Baldur - 08.09.1869, Blaðsíða 3

Baldur - 08.09.1869, Blaðsíða 3
63 varpið 1867. í’ingmaður Rangæinga dró af þessu ram- skakka ályklun. Hann sagði nefnilega að af því það sem nú er boðið í stjórnarfrumvörpunum, er verra en það sem boðið var 1867, þá maHti ganga að því vísu, að stjórnin yrði enn verri viðureignar aptur seinna. Nei, ef reikna skal eptir aðförum stjórnarinnar í þessu máli, þá er það conseqvent, að af því það er verra sem hún heör á boð- stólum núna heldur en í-hitt eð fyrra, þá eigum við að fá betra tilboð 1871. Annars held eg að þingmanni Rang- æinga sje ofvaxið, að reikna út fyrirætlanir stjórnarinnar í þessu máli, hversu kunnugur sem hann annars er henni. Það var ýmislegt fleira hjá þessum heiðraða þingmanni, sem lýsti því, að hann neitti yfirburða sinna yfir aðra menn í stjórnfræði, elclii til að fræða þingið, heldur til að gamna, sjer með orðaleilt. Sagan sem hann sagði um Staðarhóls- Pál var alveg rjett, en ályktan sú, sem þingmaðurinn dróg af henni, var röng; »skipið er nýtt en skerið er hró« sagði Páll, og þetta vildi þingmaðurinn skilja svoleiðis að al- þingi væri skipið, en ríkisþingið skerið. Nei, eptir skoð- un þingmannsins, er ísland og rjettur þess »gamalt hró« en ríkisþing Dana »nýtt skip«. Naumast þarf að efast um það, að Danir þori að sigla skipinu, einkum þegar þeir hafa þvílíka háseta sem þingmann Rangæinga, og hinn 2. konungkjörna. En þótt eg verði naumast kvaddur lil að vara Dani við óförum, verð eg að geta þess, að þeir hafa kollsiglt sig, og það með hinn háttvirta þingmann Rang- æinga sem háseta. Jeg skal eigi fara langt inn á þetta frumvarp, sem þér liggur fyrir, en lítið eitt verð eg þó enn að minnast á fjár- tillagið, sem þar í er framboðið. Dm lausatillagið er ekk- ert að tala. Jeg skal fúslega játa, að það er vel boðið og við getum reiknað út fyrir fram, hvað það hrekkur til og hvað með það verður gjört. En allt öðru máli er að gegna um þetta svo kallaða fasla tillag. Það er nú reyndar bú- ið að sýna, að það er ekki fast nema á pappírnum. En hjer við er annar hængur verri, að af því að veiting þess- ara 30,000 rd. er byggð á rammskökkum grundvelli, það er að skilja á þeim grundvelli að það sje náðargjöf, en ekki skuld, sem við eigum hjá Dönum, þá erum við íslendingar gjörðir að ölmusu mönnum. Það væri nú sök sjer, — hversu dramblátir sem við annars erum — þótt við þyrftum að beygja okkur eimc sinni fyrir þess- ari náðarveitingu — þvílíka þrekraun vinnur maður fyrir 30,000 rd. En eg bið menn vel að gæta þess, að við hljótum að bera okkur sem ölmusumenn hjeðan í frá, og beygja okkur á hverju ári til að geta haldið þessari náð- arveitingu Dana. Eg skal ekki gjöra Dönum neinar ger- sakir um það, að þeir muni taka tillagið frá okkur um skör fram; en það verð eg að segja, að eitthvað er óþægi- legt við það, að ætla að fara að eiga með sig sjálfur, en vera þó ölmusumaður. Eg veit að þingmaður Rangæinga er góður reikningsmaður og mun liann hafa tekið eptir því, að þetta 30,000 rd. tillag Dana gjörir hjer um bil 42 sk. fyrir nef hvert á íslandi. Nú vil eg spyrja hinn hátt- virta þingmann, hvort hann vill vinna það til 42 skildinga á ári fyrir