Kristileg smárit handa Íslendingum - 03.01.1869, Blaðsíða 8

Kristileg smárit handa Íslendingum - 03.01.1869, Blaðsíða 8
8 sinn glaður og öruggur fyrir guðs náð, hughraustur og vongóður. En þótt hann fyndi til farsældar sinnar, fann hann þó jafnframt til ófullkomlegleika síns, því lét hann engan hlut ónotaðan, er gat veitt honum framför á helgunarinnar vegi, og reyndi á aliar lundir til að fræðast og styrkjast af guðsorði. Svo miklum stakkaskiptum hafði þessi maður tekið, að enginn, sem nú sá hann í fyrsta sinn, skyldi ætla, að það væri sami maðurinn, sem fyrir skemmstu hafði sagt við mig : «haíið þér nokkurn tíma séð guð?» En þeir, sem áður höfðu þekkt hann, urðu öldungis hissa á þeirri breytingu, sem hann hafði tekið, og ætla eg að segja frá einu dæmi upp á þetta. Maður nokkur, sem áðar hafði búið í Rússlandi, en seinustu árin sezt að á Englandi, fór eitt sumar kynnisferð lil Rússlands. Skipstjórinn, sem var sannkristinn maður, las á hverjum degi guðsorð í lypingunni. Ferðamaðurinn gat ekki komizt hjá því að vera viðstaddur við þessa daglegu guðsþjónustugjörð, þótt honum væri það móti skapi og hann stundum jafnvel reyndi til að gjöra gys að guð- rækni skipstjórans. Ferðamaður þessi hafði fyrrum þekkt rússneska skraddarann, sem hafði verið í vinnu hjá honum, og höfðu þeir þá opt talað saman um ver- aldlega hluti, hallmælt öðrum og haft ljótan munnsöfn- uð. Slíkar samræður gat nú vinur minn ekki lengur þolað; guðs sáluhjálplega náð hafði kennt honum að afneita óguðlegu athæfl og veraldlegum girndum og lifa siðsamlega, ráðvandlega og guðrækilega i heimi þess- um, og þetta sagði hann hreint og beint þessum forna kunningja sínum, þegar hann kom til hans, og jafnvel bauð honum að lesa með sér kafla í heilagri ritningu. Á þessu varð ferðamaðurinn svo hissa, að hann fór til

x

Kristileg smárit handa Íslendingum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kristileg smárit handa Íslendingum
https://timarit.is/publication/89

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.