Kristileg smárit handa Íslendingum - 03.01.1869, Blaðsíða 11

Kristileg smárit handa Íslendingum - 03.01.1869, Blaðsíða 11
11 opt um guðsorðabækur til úlbýtingar. En eptir á kom liann einatt til mín ogmælti: «eg hefi haft mikið fyrir, og unnið fyrir gíg, lierra minn góður! Sumir tóku bækur mínar og rifn þær sundur, eða fótum tróðu þær; sumir fleygðu þeim framan í mig og spurðu, hvað mig varðaði um þeirra trú? Suinir brendu þær. Þó hefi eg ekki látið hugfallast og i næsta sinn vil eg enn gjöra tilraún. Aldrei skal eg hælta því, né halda, að það sé árangurslaust, því að enginn þeirra er annar eins stór- syndari og eg var, og þó hefir drottinn minn miskunað mér; mundi hann þá ekki líka geta endurskapað þeirra hjörtu? Ætti eg þá að láta hugfallast? Nei, eg vil í Jesú nafni vinna fyrir guðsríki meðan eg lifi». Æfi þessa manns er lærdóms- og huggunarrík og vekjandi. «Eg vil vinna fyrir guðsríki rrieðan eg lifi•>. Ó, að allir, sem guð hefir gefið náð til að sjá, hvað til þeirra friðar heyrir, lærðu þetta af honum. Einn morgun sagði hann við mig: «eg er mjög áhyggjufull- ur út af sáluhjálp þjóna minna; hvað get eg gjörtfyrir þá?» Og þér hafið heyrt, bvað hann gjörði fyrir þá, hversu óþreytanlegur hann var í að sýna það í verki, að honum var full alvara. Ilvað mikið munduð þér geta gjört, sem eigið yfir öðrum að segja, og sem enn eruð ungir og eigið, ef til vill, langt líf fyrir höndum, fyr'st þetta gamalmenni gat komið svo miklu góðu til leiðar; live farsælt mundi það land verða, þar sem margir landsbúar fylgdu hans dæmi! En líf þessa manns talar einnig alvarleg orð til allra um iðrun og betrun lifernisins. í’að kann að sýnast lítt mögulegt, að sá, sem er orðinn gamall og gráhærður í syndinni, geti snúið sér og orðið sannarlegt guðsbarn; en gætum að þessum manni, sem eg hefi sagt frá; fáir munu vera

x

Kristileg smárit handa Íslendingum

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kristileg smárit handa Íslendingum
https://timarit.is/publication/89

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.