Baldur - 08.09.1869, Blaðsíða 2

Baldur - 08.09.1869, Blaðsíða 2
upp á þeim um .það leyti Yilbjálmur af Orania tók ríki á Englandi; bann var hollenzkur maður, og Englendingar voru hræ'ddir um, að hann kynni að taka útlenda menn fyrir ráðgjafa, en uppástungan var feld af þeim tveimur á- stæðum: 1. að ómögulegt væri með lagabókstaf að ná út ySr allt það sem ráðgjafinn gæti gjört ólöglega, eða land- inu í óhag, en 2. og einkum af því að Englendingar sögðu það væri óþarfi, af því ráðgjafinn væri alveg máttlaus og þýðingarlaus, ef hann hefði ekki Maioritet í þinginu, og það væri hin bezta ábyrgð fyrir því, að hann ekkert illt gjörði, þegar hann ekki gæti komið neinu til leiðar. Eg ætla því að reyna að verja Jjessa skoðun mína eins og aðrar fyrir kjósendum mínum, og þingmaður Eyfirðinga þarf því efgi að taka upp þykkjuna fyrir þá, þótt jeg vilji láta standa á- kvarðanir frumvarpsins um ábyrgðina, af því það er sama hvort um hana stendur nokkuð eða ekki neitt........» Þingmaður suður-ímngeyinga. (Dbrm. Jón Sigurðsson frá Gautlvndum). »Fyrst jegbað mjer hljóðs á annað borð, verð jeg með fám orðum að svara því sem hinn hæstvirti konungsfulltrúi sveigði að mjer í ræðu sinni í gær. Hann vildi sem sje vefengja ástæður mínar fyrir því, að hin dönsku grundvall- arlög væru hjer eA-A-í gildandi. Eg skal nú ekki fara að þræta optar við hann um þetta; en eins verð eg að geta, að byggi menn gildi grundvallarlaganna fyrir ísland á hlut- tekningu hinna 5 íslendinga í tilbúningi þeirra 1849, þá er auðsætt, að íslendingar hafa verið sviptir rjetti er þeir voru eigi kvaddir til að eiga þátt í endurskoðun þeirra 1866. Þetta er hægt að sanna með einföldu dæmi. Ríkisfundur Dana 1849 befir verið kallaður samkomulagsþing, ogerþað rjett, því á honum samdi konungurinn og hin danska þjóð á rnilli sín, og grundvallarlögin eru rjett nefndur samning- ur milli konungsins og þegnanna. Nú er annað tveggja, að samningurinn var bindandi fyrir ísland eða bindandi elcki. Væri hann bindandi, er auðsætt að honum varð eigi breytt án íslendinga samþykkis. Nú með því að enginn var kvaddur fyrir íslands hönd, til að taka þátt í endur- skoðun grundvallarlaganna 1866, er auðsætt, að Danir hafa ékki álitið þau bindandi fyrir ísland. Um hinar aðrar á- stæður fyrir gildi grundvallarlaganna ætla eg ekki að tala, því eg hygg að engir muni geta þýðzt þær, nema þeir sem forskrúfaðir eru í dönskum ríkisrjetti. Þá hafði konungsfulltrúi það á móti rökum þeim er eg færði um daginn fyrir rjettindum íslands, að hjer ætti eigi við að fara í ströngustu rjettarkröfur, heldur yrði að byggja á hinu núverandi factislca rjettarástandi landsins. En má eg spyrja; hvert er þetta factiska rjettarástand? Þetta er sá reykur sem Danir og danskir íslendingar hafa vaðið í næstl. 