sig og sína afkomendur, — ef honum verður að segja nokkurra auðið — að heita jafnan ölmusumaður, Dana. Eg skal aldrei lá honum það, þótt hann hafi mat- arást á Dönum; og þótt eg hafi jafnan verið svo heppinn að vera heldur veitandi en þiggjandi, þá þekki eg velhvað matarástin getur orðið sterk. En að þingmaðurinn vilji vinna það fyrir 42 sk. að ganga í eilífum hungurkeing hjeð- an í frá, það er miklu meira lítillæti en eg get ætlað honum. FORSETI (JÓN SIGURDSSON frá Kaupmannahöfn). |>að er eitt atriði í þessu, sem opt hefir verið hreyft við, en ekki tekið svo ítarlega fram hingað til, að mjer finnst, sem skyldi, og það er: Til hvers erum vjer að ræða þetta mál? f>að er til þess, að semja um nýja stjórnar- skipun handa þessu landi. Eg vona, að allir hinir háttvirtu þingmenn sje mjer samdóma i því, að þessi hin nýja stjórn- arskipun verði að vera löguð eptir þörfum lands vors, eptir vorum þjóðlegum rjetti og kröfum, ef hún á að verða oss að fullum notum. Jeg vona og, að hinir háttvirtu þing- menn játi mjer því, að engin stjórnarskipun handa íslandi í sambandi við Danmörk geti fullnægt þessum vorumþjóð- legum og stjórnarlegum rjetti og kröfum, nema sú, sem er byggð á jafnrjetti, sú, sem er eða getnr orðið þannig lög- uð, að vjer getum notið jafnrjettis við samþegna vora í Danmörku, því í þessu máli hvað mest erum vjer, eins og hinn háttvirti konungsfulltrúi svo rjettilega og sanngjarn- lega tók fram, annar málspartur gagnvart konungsríkinu, og enginn getur sá með rjettu kallast málspartur, sem ekki getur mælt rneð frjálsu atkvæði og fullkomnu jafnrjetti til móts við hinn annan málspartinn. þessi jafnrjettiskrafa er engin spáný krafa af vorri hendi; vjer þurfum að vísu ekki að taka lil frá veraldarinnar sköpun, jafnvel þótt menn gæti ekki neitað, að þar fyndist rök að mannrjettindum, vjer þurfum ekki að taka til frá 1264, jafnvei þótt þar megi finna rök að vorum þegnlegum rjettindum. Ekki heldur þurfum vjer að leita til ársins 1662, þótt vjer getum fundið þar eitt, sem ekki verður hrakið, hvernig sem vjer lítum á málið, og það er, að einvaldur konungur tekur upp á sig jafna ábyrgð fyrir öllum þegnum sínum, það er að segja ábyrgð fyrir því að gjöra þeim öllum jafnt undir höfði, veita þeim öllum sömu kjör sama jafnrjetti eða jöfn rjettindi, því hjer er auðvitað, að ekki getur verið að ræða um jafnan órjett við alla. f>ótt vjer takim oss orð konungalaganna í munn, að einvaldskonungurinn standi engum til ábyrgðar nema guði almáttugum, þá hefir hann þar tekizt á hendur að láta alla þegna sína verða jafnt njótandi allra þeirra rjettinda, allrar þeirrar rjettarverndar til móts við samþegn- ana og aðra, sem væri hann settur af guði og í guðs stað. En hvernig er nú jafnrjelti voru Islendinga varið og kröf- um vorum til þess, þegar vjer lítum á rás viðburðanna, sem nú er farið að vi'sa oss til svo sem til sönnunar því, að vjer ekkert jafnrjetti eigum? Til þess að svara þessari spurning í stuttu máli, þurfum vjer að líta til þess tíma,

x

Baldur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Baldur
https://timarit.is/publication/90

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.