Heilbrigðistíðindi - 30.06.1871, Page 2
90
hefur allajafna hvítari og sterkari tennur en kaupstaðarbúar,
og þeir, sem eru við sjóinn, og sem opt eiga bágt með að
vera sjer út um eins mikið af sýru, og þeir þurfa.
tegar sýruskortur hefur orðið hjer sýðra, hafa menn opt
tekið upp á því, að við hafa þynnta brennisteinssýru, til að
blanda vatnið með í stað sýru. Þetta tíðkaðist fyrst á tíð
formanns míns Jóns sál. Þorsteinssonar, og með því jeg sá
engum verða meint við það, og það var gjört með varkárni,
hef jeg allajafna leyft sjómönnum að halda teknum hætti með
þetta. Þegar slík blanda eigi er gjörð sterkari en svo, að
menn að éins finni súrt bragð að vatninu, getur slík blanda
engum mein gjört, heldur virðist hún langtum fremur styrkj-
andi og svalandi. Hjer í sjóplázunum er víða svo slæmt
neyzluvatn, að það er varla drekkandi við þorsta, nema menn
haíi eitthvað í því, sem bæti það.
Þegar menn eru þreyttir, móðir eða mjög þyrstir, þá eru
ískaldir drykkir allajafna drekkandi með varúð, og ættu menn
aldrei að drekka meira, en lítið eitt í senn; því að dæmi eru
þess, að jafnvel hreint vatn hefur drepið menn, hafi þeir
svolgrað mikið í sig af því í einu. Iíöld mjólk, undanrenning
og áir geta valdið mönnum mikillar óhægðar og jafnvel orðið
þeim að heilsutjóni, ef menn neyta þeirra óvarlega. Þegar
maður er heitur og mjög þyrstur, má maður eigi svolgra i sig
mikið í einu, nema því að eins, að drykkurinn sje hálfvolgur,
eða hafi að mestu leyti hita blóðsins. Hafl maður eigi annað en
kaldan drykk, er lang-óhultast að drekka opt en lítið í einu,
og láta hvern munnsopa eins og volgna ofurlítið í munninum,
áður en menn renna honum niður.
t*að er mælt, að lítið eitt af muldu álúni bæti vont neyzlu-
vatn meira en nokkur annar hlutur, og að nægilegt sje að við
hafa svo sem nokkurra byggkorna þyngd, eða lítið eitt á hnífs-
oddi í 4 merkur, til þess að þetta verði merkjanlegt, og með
því álúnið í sjálfu sjer er skaðlaust lyf, þegar lítið eitt er tekið
af því í einu, þá virðist þetta vel við hafandi, þar sem menn
neyðast til að svala sjer á slæmu neyzluvatni.