Heilbrigðistíðindi - 30.06.1871, Page 4
92
næring líkamans fer smá-hnignandi. Næst eptir meltinguna
bilar mænukerfið og heilinn. Drykkjurútarnir missa minnið,
sjón þeirra sljóvgast, ogopt missa þeir sjónina, en aðrir verða
hálf-vitstola með köflnm. Þegar næring líkamans fer að bila,
fer öllum líffærnm óðum aptur; vöðvakrapturinn verðr minni,
og hæfilegleikinn til að erfiða minnkar. Þegar svo er komið,
fá drykkjurútar það, er menn kalla brennivínsriðu, og duga þá
eigi til neins, nema þeir sjeu hálffullir, og er slíkt i raun og
veru sára-aumkunarvert ástand, en þó keyrir fram úr, þegar
vitið missist, annaðhvort með köflum eða að fullu og öllu; því
að þá eru slíkir menn sjer og öðrum til hinnar mestu byrðar,
eins og þeir yfir höfuð að tala eru fjelaginu til hins mesta
niðurdreps.
Menn eru nú á Englandi og í Vesturheimi, einkum í
Bandafylkjunum, farnir að telja drykkjuskapinn sem nokkurs
konar djöfulæði, og kalla hann «dipsomania»; það er þorsta-
æði. Menn segja, eins og satt er, að með því drykkjurútur-
inn láti eins og óður maður, þá eigi með hann að fara sem
aðra óða menn ; fjelagið eigi að hafa rjett á, að setja hann í
varðhald, og svipta hann öllum ráðum, uns hann sje læknaður.
Þá vilja menn og á hinn bóginn láta hegna fyrir allar þær
misgjörðir, er fullir menn gjöra öðrum í drykkjuskap, allt eins
hart eða jafnvel harðara, en ef þær væru gjörðar af ódrukknum
mönnum, nema því að eins, að drykkjurúturinn sje reglulega
orðinn viðvarandi vitlaus. Hví á nokkrum manni að hegna minna
fyrir það, segja þeir, þótt hann bæti skömm á skömm ofan?
t>að er skömm fyrir frjálsa og skynsama veru, að svipta sig
vitinu, og hann bælir að eins skömm á skömm ofan, þegar
hann misbýður öðrum í þessu sínu ástandi. Á hinn bóginn
geta menn vel ímyndað sjer, og menn mega finna dæmi þess,
að illmenni hafi það undanfæri, að þeir hafi gjört það og það
ógáðir, til að sleppa fyrir hegningu þeirri, er þeir höfðu verð-
skuldað fyrir órjett þann, er þeir hafa öðrum gjört. «Hann
gjörði það og það ógáður», er opt viðkvæðið, þegar drykkju-
rútar hafa slegizt upp á aðra, »og því má eigi taka hart á því»,
allt að einu og drykkjuskapur væri nokkurs konar dyggð, sem