Kristileg smárit handa Íslendingum - 03.01.1869, Qupperneq 6

Kristileg smárit handa Íslendingum - 03.01.1869, Qupperneq 6
6 Hann fór sem sé að ráðgast við mig um, hvað hann ætti að gjöra til að eíla sálarheillir þjóna sinna, og hvort eg héldi, að hann ætti að gefa þeim Nýa Testa- mentið. Eg gladdist innilega af að sjá þetta betrun- armerki hjá honum, og féllst á þessa uppástungu hans. Honum þótti vænt um þetta, og húghraustúr og ákafur skundaöi hann heim, kallaði saman þjóna sína og spurði þá hvern eptirannan, hvort þeir kynnu að lesa. Sumir sögðust geta lesið rússnesku, sumir þýzku, sumir ensku og sumir sænsku, allt eptir því úr hvaða landi þeir voru ættaðir. Að því búnu kom hann aptur til mín, og bað mig að útvega sér eins margar bifiíur og hann þyrfti handa mönnum sínum og í eins mörgum tungu- málum, því að hann vildi ekkí, að neinn þeirra, sem læsir voru, skyldi vantá þessa helgu bók. Eptir þetta lét hann sér einkar annt um sálarheillir þeirra, og með því hann hafði sjálfur reynt, hvílíkt sáluhjálparmeðal lestur heilagrar ritningar er fyrir hinn trúaða, skoraði hann á þá af mönnum sínum, sem ekki kunna að lesa, að læra það, og á þá, sem læsir voru, að kenna hinum það. Á hverju kveldi varði hann nú stundarkorni til að hafa guðsorð um hönd með þeim, lét hvern lesa svo sem kapítula í biflíunni á sínu máli, og skýrði það síðan fyrir þeim á rússnesku, sem þeir allir skyldu, þegar hún var töluð. Þannig breyllusf heimilishættirnir með húsbóndanum; i stað þess að aldrei var áður hugsað nema um veraldleg störf jafnvel á helgum dög- lim, þá leið nú enginn dagur án þess vinnan væri helguð með bæn og guðsorði. Hvílík breyting var þetta! og hvílík breyting yrði það í veröldinni, ef allir kaupmenn, allir iðnaðarmenn og allir húsbændur vildu feta í skraddarans fótspor.

x

Kristileg smárit handa Íslendingum

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kristileg smárit handa Íslendingum
https://timarit.is/publication/89

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.