Baldur - 08.09.1869, Blaðsíða 6

Baldur - 08.09.1869, Blaðsíða 6
66 að eins fengi að koma fram með þær. En eg verð að segja að þessi skilningur er bæði á móti hlutarins eðli eins og hér er málum háttað, á móti rjettindum vorum á móts við samþegna vora og á móti allri sanngirni. j*essi skiln- ingur er ekki til annars, en til að halda vörn uppi fyrir harðstjórnarreglum og rjettleysi. það er ómögulegt, að sameina þessa kenning við skvnsamlegar stjórnarreglnr; þeim verður enda ekki komið saman við þær siðferðislegu reglur, sem fylgt er í viðskiptum allra heiðarlegra »prívat«- manna, sem gæta vilja sóma síns, því engum manni þykir það sómalegt, að spvrja annan til ráða um mál sín, og skeyta síðan annaðhvort ekkert um, hvað hann hefir sagt, eða fara þar þvert á inóti; menn kalla það almennt að gabba fólk. (Niðurlag í næsta blaði). Y. (Loli stjórnarmálsins á alpingi). |>riðjudaginn 7. þ. mán. (í gær) var ályktarumræða um frumvarpið og nefndarálitið í málinu um stöðu íslands í ríkinu, og urðu þau málalok, að þingið beiddist þess með 15 atkv. gegn 11, «að hans hátign láti frnmvarp pað, sem fyrir pingið var lagt ««um hina stjórnarlegu stcðu íslands í ríltinu«« ekki ná lagagildi», og með 16 atkv. gegn 3, »að hans hátign allra-mildilegast útvegi fast ár- gjald handa fslandi úr ríkissjóðnum, er nemi að minnsta kosti 60,000 rd., og sje fyrir innstœðu pessa árgjaids gefin út óuppsegjanleg ríkisskuldabrjef». Ályktarumræða um hin sjerstaklegu mál verður á morgun (9. d. þ. m.). (Framhald síðar). INNLENDAR FRJETTIR. Nóttina milli 2. og 3. þ. m. kom norðanpóstur hjer til bæarins og með honum sjera Jón Thorlacius frá Saurbæ í Eyjafirði. Með þeim barst eitthvert hrafl af Norðanfara, þar á meðal seinasta númerið á grána örk!! Skip komu þar fyrst 30. dag júním. og mun þá víst hafa verið orðin full þörf á þeim. Svo er oss skrifað úr Eyjafirði 26. f. m.: «Fyrir fám dögum er orðinn skipgengur sjór fyrir norður- landi og skipin komin á flestar hafnir hjer. Tíðin var hjer góð fyrri part þ. m. (ágúst m.) eða þá mátti segja að hjeti sumar, en nú má aptur heita kominn vetur, því í fjóra daga hefir verið stórrigning í byggð en hríð á fjöllum, og þar kominn snjór mikill, svo að skepnum mun vart óhætt. Fiskiafli má heita sára lítill á Eyjafirði og enda víða norð- anlands. Verzlunin er hjer litil og þröng, aðflutningar og verzlunarkeppni lítil. Verðlag hefir verið þannig á Akur- eyri: rúgur 11 rd., baunir 13 rd., grjón 14 rd. (15 rd. að því er Norðanfari segir), kaffi 36 sk., sykur 28 sk., ról 72 sk., rulla 1 rd., hvít ull 30 sk., hákarlslýsi 22 rd. Hjá Popp verða prísar eitthvað lítilsháttar betri, svo sem matur V2 og 1 rd. ódýrari, ull ef til vill 32 sk. og lýsi 23 rd. Nú sem stendur er heilsufar manna gott». Á Seyðisfirði hefirverzl- unin gengið vel, því þar voru 5 lausakaupmenn, Predbjörn, Lund, Svb. Jacobsen, þórður Jónsson og Jón Sturlaugs- son; Jacobsen hafði bætt þar alla prísa, þá er hann kom. Norðanfari segir verðlag þar þannig: «uli 36 sk. og í pukri 38 sk., tólg 18 sk., kaffi almennt á Seyðisfirði 32 sk., sykur hjá fastakaupmanninum 26 sk. en hjá