Kristileg smárit handa Íslendingum - 03.01.1869, Síða 5

Kristileg smárit handa Íslendingum - 03.01.1869, Síða 5
5 og eptirtekt; en þó Icið langt um áður en eg liitti liann sjálfan að máli. í’að var eitt laugardagskveld, er eg sat í stofu minni, að kona mín sagði, að ókunuugur maður vildi tala við mig, og héldi hún, að það væri gerski skraddarinn. Eg fór fram og sá, að það var eins og hún sagði; bað hann mig að misvirða eigi, að hann kæmi til mín á laugardagskveldi og mælti: «einn af til- heyrendum yðar langar til að gefa yður nýan kjól; lof- aði eg að færa yður liann, og er kominn hér með hann og vona eg, að þér misvirðið það ekki«. Eg svaraði: »eg er ekki svo liltektasamur og sízt þegar mérergefinn nýr kjóll; en eg bið yður að segja mér hver gjafarinn er«. »Nei«, svaraði hann* »það þori eg ekki; einmitt þess vegna sendir hann mig, að hann vill ekki láta sin verða viðgetið«. »Er það ungur maður?«, sagði eg. »Nei«, kvað hann ; það er gamall maður og gráhærður«. þar stóð hann hjá mér hvítur af hærum, en mér kom ekki til hugar, að gjöfin væri frá honum sjálfum. »Ælli þér mættuð ekki«, sagði eg, »segja konunni minni, hver gjafarinn er?« Hannjátti því og sagði henni eins- lega, að gjöfin væri frá sér, en hún sagði mér það apt- ur, og kom mér þettamjög óvænt. Litlu seinna fann eg hann á gangi og sagði við hann: »nú veit eg, frá hverj- um gjöfin er, sem eg fékk um daginn; eg þakka yður hjartanlega fyrir góðvild yðar; en segið mér, hvað gekk yður til að gefa fnér nýan kjól?« »Æ! kæri herra!«, svaraði hann með tárin í augunum, »mér hefði aldrei dottið það í hug, hefði guð ekki snúið lijarta mínu«. »Hafið þökk fyrir þetta svar«, mælti eg, »sé gjöfin sam- einuð endurnýingu hjartans, þá er hún ómetauleg«. En brátt gaf hann mér langtum órækari og gleðilegri vissu fyrir því, að hjartalag hans haföi algjörlega breyzt.

x

Kristileg smárit handa Íslendingum

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kristileg smárit handa Íslendingum
https://timarit.is/publication/89

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.