Heilbrigðistíðindi - 30.06.1871, Page 1

Heilbrigðistíðindi - 30.06.1871, Page 1
HEILBRIGÐIS-TIÐINDI. Fyrsta ár. M 1«, 30. Jímí. UM DRYKK (framhald). Það er sannmæli, að þegar náungans veggur brennur, þá er nágrannans hætta búin. Óhollt og vont neyziuvatn getur eigi síður en óhollt og skemmt andrúmslopt gefið tilefni til mjög næmra sótta, og það dugar lítið, að einblína á sóttnæmið eitt, þegar menn eigi stemma uppsprettu þá, sem það rennur frá. Allar heilbrigðis-ráðstafanir, hverjar sem þær svo eru, verða gagn almennings, og því ætti alþýða með alhuga að styrkja þá og aðstoða, er gefa sig við því verki. Það er opt siður i bæjum, að menn láta vatnsfötur standa um tíma í húsum inni með vatninu í. l'etta ættu menn að forðast; því að það er einmitt náttúra vatnsins, að það dregur í sig slæmar gufur, og það stundum á mjög stuttum tíma, og við það skemmist vatnið og verður óhollt. í göngum eru opt slæmar gufur, bæði úr moldarveggjunum og líka úr eldhúsinu, þar sem reykur er. Standi nú vatnsker eða vatnsfötur á slík- um stað, skemmist neyzluvatnið á stuttum tíma, og getur orðið skaðlegt fyrir heilsuna, þótt það sje komið frá góðu vatnsbóli. Þá ríður og mjög á því, að neyzluvatnsílát sjeu þokkaleg og hrein, því að ekkert getur verið viðbjóðslegra, en að borða og drekka úr óhreinum ílátum. Auk hreins vatns drekka menn opt ýmsa aðra vökva, svo svo sem sýrublöndu, undanrenníngu, mysu og áir. Svrubland- an er að því leyti betri en eintómt vatnið, áð hún hefur í sjer fólgin nærandi efni, því mjólkursýra er nærandi. Þá er og nokkurn veginn víst, að sýran leysir upp vínsteininn á tönn- unum, og verndar þær þannig fyrir skemmdum, því að það er einmitt vínsteinninn eða hraðbergið á tönnunum, er skemmir þær svo mjög. Af þessu hygg jeg það komi, að sveitafólk

x

Heilbrigðistíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðistíðindi
https://timarit.is/publication/94

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.