lausakaupmönnunum 24 sk., en Jacobsen hefir selt kaffi á 28 sk., sykur á 22 sk., munntóbak 80 sk., neftóbak 60 sk.; þess utan er kramvara öll hjá honum með miklu betra verði og vönduð þar eptir, ljerept 5 kvartil á breidd 10 sk. og þar yfir, vaðmálsljerept frá 14 sk. o. s. frv.; sængurdúk hafði hann á 20 sk. jafn- góðan þeim, sem áður hefir verið seldur á 48—64 sk.», Veikindi þau, sem gengu yfir suður- og vesturland í vor, hafa og gengið yfir norðurland, og höfðu úr taksótt- inni og kvefsóttinni dáið nokkrir. Norðanfari 2. ágúst segir að mislingarnir hafi að nýju tekið sig upp aptur í Múlasýsl- unum, sömuleiðis í Axarfirði ogPresthólahrepp. — Póstskipið Phönix kom hjer 6. þ. m., og með því frú stiptamtmanns Finsens og börn og skyldmenni, þor- grímur læknir Ásmundsson Johnsen, er nú hefir verið veitt eystra læknisdæmi suðuramtsins; þjóðverskur ferðamaðurog piltur frá Færeyjum, er á að nema við hinn lærða skóla hjer. LTLENDAR FRJETTIR. England. Loksins er nú á enda kljáð hið írska kirkju- mál, og höfum vjer skýrt frá tildrögum þess áður (sjá Bald- ur I..ár nr. 6), og er það nú af tekið, að hin prótestantiska kirkja skuli vera þjóðkirkja þar í landi og njóta forrjettinda af stjórninni. Hafa nú írar fengið fram vilja sinn, að prest- ar þeirra mega vera katólskir og njóta fullra rjettinda, og þarf nú eigi lengur hver sókn að halda og ala presbyte- rianskan prest og gjalda honum, þar sem þó slíkir prestar eigi kenndu þá trú, sem alþýða á írlandi játar. Er það auðsætt, hvílíkar umbætur þetta eru fyrir íra. Yflr höfuð hafa flestar kröfur Ira verið teknar til greina í lögum þess- um, og þeir hafa að eins, svo að sættir kæmust á, slakað lítið eitt til með stólagózin og kirknafje. Frakkland. Vjer skýrðum frá því i sumar, hversu kosningar Frakka hefðu fallið stjórninni allt örðugri, en fyrr hefur verið, svo að aldrei hafa jafnmargir af mótstöðuflokkn- um sótt þing sem nú, og er þó synd að segja, að stjórnin og klerkalýðurinn hafi eigi gjört sitt til að fá sínatalsmenn valda; má það marka af sögu þeirri, er nú skulum vjer segja, því svo einkennileg sem hún er, þá mun hún þó varla eins dæmi í sinni röð. í kjördæminu Arde'ch höfðu þrjú þingmannsefni boðizt fram; einn fylgdi klerkum og stjórn og hjet 1a Tourette; annar hjet Eougemont, ogvissu menn eigi hvern flokk hann mundi fylla, en hinn þriðji var af flokki frelsismanna, var málsfærslumaður og hjet Herold. En sóknarprestur einn í kjördæminu vildi leiðbeina sókn- arbörnum sínum, hvern þau ættu að velja og gjörði hann það svo greinilega, að hann komst þannig að orði í ræðu einni, er hann hj.elt: “Ef þjer, góðir menn, veljið herra la Tourette, þá er himnaríki yður víst; ef þjer veljið Eouge- mont, þá farið þjer í hreinsunareldinn, en ef þjer veljið Herold, þá farið þjer beina leið niður til neðsta helvítis». En það er alkunnugt, hve mikið vald klerkar geta haft yfir hinni katólsku alþýðu, sem er miklu fáfróðari en í löndum mótmælenda, enda fór svo fyrir bændunum, að þeir þótt-

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/90

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.