í kirkju og svo hvern sunnudag þaðan í frá. Mig furðaði á þessu, en eg vildi þó ekki minnast við hann á þessa breytingu á lífernisháttum hans, svo hann skyldi ekki verða feiminn, eða forðast mig, heldur vildi eg láta guðs orð og hans náð vinna í kyrrþey. En mér var sagt af manni, sem þekkli okkur báða, að skradd- arinn hefði keypt sér enska biflíu og sagzt ætla að lesa hana alla, til að sjá, hvort það orð, sem eg boðaði, væri satt. Þá fór eg að hafa góða von um hann, fyrst hann var tekinn til að sækja fund kristinna manna og að lesa heilaga ritningu. Upp frá þessu sá eg hann hvern sunnudag og við önnur tækifæri í kirkjunni, og yfirbragð hans bar þaö með sér, að hann hlýddi guðsorði með innilegri andakt

x

Kristileg smárit handa Íslendingum

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kristileg smárit handa Íslendingum
https://timarit.is/publication/89

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.