Baldur - 28.02.1868, Blaðsíða 1
(^|f° Auglýsingar og grein-
ir um einstákleg efni
eru tékin í blað petta,
ef borgaðir eru 3 slc.
fyrir hverja línu með
smáu letri (5 sk. með
stcerra letri). Kaup-
endur fá helmings af-
slátt. Sendur kaup-
endum ókeypis.
Peir, er vilja semja um
eitthvað við rilstjórn
blaðs þessa, snúi sjer
í því efni til ábyrgð-
armannsins, Friðriks
bókbind. Guðmunds-
sonar, er býr í húsinu
nr. 3 í Ingólfsbrekku.
Verð blaðsins er 24 sk.
ár-þriðjungur hver (6
blöð), og borgist fyrir-
fram.
I. ár.
Reykjavik 28. dag febrúarmánaðar 1868.
8. blað.
Efni: Fá or?3 um verzlun. — Frjettir innlendar. — Fáli Melsteb
harðíiski. en verið hefir í nokkur undan farin ár, því að þess
„Baldur“. — Athugagrein. — Frá Habesch. — Mannalát. — Prestakidl.
— VerÍJlag í Suhuramtiuu. — Netianm.: Af Jóni Espólín (framhald).
Fá orð um verzlun.
l’egar litið er á verzlunina hjer á landi, sem verið heflr
í nokkur undan farin ár, þá geta menn ekki annað, en kallað
hana viðunanlega; þeirra annmarka, sem á verzluninni eru
hjer helztir, er einn meðal fleiri, í flestum verzlunarstöðum
þessa lands, sá, að peningar fást ekki hjá kaupmönnum, þótt
menn eigi talsvert til góða, og er það ekki lítill ókostur.
Aptur á móti telja kaupmenn, að verzlunin sje góð, og er
þeim það ekki láandi; geta þeir einnig fært það til, hvað
miklar sjeu þeirra úti standandi skuldir. Fetta er nú að vísu
nokkuð álitleg ástæða, en þó ekki eins fögur, þegar henni
er flett í sundur. Úti standandi skuldir kaupmanna munu
flestar eiga rót sína í því, að þeir hafa verið ósparir á, að
lána landsmönnum ónauðsynjavörur, t. a. m. brennivín, romm,
cognac, vín og fleiri drykkjuvörnr, allrahanda tóbak, kaffi-
rót, muldan salla, sem þeir kalla kaffe, sem varla mun geta
talizt til mikillar lifsnæringar fyrir mannlegan líkama; lítt nýt
Ijerept og alls konar herðaklúta í öllum myndum, með ýmsu
fleiru. Ef að slíkar ónauðsynjavörur lægju ekki eins lausar
fyrir í búðum kaupmanna, þá mundu hinar úti standandi
skuldir þeirra ekki vera nærri eins miklar, og þá væri verzl-
unin langt um affarabetri fyrir landsmenn, einkum ef hjer
við bættist, að peningar fengjust eins og hver önnur nauð-
synjavara.
Eins og á horfist með verzlunina núna, þá lítur hún
mikið illa út fyrir landsmönnum, þar sem allar útlendar
vörur standa í háu verði, en útlit fyrir að hinar íslenzku
falli, t. a. m. ull og fisktir, sem eru helztu vörutegundir
landsmanna. Af þessum orsökum viljum vjer benda fiski-
mönnum á, að oss virðist, að alls staðar þar, sem því verður
við komið, og þegar þerrir býðst, þá ætti að herða allan
fisk; þar við sparast strax salt, sem kaupmenn nú telja, að
kosta muni 16 mörk tunnan, sem er óvanalega dýrt; og
að öðru leyti gæti afleiðingin orðið sú, að viðunanlegt verð
gæti haldizt við, bæði á saltfiski og hörðum tiski; auk þess
ættu bændur við sjó, að geta selt sveitabændum meira af
konar innlend verzlun hefur optast nær verið affarasæl fyrir
kaupanda og seljanda; sveitabændur eiga að geta borgað
fiskinn með smjöri, tólg, ull, voðmálum, kindum og skinnum.
Hvað ullina snertir, þá ættu landsmenn vel að gá að
því, að það er mikill óhagur að selja hana til kaupmanna,
fari pundið af góðri ull niður fyrir 40 sk.; hún ætti í raun
og veru ekki að seljast út úr landinu nema í tilbúnum
klæðum og voðmálum, prjónuðum og ofnum peisum; en
eins og nú stendur, verðum við að selja nokkuð af henni
eins og tíðkazt hefur. í'að er líka óbætanlegur skaði fyrir
landsmenn, ef svo mikið af ull er selt út úr landinu, að
ekki sje nægilegt eptir til fatnaðar handa öllum bæði til sjós
og sveita; það eru baldbetri og hollari föt fyrir oss íslend-
inga að vinna þau úr okkar eigin ull, en að ganga í búðir
kaupmanna og kaupa þar útlenda dúka. En oss ríður á því,
að vjer leitumst við, að afla oss þeirrar kunnáttu, að ull-
arvinnunni fari fram en ekki aptur; en þótt vinnan hjá oss
sje mjög ófullkomin og gangi seint, af því að oss vantar kunn-
áttu og verkfæri, þá þorum vjer þó að fullyrða það, að ein
alin af okkar góða voðmáli, er eins góð og mörg sú klæð-
isalin, einbreið, er kaupmenn nú selja á 9 og 10 mörk, og
sjest á því, að ullin er niikils virði.
FRJETTIR IISNLEINDAR.
IMeð ferðamönnum, sem nýlega hal'a komið norðan úr
Eyjafirði, hefir það frjetzt, að fram til þorrakomu hafi verið
hin æskilegasta tið um ailt Norðurland, svo að um ný-ár
hafi litur sumstaðar verið kominn á tún, sem á vordag.
Með því skepnuhöld voru og góð, munu rnenn þar víðast
hvar vera færir um að taka á móti útmánuðunum, þóttþeir
yrði nokkuð harðir. Aptur hafði litið illa út þar, eins og
víða annars staðar um land, með bjargræði, þar sem málnyta
var lítil eptir sumarið, en kornbyrgcir litlar í kaupstöðum,
enda er verð á kornvöru svo, að fátæklingum er um megn,
að kaupa hana, en kaupmenn tregir á að lána. Mun þetta
með fram vera orsök til þess, að menn sækja hingað venju
fremur td sjóróðra. En hjer er litlu betur ástatt, svo til
vandræða horfir, ef eigi verður afli góður.
— Með þeim frjettist og, að eldur hefði sjezt á gamla-
9