Kristileg smárit handa Íslendingum - 03.01.1869, Qupperneq 7

Kristileg smárit handa Íslendingum - 03.01.1869, Qupperneq 7
7 Þessi góöi maðiir las mi kostgæfllega í biflíunni, og óx í kyrrþey í Drottíns vors Jesú Krists náð og þekk- iijgu, svo eg gladdist opt og hughreystist af hans sterku og innilegu trú á frelsarann. Trúin gjörði hann farsælan og ánægðan. Frá því hann tók til að bera umhyggju fyrir sálu sinni, hafði hann hugfest guðs orð og heimfært það til sín í lifandi trú, og hann gat ekki skilið í því, hvers vegna menn væru að þrátta um trúarbrögðin, og hvað til þess kæmi, að niargir, sem þættust trúa, byggðu trú sína fremur á sínum eigin hugsmíðum, en á hinum fasta og óbifan- lega grundvelli gnðsorðs. Hann hélt, að menn yrðu annaðhvort að vera trúaðir eða vantrúaðir, og að allir sem annars létu sér anntum að hugfesta guðsorð, yrðu að hafa líkar skoðanir og tilfinningar eins og hann. En eitt kveld komst hann að raun um, að hann fór villt i þessu, þegar hann varð samferða Englendingi nokkrum frá kirkju og 'lét honum gleði sína i Ijósi yfir prédikun þeirri, sem þeir höfðu heyrt; því þá sagði Englendingur þessi, að sér befði þótt heldur mikið talað um Krist í ræðunni. Yið þetta brá honum, svo hann nam staðar og mælti: «o( mikið talað um Krist! hvað segið þér, herra minn? Hann ermér dýrmætari en allt annað; hann er orðinn mér speki frá guði, réttlæli,helgun og endurlausn. Aldrei verður of mikið um hann talað, og ávalt skal eg lofa og vegsama hans heilaga nafn». Daginn eptir kom hann til mín og spurði, hvort margir mundu þannig lítilsvirða frelsara sinn. Eg sagði honum, að því miður gjörðu það margir. «Æ! mikil er blindni mannanna», sagði hann, og ekki er það furða, að þeir eru ófarsælir!» Af eigin reynslu þekkti hann þetta ófarsæla ástand, en nú fetaði hann lífsferil

x

Kristileg smárit handa Íslendingum

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kristileg smárit handa Íslendingum
https://timarit.is/publication/89

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.