Kristileg smárit handa Íslendingum - 03.01.1869, Síða 15

Kristileg smárit handa Íslendingum - 03.01.1869, Síða 15
ÁKANGUR AF LESTRI HEILAGRAR RITNINGAR. Moser var mjög lærður maður, og einhver hinn nal'nfrægasti lögfræðingur meðal I'jóðverja af þeim, er lifðu á 18. öld. Rit hans voru þekkt og höfð í mestu metum um gjörvalt landið, og jafnvel víðar. Hann var bæði djarfur og hreinskilinn, og liinn mesti ráðvendnis- maður. I’ess vegna urðu margir óvinir hans, og spilltu fyrir honum við hirð landstjórans, svo hann var loksins settur í dýdissu. í’ar sat hann í 5 ár, en var aplur lálinn laus fyrir einarðlega meðalgöngu Friðriks kon- ungs hins mikla og hirðar keisarans í Vínarborg. Hið fyrsta, sem hann gjörði, þegar hann var laus úr dýfiiss- unni, var að ganga í guðs hús. Á heimleiðinni var honum tekið með fagnaðarópi í hverju þorpi, er hann fór um, og jafnvel herloginn, sem hal'ði skipað að selja hann í varðhald, játaði, að hann hefði gjört lionum rangt til. Moser var guðrækian maður, sem játaði trú sína á hinn krossfesta Jesúm Iírist, bæði fyrir æðri og lægri mönnum. Ilann helt biflíulestra í húsi sinu og lagði þar út ritningarnar. Hann varð hálf-níræður að aldri, og vann bæði ríkisstjórninni og kirkjunni hið mesta gagn. Að hann varð svo guðrækinn og gagnlegur maður, kom til á þenna hátt. Á yngri árum sínum hafði hann lesið mörg rit, sem gjörðu árásir á biflíuna. Af því hann var hæði lærðurmaður og lögfræðingur, þótli hon- um ekki rett að leggja dóin á þetta, án þess að hafa kynnt sér háða málsvegu. Hann ásetti sér því, að ran- saka kostgæíilega bifiíuna. I’egar hann var að þessu, las haun einnig þessi orð: »ef sá er nokkur, seni vill gjöra guðs vilja, hann mun komast að raun um, hvort

x

Kristileg smárit handa Íslendingum

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kristileg smárit handa Íslendingum
https://timarit.is/publication/89

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.