20 ár. Þaðan eru sprottnar allar hinar öfugu og ó- hönduglegu tilraunir hinnar dönsku stjórnar að koma á hjá oss skipulegu stjórnarfyrirkomulagi, og sannarlega sýna þessar tilraunir, á hversu hvikulum grundvelli þær hafaver- ið byggðar. Eg vil taka til dæmis, að 1861 var okkurboð- in stjórnarbót, en ekki minnst á fjárhagsskilnað. Aptur 1865, var okkur boðinn fjárhagsaðskilnaðnr en ekki stjórn- arbót. En aptur 1867 kom stjórnarbótin en ekki fjárhags- skilnaðurinn. Og nú loksins eru bæði þessi mál komin fyrir þingið í einum hrærigraut, þetta held eg sje nóg til að sýna, hvern reyk Danir vaða í rjettarástandi voru, og held eg þeim hefði verið liollara, að líta framm í birt- una, og gæta betur rjettinda vorra. Jeg skal fúslega játa að taka eigi sjerstakt tillit til vors factiska rjettarástands, svo sem til fjarlægðar landsins frá aðsetri konungsins, fá- tæktar landsbúa, örbyrgðar náttúrunnar fremur hjer en í Danmörku, sjerstakrar tungu og sjerstaks þjóðernis m. m. Þetta er það ástand, sem Danir ættu að taka sjerstakt til- lit til þegar þeir eru að semja stjórnarskipun vora, og þeim ætti að geta skilizt það, að oss muni naumast verða auðið stórra þrifa eður framfara í þeim föstu faðmlögum sem þessi frumvörp er hjer liggja fyrir, bjóða oss. Svo mun- um við helzt þrífast, að Danir leiði oss að eins við hönd sjer þó við sjeum lægri og minni máttar. Hinn háttvirti 2. konungkjörni þingmaður bar það á mig og þingmann Norður-þingeyinga, að við hefðum játað, að það sem boðið er í frumvörpum þessum, sje betra en ástandið sem nú er. Jú, við munum kannast viðþetta; en hinn háttvirti þingmaður hefir merkilega villzt, ef hann hyggur, að við munum þar fyrir vilja skipta ástandinu sem nú er, við frumvörpin ; því við álítum, að hjer sje svo lítið að munum, að eigi sje áhættandi að hreifa sig úr þeirri stöðu, sem maður hefir nú tekið, mófi þeim óvissa hagn- aði sem frumvörpin frambjóða, og þetta er einmitt það sem heldur okkur fast við nefndarálitið. í-á verð eg að svara þingmanni Rangæinga nokkrum orðum. Hann og fleiri þingmenn hafa viljað kenna þing- inu 1867 um það, að stjórnarbótarmáli voru er ekki enn til lykta ráðið. Þessu verð jeg alveg að mótmæla. Menn muna hvernig ástóð 1867, að stjórnin lagði þá fyrir þing- ið stjórnarbótina í heild sinni, en ekki tvíslcipta, eins og nú er tilfellið. Eg skal fúslega játa það, að frumvarpið 1867 var býsna frjálslegt í flestum greinum, og þingið hafði alveg óbundnar hendur, að fara með málið að vild sinni, eins og hinn hæstvirti konungsfulltrúi veit. Jeg var á þingi 1867, en þingmaður Rangæinga ekki, svo jeg á að geta vitað betur um það sem fram fór, en hann, og eg get vitnað það með sanni, að nefndin í stjórnarbótarmálinu 1867 og þingið í heild sinni gjörði sjer allt far um, að nálg- ast stjórnarfrumvarpið og konungsfulltrúa sem mest. Það er því alveg ástæðulaust að gefa þinginu að sök, að stjórn- arbótin er eigi á komin, því það er stjórnarinnar sjálfrar eigin sök, sem hjer, eins og optar, hefir sýnt mjög mik- inn hvikulleik í ályktunum sínum. Það þarf eigi annað en skoða gang stjórnarbótarmálsins síðan 1865, til að sann- færast um þetta. Frumvarpið 1867 var byggt á allt öðr- um grundvelli en 1865, og þau frumvörp er nú liggja fyr- ir, eru í raun rjettri byggð á annari undirstöðu en frum-

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/90

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.