Tímarit - 01.01.1869, Blaðsíða 3

Tímarit - 01.01.1869, Blaðsíða 3
Y í ritinu, og er þar þá 1. ritgjörð um alþíngistollinn, er enda œtti i nœsta hepti. Pað getur verið, að sum- um þyhi ritgjörð þessi lettvœg, því að hún nái eigi til sín; og eins kunna þeir að hafa annað álit um það málefni, en þar er framfylgt. En að þvi er fyrra atriðið snertir, þá er í raun og veru engin sú grein til í lögunum, er lettvœg se, og eigi se betra, að skoð- uð se rœkilega, og er þetta eigi síst, er um ný útkom- in skattalög er að rœða; vona eg og, að ef seinni hluti ritgjörðar þessarar kemur út, þá muni margir verða að játa, að hann geti snert sig. Og hvað hitt áhrœrir að aðrir kunni að hafa annað álit um þetta mál, en eg, þá getur ritgjörð þessi þó œtíð orðið orðsölc til þess, að þeir fari að shýra mönnum frá því áliti sínu. 2. Annar kafiinn er um cettartölur þingmanna árið 1861. Þar eru raktir karlleggirnir frá lángöfum og lángömmum upp eptir, að því mer hefir verið unnt. 1 þessu hepti komst eg að eins yfir cett konúngsfulltrú- ans og hinna konúngkjörnu; þessu yrði haldið áfram í nœslu heptum og síðan teknar fyrir œttir embœitis- manna og annara merkra manna, að því mer auðið verður. Ættartölur þessar verða að vera nokkuð þur- ar, því rúmið í sliku riti sem þessu, leyfir eigi að œtt- irnar seu raktar lengra út, eða að minnst se á lítið meira en nafnin; enda geta þeir, er vilja, skrifað cettir sínar upp eptir þessu, aukið þœr ef þeir verða þess fœrir, og skýrt þar frá því, er þeir vita um forfeður sina. Ef mer auðnasi að halda riti þessu nokkuð lengi áfram, vildi eg byrja á landnámsmönnum þeim, er

x

Tímarit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit
https://timarit.is/publication/91

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.